Gló herferðin er einlæg og áræðin

Í boði hússins

Við lögðum á borðið djarfa og framsækna hugmynd fyrir mögulegan kúnna fyrir einhverju síðan. Þessi hugmynd er nú orðin að auglýsingaherferð og mögulegi kúnninn er orðinn að raunverulegum. Á sama tíma og við bjóðum Gló velkomið til okkar afhjúpum við einlæga auglýsingaherferð og þökkum Gló fyrir að hafa tekið þessa frökku ákvörðun. 

Konseptið er vel þekkt: segjum sannar sögur. Sögurnar sem við ákváðum að segja frá eiga að vera sannar en frá einstaklingum sem eru ekki endilega hefðbundir eða það sem mætti segja venjulegir. Gló er fyrir alla og tekur á móti öllum opnum örmum. Segjum sögur einstaklinga sem eru að gera það sem þeir elska, það sem lætur hjörtu þeirra tikka og það sem kveikir í þeim.

Fyrsta sagan okkar er um Gógó Starr sem er dragdrottningin sem býr innra með Sigurði Heimi eða Sigga eins og hann er kallaður. Þeir sem komu að gerð auglýsingarinnar áttu það sameiginlegt með okkur að vera jafn upprifnir af hugmyndinni og fylltust jafn miklum metnaði og við til að koma skilaboðum Gló á framfæri þannig að þau myndu ná til eyrna einstaklinga. StopWaitGo samdi lagið fyrir okkur og er það hinn ungi og upprennandi Aaron Ísak sem syngur. Hið magnaða tvíeyki Hard & Holy leikstýrði, SNARK framleiddi og komu hugmyndum okkar fram á kraftmikinn hátt.

Við felum það ekkert. Hjarta Gló-teymisins er stútfullt af þakklæti til fyrirtækisins fyrir að vilja taka þátt í svona einlægri og hugdjarfri herferð. Skapaðu þitt eigið gló. #mittgló 

 

 


 • 23.05.2017

  Hvíta húsið er eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins

  Fyrirmyndarfyrirtæki VR ársins 2017 voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu á dögunum, og það veitir okkur ómælda ánægju að Hvíta húsið sé þar á meðal annað árið í röð.
  Nánar
 • 18.05.2017

  Eiríkur og Hrafn til Hvíta hússins

  Hvíta húsið hefur ráðið til sín Eirík Má Guðleifsson viðskiptastjóra og Hrafn Jónsson hugmynda- og textahönnuð
  Nánar
 • 03.05.2017

  Skipulagsbreytingar og stefnumótun

  Miklar breytingar hafa verið síðustu 18 mánuði hjá Hvíta húsinu. Húsnæði og útlit fyrirtækisins tók stakkaskiptum í kjölfar stefnumótunarvinnu, við fengum jafnlaunavottun VR og breytingar voru gerðar á stjórnskipulagi stofunnar.
  Nánar
 • 01.05.2017

  Meðvitaðar skekkjur í letri

  Emil færir í letur — Það getur stundum verið dálítill munur á því sem sýnist vera rétt og því sem er alveg rétt. Hlutir geta virst ójafnir í lögun af því að þeir eru jafnir og til að leiðrétta þá meintu ójöfnu eru þeir viljandi hafðir ójafnir.
  Nánar
 • 24.04.2017

  Hreyfimyndagerð og 12 reglur hennar

  Hreyfimyndagerð nýtur sívaxandi vinsælda innan auglýsingageirans, enda frábær leið til að koma skilaboðum til neytandans á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt.
  Nánar
 • 03.04.2017

  ... og auglýsingamiðill ársins er?

  Hlutdeild netbirtinga á heimsvísu mun aukast um 13% árið 2017 og þar með fara fram úr hlutdeild sjónvarpsbirtinga í fyrsta sinn, skv. Zenith.
  Nánar
 • 01.04.2017

  Um stafabil og lígatúra

  Emil færir í letur — Í texta, sem verður til við innslátt í tölvu er búið að huga að því að misbreiðir stafir þurfa mismikið pláss. Í lógóum, stórum fyrirsögnum, plakötum og fleiru þarf hið vökula auga þó oft að koma við sögu enda ekki sjálfgefið að öll stafabil séu sjálfkrafa eins og best verður á kosið.
  Nánar
 • 16.02.2017

  Árangur auglýsingaherferða, miðlanotkun og IPA verðlaunin

  IPA verðlaunin voru afhent í nóvember 2016 og eru svipuð og ÁRA-n á Íslandi. Innsendingar voru í sögulegu hámarki og fengu 39 herferðir tilnefningu.
  Nánar