5 bestu auglýsingar Ofurskálarinnar 2018

Hrafn Jónsson

Hugmynda- og textasmiður
Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins fór fram í fimmtugasta og annað skiptið í gær. Tom Brady mistókst að vinna sinn sjötta meistaratitil þrátt fyrir að hafa mætt klæddur eins og aðalpersónan í hollenskri Terminator-endurgerð og Prins var varpað upp á risavaxið lak meðan Justin Timberlake þóttist spila á píanó. Leikurinn þótti hin besta skemmtun, en við höfðum auðvitað miklu meiri áhuga á því sem gerðist milli þess sem blásið var í flautuna; auglýsingunum!
 
Það er löngu orðin hefð fyrir því að birta stærstu og flottustu sjónvarpsauglýsingar ársins í auglýsingahléum Skálarinnar. Eftirvæntingin og eftirspurnin er það mikil að sumir auglýsendur eru meira að segja byrjaðir að birta stuttar stiklur fyrir stóru auglýsingarnar í aðdragandanum. Það er áætlað að yfir 110 milljón manns hafi horft á leikinn í ár, um þriðjungur bandarísku þjóðarinnar, og því kannski ekki skrítið að hvert 30 sekúndna auglýsingahólf hafi kostað yfir 500 milljónir eins og við sögðum frá fyrir stuttu.

 

Hér eru nokkrar af þeim auglýsingum sem okkur fannst standa upp úr í ár.

1. Tide

Þvottaefnisrisinn Tide gerði auglýsingar um auglýsingar. Mjög, mjög margar auglýsingar um auglýsingar. Hugmyndin var að allar auglýsingar sem birtust væru í raun Tide auglýsingar því að allir sem birtust í auglýsingum væru í hreinum fötum. Ótrúlegt en satt þá virkaði þetta.

2. Ástralski ferðamannaiðnaðurinn

Síðustu vikur hefur verið orðrómur uppi um að það væri ný Crocodile Dundee mynd á leiðinni þar sem grínistinn Danny McBride mundi leika son þessarar áströlsku goðsagnar ásamt Chris Hemsworth, Hugh Jackman, Margot Robbie, Russell Crowe, Isla Fisher, Ruby Rose, Liam Hemsworth og fleirum. Það kom á daginn að þetta voru bara frekar klókar auglýsingar fyrir ástralska ferðamannaiðnaðinn.

3. Doritos og Mountain Dew

Peter Dinkalage og Morgan Freeman lyp-synca gamla smelli frá Busta Rhymes og Missy Elliott. Hljómar ekkert sérstaklega vel, en frábær framkvæmd getur styrkt frekar slaka hugmynd.

4. Toyota

Frá því fyrsti hellisbúinn veiddi fyrsta mammútinn hafa hetjusögur verið okkur innblástur. Það er nákvæmlega ekkert frumlegt við að tengja Toyotur við fatlaða afreksíþróttakonu. Svo það stendur allt og fellur með útfærslunni. Og stendur.

5. Amazon

Brilljant áramótaskaupsskets. Það er nú aldeilis viðeigandi á svona tímamótum. 
 
Go Eagles!

 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar
 • 22.06.2018

  Samgöngustofa: Bara einn er einum of mikið

  Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni. En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.
  Nánar
 • 21.06.2018

  VR: Kulnun í starfi

  Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur. Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið.
  Nánar
 • 16.06.2018

  Veitur: Stóra stundin!

  Sumarið 2016 urðu ákveðin vatnaskil í íslenskri knattspyrnusögu, eins og við vitum. Við það tilefni birtu Veitur þessa mynd sem sýndi svart á hvítu (eða blátt á bláu) hvernig þjóðin háttaði klósettferðum sínum í leik Íslands og Frakklands.
  Nánar
 • 28.03.2018

  Internet of Things

  Sum ykkar gætuð hafa heyrt um Internet of Things eða IoT. Í sífellt nettengdara samfélagi þýðir það að fleiri og fleiri hlutum eru til dæmis gefin stafræn skynfæri sem síðan deila upplýsingum yfir Internetið og geta endað í annaðhvort hlutgerðum eða stafrænum aðgerðum.
  Nánar