Er teikning kannski málið?

Í boði hússins

En hvers vegna teikning? Hvenær er teikning rétta leiðin? Hverjir eru kostir hennar?

Teikning getur gert einfalt mál flókið. Teiknaranum er í lófa lagið að draga athyglina að aðalatriðinu. Allt er mögulegt, ekkert er dýrara en annað. Og með því að þróa sérstakan teiknistíl fyrir þitt fyrirtæki kemur þú þér upp einstöku tæki sem greinir þig á augabragði frá samkeppninni. 

Meðal hönnuða Hvíta hússins eru nokkrir afbragðsteiknarar sem hafa ýmsa stíla á valdi sínu. Hér fyrir neðan getur þú skoðað í möppurnar hjá nokkrum þeirra.

myndskreytingar eftir Silviu

myndskreytingar eftir Silviu

– Silvia Pérez De Luis


myndskreytingar eftir Viktoríu

 

myndskreytingar eftir Viktoríu

– Viktoría Buzukina

 

myndskreytingar eftir Sigrúnu

myndskreytingar eftir Sigrúnu

– Sigrún Hreinsdóttir

 

myndskreytingar eftir Helgu

myndskreytingar eftir Helgu

– Helga Valdís Árnadóttir

 

myndskreytingar eftir Rán

– Rán Ísold Eysteinsdóttir

 

myndskreytingar eftir Jenný

– Jenný Huld Þorsteinsdóttir


 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Fyrst ber að nefna FleishmanHillard, sem er PR og samskiptastofa með skrifstofur í yfir 100 borgum í 30 löndum, í sex heimsálfum. Já, sex heimsálfum. Þetta þýðir að með einu símtali getum við komist í samband við sérfræðinga í svo til öllum greinum og um allan hnöttinn sem vinna að því að koma áhugaverðu efni þangað sem það þarf að heyrast.
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 22.06.2018

  Samgöngustofa: Bara einn er einum of mikið

  Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni. En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.
  Nánar
 • 21.06.2018

  VR: Kulnun í starfi

  Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur. Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið.
  Nánar