Blogg

 • Handbragð meistarans

  Á Hvíta húsinu starfa nokkrir hönnuðir sem hafa stundað nám í skrautskrift til lengri eða skemmri tíma. Það er fátt sem jafnast á við fallegt handverk nema þá hugsanlega það að fá að verða vitni að því þegar fær listamaður vinnur með höndunum og býr til fallega hluti. Sú er einmitt raunin í þessu myndbandi þar sem Jake Weidmann er kynntur. Eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari.
  Nánar
 • Innri markaðssetning

  Markaðsmál hafa breyst gríðarlega mikið síðustu ár og fyrirtæki vita að það dugar ekki að ætla að ýta skilaboðum að viðskiptavinum þegar þeim hentar, á þann hátt sem þeim hentar, eins og gert var áður fyrr. Í dag vilja viðskiptavinir geta náð í þær upplýsingar sem þá vantar þegar þeir þurfa og fyrirtækin segjast „hlusta á viðskiptavini“ því þau vilji laga sig að þörfum þeirra.
  Nánar
 • Nýtt merki og ný heimasíða Veitna

  Að undanförnu hafa eflaust margir veitt athygli nýju merki og ásýnd Veitna. Ný heimasíða Veitna hefur jafnframt verið opnuð. Síðan er hönnuð með það að markmiði að viðskiptavinir geti á sem auðveldastan hátt átt rafræn samskipti við Veitur og sótt sér upplýsingar tengdar viðskiptum sínum.
  Nánar
 • Er línuleg dagskrá búin að vera?

  „Fólk er steinhætt að horfa á sjónvarp!“ Þessi alhæfing er mjög algeng hjá markaðsfólki en staðreyndin er sú að línuleg dagskrá blómstrar sem aldrei fyrr.
  Nánar
 • Ný ásýnd og merki Hvíta hússins

  Hvíta húsið opinberaði nýtt merki í síðustu viku. Nýja merkið er hluti af stærri endurmörkun sem helst í hendur við endurnýjun á húsnæði stofunnar í Brautarholtinu, þannig að það er ljóst að ásýnd þessarar elstu auglýsingastofu landsins mun taka miklum breytingum á skömmum tíma.
  Nánar
 • Bleiknefjar og blámenn

  Hversvegna er talað um bleiknefja og bleikiklór? Og hvað með Harald blátönn og alla blámennina sem Örvar-Oddur fór að brytja suður í löndum? Litir og nöfn þeirra hafa auðvitað þróast í tímans rás en það vita kannski ekki allir að slík þróun er mjög lík, og jafnvel eins, milli tungumála og því má finna sambærileg dæmi um ruglandi notkun litanafna í öðrum tungumálum. Til dæmis kalla Japanir græna karlinn í gangbrautarljósum bláan.
  Nánar
 • TRAJAN leturgerðin

  Emil færir í letur — Emil Hannes Valgeirsson er gamalreyndur hönnuður sem hefur ýmsa fjöruna sopið í hönnunarmálum. Hann er þeirrar skoðunar að FreeHand sé besta forrit í heimi, en lætur sig þó hafa það að nota önnur forrit ef þörf krefur. Hann skrifar hér um letur og letursögu og munu pisltar hans birtast hér á næstunni.
  Nánar