Valmynd
Auglýsingaherferð Arion banka „Arion hraðþjónusta“ hlaut ÁRUNA eða Árangursríkustu auglýsingaherferðina, á ÍMARK deginum 4. mars s.l.
Herferðin, sem Arion banki vann með Hvíta húsinu, snýst um hraðþjónustuleiðir bankans, og var hún unnin snemma árs 2015 og skilaði árangri langt umfram væntingar. Það er gaman að vinna með svona frábæru fyrirtæki, enn skemmtilegra þegar það sem við gerum virkar og allra best að fá klapp á bakið fyrir árangurinn.