Árangur auglýsingaherferða, miðlanotkun og IPA verðlaunin

IPA verðlaunin voru afhent í nóvember 2016 og eru svipuð og ÁRA-n á Íslandi. Innsendingar voru í sögulegu hámarki og fengu 39 herferðir tilnefningu. Eitt sem þessar 39 herferðir eiga sameiginlegt er fjölbreytt miðlaval m.a. útvarp, kvikmyndahús, umhverfi og dagblöð og þá samhliða stafrænni miðlun. Sumar herferðanna nutu einnig stuðnings almannatengsla samhliða birtingu myndbanda til að sprengja út herferðina. 

Fjölmiðlar úr öllum áttum

Frá IPA verðlaununum árið 2012 hefur hlutur samfélagsmiðla aukist um 44% og má finna í meginþorra allra innsendinganna. Athygli vekur þó að samfélagsmiðlar eru sjaldnast notaðir sem burðarfjölmiðill herferðar og hefur notkun þeirra dregist saman. Samfélagsmiðlar eru vinsælir en hafa þótt duga betur sem stuðningsefni eða til að ná til stærri hóps sem stuðningsmiðill við herferðina. 

Nærri þriðjungur innsendra auglýsingaherferða var með dágóðar fjárhæðir á bak við sig eða rúmar 20 milljónir sterlingspunda að meðaltali. Þessar miklu upphæðir virðast hins vegar rökréttar þar sem 57% herferða notaði sjónvarp sem aðalmiðil. 

Auglýsingaherferðir sem styðjast að mestu leyti við sjónvarpsauglýsingar og eru studdar með efni á samfélagsmiðlum eru enn mjög árangursríkar samkvæmt niðurstöðum IPA. Stafræn miðlun gæti verið að auka mjög á áhrifamátt sjónvarpsins.

Fjögur meginatriði frá IPA 2016

 • Sjónvarpið trónir á toppnum sem stærsta breytan í árangri auglýsingaherferða. Aukning varð á þeim herferðum þar sem meginhugmyndin gekk út á að vekja tilfinningar. Slík nálgun gefur til kynna að vörumerkin horfi til framtíðar og séu að vinna að uppbyggingu vörumerkjanna. 
 • Vörumerki horfa meira í arð og markaðssókn en áður. Sala var áður talin besta leið til að meta árangur herferðar en nú er það arður og eftirtekt. Þetta er nokkur skonar vinsældarkosning og er staða vörumerkis á samfélagsmiðlum og umtal einn besti mælikvarðinn. Áherslan er að stóla á frægð, frekar en vitund. 
 • Það er ekki til nein ein uppskrift að ná árangri með auglýsingaherferðum. Algengt er að árangursríkar herferðir eða vörumerki prófi sig hreinlega áfram og læri af mistökum eða árangri. Margar markaðsaðferðir eru prófaðar og þær eru að skila árangri fyrir ólík fyrirtæki með ólíka fjárhagi. 
 • Markaðsherferðir með æðri tilgangi en sölu eru farnar að ná miklum árangri og skila samt fyrirtækinu auknum hagnaði sbr. Dove og sjálfstraustsherferðin. Tilgangurinn og hugmyndafræðin ætti að vera aðlöguð öllu fyrirtækinu og henta vörumerkinu vel. Hreinskilni og heiðarleiki skiptir miklu máli. 

Skýrslan var unnin af WARC og hægt að nálgast hana hér. 


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar