Blogg

Góð hugmynda­söfnun

Egill Viðarsson

Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.

Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.

Söfnunarátakið ber yfirskriftina Hverfið mitt, og þegar því lauk þann 9. apríl síðastliðinn höfðu rúmlega eitt þúsund hugmyndir skilað sér inn í söfnunina. Þetta mun vera metfjöldi innsendinga og árangur sem við erum sérlega stolt af. Auk þess var met slegið í heimsóknum á vefsvæðið en þangað litu nærri 40.000 borgarbúar (og aðrir) inn.

Áherslan í ár var að ná til yngra fólks og það tókst! Ekki bara með heimsóknum starfsmanna borgarinnar í skóla, heldur einnig með gríðarlega vel skipulagðri kynningarherferð á samfélagsmiðlum – sem við lærðum heilmikið af og munum án efa í framtíðinni líta til með sambærileg verkefni.

 

Þrektæki í Árbæ – Hverfið mitt

Grillaðstaða í Breiðholti – Hverfið mitt

Folfvöllur í Grafarholt og Úlfarsárdal – Hverfið mitt

Rennibraut í Grafarvogslaug – Hverfið mitt

Listaverk á Réttarholtsskóla – Hverfið mitt

Hjólaviðgerðarstandur í Hlíðum – Hverfið mitt

Glerveggur í Klébergslaug – Hverfið mitt

Körfuboltakörfur í Laugardal – Hverfið mitt

Aparóla í Miðborg – Hverfið mitt


Samstarfsaðilar Hvíta hússins

Edda Kentish

Hvíta húsið leggur áherslu á að eiga í góðum samskiptum. Það gildir líka yfir landamæri. Undanfarin misseri höfum við lagt grunn að tengslaneti erlendis sem kemur viðskiptavinum okkar til góða.

Hvíta húsið leggur áherslu á að eiga í góðum samskiptum. Það gildir líka yfir landamæri. Undanfarin misseri höfum við lagt grunn að tengslaneti erlendis sem kemur viðskiptavinum okkar til góða.

 

samstarf

Almannatengsl: Samstarfsaðili okkar í almannatengslum er Fleishman Hillard, sem er PR og samskiptastofa með skrifstofur í yfir 100 borgum í 30 löndum, í sex heimsálfum. Með einu símtali getum við komist í samband við sérfræðinga í svo til öllum greinum og um allan hnöttinn sem vinna að því að koma áhugaverðu efni þangað sem það þarf að heyrast. Hvíta húsið er formlegur samstarfsaðili Fleishman Hillard á Íslandi.

samstarf

Stefnumótun vörumerkja: Við vitum að bestu hlutirnir finnast í minnstu pökkunum og þess vegna heyrðum við í gömlum vinum okkar sem vinna núna hjá The Value Engineers. Þar er unnið að því að kryfja, skilgreina og betrumbæta byggingarefni vörumerkja. Þekking þeirra og reynsla spannar áratugi.

samstarf

Alþjóðleg hugmyndavinna: Pablo er ein eftirsóttasta auglýsingastofan í London og er skapandi stofa sem setur góðar hugmyndir ofar öllu. Þar vinnur þéttur hópur fólks sem ræðst á stór sem smá verkefni með sömu ástríðu í hvert skipti.

Þessar þrjár stofur, Fleishman Hillard, The Value Engineers og Pablo, deila allar hugsjón með Hvíta húsinu. Sú hugsjón er áhuginn á fólki og getan til að gera allt spennandi. Við vitum nefnilega að það er hægt að fá góða hugmynd fyrir hvað sem er.


Hvíta húsið heldur út í heim

Hönnuður

Ágúst Ævar Gunnarsson

Hönnuður
Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).

Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu.

Fyrst ber að nefna FleishmanHillard, sem er PR og samskiptastofa með skrifstofur í yfir 100 borgum í 30 löndum, í sex heimsálfum. Já, sex heimsálfum. Þetta þýðir að með einu símtali getum við komist í samband við sérfræðinga í svo til öllum greinum og um allan hnöttinn sem vinna að því að koma áhugaverðu efni þangað sem það þarf að heyrast.

 

 

Einnig gerðum við samstarfssamning við tvær minni stofur í London. Við vitum vitaskuld að bestu hlutirnir finnast í minnstu pökkunum og þess vegna heyrðum við í gömlum vinum okkar sem vinna núna hjá The Value Engineers. Þar er unnið að því að kryfja, skilgreina og betrumbæta byggingarefni vörumerkja. Þessir vinir komu okkur svo í samband við Pablo, sem hefur verið ein eftirstóttasta auglýsingastofan í London undanfarin ár. Pablo eru skapandi stofa sem setur góðar hugmyndir ofar öllu og það verður hressandi að vinna með hugmyndafólki á öðru tungumáli fyrir íslensk fyrirtæki

Þessar þrjár stofur, FleishmanHillard, The Value Engineers og Pablo, deila allar ákveðinni hugsjón með Hvíta húsinu. Sú hugsjón er áhuginn á fólki og getan til að gera allt spennanndi. Við vitum nefnilega að það er hægt að fá góða hugmynd fyrir hvað sem er.

Heyrðu í okkur til þess að heyra hvert við getum farið með þínar hugmyndir.


 • Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar
 • Samgöngustofa: Bara einn er einum of mikið

  Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni. En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.
  Nánar
 • VR: Kulnun í starfi

  Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur. Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið.
  Nánar