Blogg

Er teikning kannski málið?

Egill Viðarsson

Í boði hússins//
Í boði hússins//
Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.

En hvers vegna teikning? Hvenær er teikning rétta leiðin? Hverjir eru kostir hennar?

Teikning getur gert einfalt mál flókið. Teiknaranum er í lófa lagið að draga athyglina að aðalatriðinu. Allt er mögulegt, ekkert er dýrara en annað. Og með því að þróa sérstakan teiknistíl fyrir þitt fyrirtæki kemur þú þér upp einstöku tæki sem greinir þig á augabragði frá samkeppninni. 

Meðal hönnuða Hvíta hússins eru nokkrir afbragðsteiknarar sem hafa ýmsa stíla á valdi sínu. Hér fyrir neðan getur þú skoðað í möppurnar hjá nokkrum þeirra.

myndskreytingar eftir Silviu

myndskreytingar eftir Silviu

– Silvia Pérez De Luis


myndskreytingar eftir Viktoríu

 

myndskreytingar eftir Viktoríu

– Viktoría Buzukina

 

myndskreytingar eftir Sigrúnu

myndskreytingar eftir Sigrúnu

– Sigrún Hreinsdóttir

 

myndskreytingar eftir Helgu

myndskreytingar eftir Helgu

– Helga Valdís Árnadóttir

 

myndskreytingar eftir Rán

– Rán Ísold Eysteinsdóttir

 

myndskreytingar eftir Jenný

– Jenný Huld Þorsteinsdóttir


Í boði hússins//
Í boði hússins//
Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni. En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni.

En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.

Í útfærslu ársins 2018 var mikilvægt að vera í takt við tíðarandann og því var brugðið á það ráð að sviðsetja fótboltaleik hjá 5. flokki drengja (þið vitið, heimsmeistaramótið. Við þurftum að gera að minnsta kosti eina fótboltaauglýsingu á árinu).

 

Spurt er:

Finnst þér þetta í lagi?

Og svarið er að vitaskuld hátt og snjallt ,,nei”.

Við þökkum þjálfaranum, Ótthari S. Edvardssyni, sérstaklega fyrir að leggja heiður sinn að veði við gerð þessarar auglýsingar og staðfestum fyrir opnum tjöldum að heilsteyptari þjálfari er vandfundinn í okkar kreðsum. Eins og sést var hann var tilbúinn til þess að rústa eigin mannorði fyrir almannahagsmuni og það væri hver sem er nú ekki til í að gera. Ótthar, þú ert frábær.

Fleiri útfærslur eru í pípunum, enda öllum hollt að hugsa vandlega um hvað er í lagi og hvað ekki.

Núna vitum við öll að bara einn er einum of mikið áður en ekið er af stað.


Í boði hússins//
Í boði hússins//
Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur. Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið.

Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur.

Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið. Kulnun í starfi er vandamál sem fylgir nútímastarfi og með síauknum sítengingum er starfsfólk oft í vinnunni allan sólarhringinn, sem dæmi.

VR vildu því leggja í vitundarvakningu um kulnun í starfi og möguleg einkenni. Umgjörð herferðarinnar er í líki spennumyndar. Aðalhetjurnar eru fólk á framabraut og á hraðri leið á toppinn, en ekki er allt sem sýnist og fljótlega byrja að koma brestir í glansmyndina með ýmsum afleiðingum.

VR birtir þar að auki upplýsingar um einkennin og möguleg úrræði á heimasíðu sinni með áherslu á aðkomu fagfólks ef á þarf að halda.

Réttindi og vellíðan á vinnumarkaði eru VR hjartans mál og það var okkur sönn ánægja að fá að útfæra þessa vitundarvakningu – og það sést bara einu sinni í fótbolta.


 • Veitur: Stóra stundin!

  Sumarið 2016 urðu ákveðin vatnaskil í íslenskri knattspyrnusögu, eins og við vitum. Við það tilefni birtu Veitur þessa mynd sem sýndi svart á hvítu (eða blátt á bláu) hvernig þjóðin háttaði klósettferðum sínum í leik Íslands og Frakklands.
  Nánar
 • Internet of Things

  Sum ykkar gætuð hafa heyrt um Internet of Things eða IoT. Í sífellt nettengdara samfélagi þýðir það að fleiri og fleiri hlutum eru til dæmis gefin stafræn skynfæri sem síðan deila upplýsingum yfir Internetið og geta endað í annaðhvort hlutgerðum eða stafrænum aðgerðum.
  Nánar
 • FÍT tilnefningar Hvíta hússins

  Hvíta húsið fékk fimm tilnefningar í fjórum flokkum í ár.
  Nánar
 • Hvíta húsið vinnur Áruna 2018

  Kynningarherferðin Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hlaut í dag Áruna, verðlaun ÍMARK fyrir árangursríkustu herferð ársins. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Hvíta húsið vinnur Áruna.
  Nánar
 • ÍMARK tilnefningar Hvíta hússins

  Hvíta húsið fékk sex tilnefningar fyrir fimm verkefni í ÍMARK að þessu sinni. Hér er smá upprifjun á þessum skemmtilegu verkefnum sem við erum ákaflega stolt af.
  Nánar
 • Elín Helga tilnefnd til stjórnenda­verðlauna

  Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, annar framkvæmdastjóra Hvíta hússins, er tilnefnd til stjórnendaverðlauna Stjórnvísi 2018. Verðlaunin eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem skara framúr á sínu sviði og er ætlað að „vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur."
  Nánar
 • 5 bestu auglýsingar Ofurskálarinnar 2018

  Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins fór fram í fimmtugasta og annað skiptið í gær. Tom Brady mistókst að vinna sinn sjötta meistaratitil þrátt fyrir að hafa mætt klæddur eins og aðalpersónan í hollenskri Terminator-endurgerð og Prins var varpað upp á risavaxið lak meðan Justin Timberlake þóttist spila á píanó. Leikurinn þótti hin besta skemmtun, en við höfðum auðvitað miklu meiri áhuga á því sem gerðist milli þess sem blásið var í flautuna; auglýsingunum!
  Nánar
 • Ofurskálin - dýrustu sekúndur auglýsingaheimsins

  4. febrúar nk. fer fram stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en þá keppa Philadelphia Eagles og New England Patriots til úrslita í NFL deildinni um Ofurskálina eða Super Bowl. Keppnin er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og auglýsingaplássin eftirsótt og nota mörg stóru fyrirtækjanna þarlendis tækifærið til að frumsýna nýjar auglýsingar í þessu plássi.
  Nánar