Frá Versölum til villta vestursins

Hönnuður

Emil

Hönnuður

Þau letur sem algengust eru í dag eiga sér mislanga sögu. Klassísk bókaletur eiga gjarnan sínar fyrirmyndir frá upphafsöldum prentlistarinnar þar sem stíllinn byggist á skrift með breiðpenna og því eru línur misþykkar eftir því hvernig strikunum hallar. Þverendar á endum leggjanna þóttu ómissandi fegurðarauki en notkun þeirra má að minnsta kosti rekja aftur til Rómverska hástafaletursins. Minniháttar stílþróun áttu sér alltaf stað en þegar auglýsingaletrin komu fram á 19. öldinni má segja að allt hafi fari úr böndunum.

roman-du-roiPrentletur Loðvíks 14
Árið 1692 var ákveðið að franska vísindaakademían skildi hanna nýtt og nútímalegt letur fyrir prentsmiðju konungs. Við þessa leturhönnun var ákveðið að taka ekki eins mikið mið af skriftarpennanum og áður hafði tíðkast enda engin þörf á því þar sem prentletur þurftu ekki að miða fagurfræðina við annmarka skriftarpennans. Hver stafur fékk sitt útlit eftir vísindalegum flatarmálsaðferðum og teiknaður útfrá neti sem samanstóð af 2304 ferningum. Þetta letur var aðeins ætlað til konunglegrar notkunar og harðbannað að stæla það á nokkurn hátt. Hinsvegar þótt það svo vel heppnað að leturhönnuðum héldu engin bönd enda var sem mönnum opnuðust nýjar víddir í bókaletri og vinsæl letur eins og Baskerville komu fram. Þessi letur eru stundum köllum milliantíkva og eru nútímalegri en eldri letur eins og Garamond. Helstu einkenni milliantíkvu eru aðallega tvenn: 

 1. Meiri munur á breidd láréttra og lóðréttra strika
 2. Mesta breidd á bogadregnum línum er ekki lengur hallandi 

Samanburður á eldri-antíkvu (Garamond) og milliantíkvu (Baskerville): 

Gar_Bask

Baskerville letrið komfram um 1750 og er eitt af algengustu bókaletrum sem notuð eru í dag. Letrið er nefnt eftir skapara sínum John Baskerville sem var virtur enskur leturgrafari og prentari. Hann gerði ýmsar tilraunir til að þróa prentaðferðir en þær höfðu ekki breyst mikið frá dögum Gutenbergs. Ekki veitti heldur af ef prenttæknin átti að halda í við sífellt fínlegri letur. Bækur þær sem Baskerville átti heiðurinn af þóttu reyndar svo vel prentaðar, á svo hvítan og sléttan pappír og með svo skýru og fínlegu letri að sumir óttuðust lestur á bókum hans gætu haft slæm áhrif á sjónina. 


Ditod þverstrikDidonar
Þær breytingar sem komu fram í letri Loðvíks 14 og síðar Baskerville voru eiginlega fullkomnaðar seint á 18. öld þegar franski leturgrafarinn Firmin Didot kom fram með afar fíngert og fágað letur sem nefnt er eftir honum og reyndar leturflokkurinn í heild, Dídonar. Helstu einkenni þessara leturgerða eru þeir sömu og í milliantíkvunni nema að þar er gengið lengra, róttækasta breytingin er hinsvegar að láréttir þverendarnir tengjast ekki háleggnum með bogalínum heldur mynda beint strik. Lóðréttir þverendar eins og á E og T tengdust þó áfram með boga.

Ditod Bodoni
Frægasta og mest notaða letur í þessari ætt kom fram undir sterkum áhrifum Didots. Það eru Bodoni letrið, nefnt eftir höfundi sínum hinum ítalska Giambattista Bodoni en það er oft talið með fegurstu letrum sem komið hafa fram og er til í mörgum útgáfum.

Bodoni letrið er ekki alveg eins fínlegt og Didot letrið og hentar betur sem bókaletur. Þessi letur, Bodoni og Didot ofl. eru víða notuð í dag en óvenju áberandi eru þau á snyrtivörum og tískublöðum fyrir konur enda mjög stílhrein og fögur. 

Vogue Auglýsingaletrin koma fram
Á tímum iðnvæðingar og aukinnar sölumennsku þurfti ný og sterk letur til að grípa athyglina. Því tíðkaðist mjög að teygja letrið upp í hæstu hæðir eða fita úr öllu valdi og útkoman ekki alltaf sú smekklegasta. Bodoni Poster letrið er til dæmis til mjög feitt en einnig er til útgáfa sem er öll á háveginn – sú nefnist Bodoni Poster Compressed og hefur verið í mismikilli tísku í gegnum tíðina, nú síðast á 9. áratug síðustu aldar „eighties-áratugnum“. Þessi letur má ásamt fleirum sjá hér neðar.

Brátt fóru menn að ganga enn lengra í leturhönnun í þeim tilgangi að gera letur enn sterkari. Það leiddi til þess að nýr leturflokkur kom fram sem gjarnan kallast Egyptar. Einkenni þeirra er að allar þykktir letursins er sú sama en ekki misbreiðar eins og á eldri leturgerðum. Beinu þverendarnir halda sér áfram en eru eiginlega orðnir kassalaga. Þessi letur voru líka teygð og toguð í allar áttir og alltaf virtust geta komið fram feitari og öflugri útgáfur.

 Egyptar

Þegar letrið voru teygð urðu lárétt og lóðrétt strik gjarnan misbreið og því gátu þverendarnir orðið talsvert sverari en leggirnir. Stundum voru þverendarnir jafnvel togaðir upp sérstaklega og báru letrið nánast ofurliði. Þarna er komið þetta sígilda kúrekaletur og ber þess merki að letur voru orðin villtari en áður og langt frá þeim elegans sem einkennt höfðu fyrstu Dídónana.

Letur west

Allskonar skrautleg og flúruð auglýsingaletur voru þannig áberandi í lok 19. aldar í bland við ofurþykka leturhlemma. Smám saman urðu þó áberandi hin einföldustu letur af öllum einföldum. Það má sjá á myndinni hér að neðan. Skiltið er á verslun í New York. SAGA er annað tveggja orða sem íslenskan hefur lagt til alþjóðamála og er ritað með Bodoni Poster Compressed letrinu. Þar undir má sjá leturstíl þann sem varð ofaná á 20. öldinni - steinskrift. Það má taka fyrir í næsta leturpistli.

Saga–shoes


Helstu heimildir:
Þættir úr letursögu eftir Þorstein Þorsteinsson.
Type: The secret history of letters. eftir Simon Loxley.


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar