Áhorf, fjölmiðlar og auglýsingar

Molar um miðla

Þátturinn Fangar er stærsti íslenski þátturinn í sjónvarpinu það sem af er ári. Lokaþátturinn skilaði upp undir 50% áhorfi hjá 12-80 ára og hjá yngri hópnum (12-20 ára), sem almennt er talið að sé hættur að horfa á sjónvarp, var hann með tæp 35% meðaláhorf. Voice Ísland hækkaði flugið verulega eftir því sem nær dró úrslitum. Meðaláhorf á úrslitaþáttinn, var í kringum 25% hjá 18-59 ára. Á Stöð 2 eru það fréttirnar sem draga að mesta áhorfið, í kringum 20-25%. Steypustöðin sem er nýr íslenskur þáttur framleiddur fyrir Stöð 2 fer vel af stað, með í kringum 12-15%, yngri hópurinn er þarna sterkastur. 

Prentmiðlarnir síga hægt og rólega niður á við en þróunin hér á landi er mun hægari en erlendis. Það er enn einsdæmi að dagblað skuli ná 45% meðallestri á landsvísu. Fréttatíminn bætti við laugardögum í útgáfu sinni og svo síðar fimmtudögum en hefur nú dregið fimmtudagana til baka og kemur út tvisvar í viku. Moggi hefur aftur á móti aukið aldreifingu sína en blaðið er í aldreifingu að meðaltali 2x í mánuði.

Útvarpshlustun hefur lítið breyst, Bylgjan hefur örlítið forskot á Rás 2. Aðrir miðlar töluvert neðar í meðalhlustun. Hlustun hefur haldist nær óbreytt síðustu ár. Netmiðlarnir ruku upp í heimsóknum í vikunni sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Hefðbundin vika á mbl.is og visir.is, sem eru langstærstir, er í kringum 450 þúsund notendur á viku en í vikunni sem Birna hvarf fóru þeir upp í 650 þúsund notendur og úr 10 í tæp 20 milljón flettingar.


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar