Internet of Things

Egill Rúnar Viðarsson

þúsundþjalasmiður

Sum ykkar gætuð hafa heyrt um Internet of Things eða IoT. Í sífellt nettengdara samfélagi þýðir það að fleiri og fleiri hlutum eru til dæmis gefin stafræn skynfæri sem síðan deila upplýsingum yfir Internetið og geta endað í annaðhvort veraldlegum eða stafrænum aðgerðum.

Stafrænn heimur og fýsískur. Digital og analog.

Með Internet of Things fá þessir tveir hingað til aðskildu heimar tækifæri til að stilla saman strengi sína. Litlar og notendavænar örtölvur, eins og Arduino og Raspberry PI, hafa hraðað þessari þróun gífurlega. Í samvinnu með Do-It-Yourself hreyfingunni er fleira og fleira áhugafólk að nýta sér örar tæknibreytingar til að útbúa alls konar lausnir, stórar og smáar. Möguleikarnir eru nánast endalausir.

Eftirfarandi eru örfá dæmi og er alls ekki tæmandi listi. Síður en svo. Hugarflug, áhugi og þrautseigja er oft nægt eldsneyti.

Planta með rakamæli tístar þegar hún er þyrst

Planta með rakamæli sem tístir þegar hún er þyrst

Andlitseltandi vélmenni

Graskers-Tetris

Raddstýrður kokteilabar

Borðtennisspaða-skanni og stigateljari

GIF-myndband af borðtennisspaða með skynjara

Jólaseríur sem stýrt er af rafmagnstrommusetti

Retro leikjakassi, sem nýtir Raspberry Pi til að spila vintage leiki

Mörg dæmi má sömuleiðis finna um verkefni þar sem Internet of Things hugmyndafræðin er ekki eingöngu nýtt í afþreyingu. Árið 2010 þótti hinum 21 árs gamla Sebastián Alegría, þá 14 ára, jarðskjálftaviðvörunarkerfið í hluta Chile ekki nógu skilvirkt. Hann setti upp Alarma Sismos viðvörunarkerfi sem nýtist við einfaldan jarðskjálftaskynjara, Arduino örtölvu og borðtölvu. Ef skynjarinn og örtölvan meta skjálfta í um 30 sekúndna fjarlægð, þá fá skráðir notendur og 400.000 fylgjendur Alarma Sismos á Twitter mun hraðari uppfærslur um skjálftavirkni í gegnum skráningarkerfi PubNub.

Skjáskot af Twitter reikningi Alarma Sismos

Alegría sjálfur segir einmitt að oft þurfi ekki mikið milli handanna til útbúa nytsamlegar lausnir og skapandi verkefni. Þrátt fyrir að mörg IoT-verkefni virðast vera töfrum búin, þá eru þau langflest tiltölulega einföld í uppsetningu. Töfrarnir verða til við hina skapandi hugsun sem liggur að baki samtvinningu þessara dauðu hluta svo úr verði verk þar sem heildin er stærri en einstaka þættir hennar.

Gott er að hafa eftirfarandi skref í huga þegar kemur að ýmis konar hugmyndavinnu og hönnun á IoT-verkefnum:

1. Input: Hvað er fyrsta skrefið í orsakaröðinni? Í tilfelli tístandi plöntunnar sem tekið er dæmi um að ofan, er nýttur rakamælir sem komið er fyrir í moldinni. Hann er svo tengdur við nettengda örtölvu.
2. Computation: Eru einhver skilyrði sem þarf að fullnægja áður en klára skal orsakaröðina? Með plöntuna, þá er settur einhver þröskuldur í forritunina sem liggur á örtölvunni. Til dæmis, ef rakamælirinn skynjar minna en 50% raka, …
3. Output: Sendu á tengdan Twitter reikning „URGENT! Water me!“

Fyrir þau sem ætla mögulega að leggjast í einhvers konar IoT-verkefni er vissulega gott að hafa einhvers konar grunn í forritun – sama hversu lítinn. Með aðgangi að alls kyns fríum sjálfshjálpar-lærdómi á Internetinu hefur aldrei verið auðveldara að byrja að læra og stunda forritun. Óhætt er að mæla með Codecademy, Net Ninja og The Coding Train fyrir þau sem vilja aðeins byrja að fikra sig áfram.

Að lokum, ef einhver man eftir kvikmyndinni Casper sem kom út 1995, þá er það Up and At ’Em Machine í anda Georgs Gírlausa sem vill oft koma upp í hugann þegar Internet of Things verkefni eiga í hlut. 


 • 16.06.2018

  Veitur: Stóra stundin!

  Sumarið 2016 urðu ákveðin vatnaskil í íslenskri knattspyrnusögu, eins og við vitum. Við það tilefni birtu Veitur þessa mynd sem sýndi svart á hvítu (eða blátt á bláu) hvernig þjóðin háttaði klósettferðum sínum í leik Íslands og Frakklands.
  Nánar
 • 14.03.2018

  FÍT tilnefningar Hvíta hússins

  Hvíta húsið fékk fimm tilnefningar í fjórum flokkum í ár.
  Nánar
 • 02.03.2018

  ÍMARK tilnefningar Hvíta hússins

  Hvíta húsið fékk sex tilnefningar fyrir fimm verkefni í ÍMARK að þessu sinni. Hér er smá upprifjun á þessum skemmtilegu verkefnum sem við erum ákaflega stolt af.
  Nánar
 • 16.02.2018

  Elín Helga tilnefnd til stjórnenda­verðlauna

  Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, annar framkvæmdastjóra Hvíta hússins, er tilnefnd til stjórnendaverðlauna Stjórnvísi 2018. Verðlaunin eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem skara framúr á sínu sviði og er ætlað að „vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur."
  Nánar
 • 05.02.2018

  5 bestu auglýsingar Ofurskálarinnar 2018

  Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins fór fram í fimmtugasta og annað skiptið í gær. Tom Brady mistókst að vinna sinn sjötta meistaratitil þrátt fyrir að hafa mætt klæddur eins og aðalpersónan í hollenskri Terminator-endurgerð og Prins var varpað upp á risavaxið lak meðan Justin Timberlake þóttist spila á píanó. Leikurinn þótti hin besta skemmtun, en við höfðum auðvitað miklu meiri áhuga á því sem gerðist milli þess sem blásið var í flautuna; auglýsingunum!
  Nánar
 • 22.01.2018

  Ofurskálin - dýrustu sekúndur auglýsingaheimsins

  4. febrúar nk. fer fram stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en þá keppa Philadelphia Eagles og New England Patriots til úrslita í NFL deildinni um Ofurskálina eða Super Bowl. Keppnin er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og auglýsingaplássin eftirsótt og nota mörg stóru fyrirtækjanna þarlendis tækifærið til að frumsýna nýjar auglýsingar í þessu plássi.
  Nánar
 • 12.01.2018

  Breytingar á fréttaveitu Facebook

  Facebook er alltaf að breyta og prófa sig áfram. Í dag kom tilkynning frá Mark Zuckerberg að breytingar á fréttaveitunni (e. News feed) væru í vændum. Til stendur að draga úr sýnileika og náttúrulegri dreifingu á efni frá fyrirtækjum og fréttasíðum. Facebook mun líka gera meiri kröfur til þess efnis sem fyrirtæki senda frá sér.
  Nánar
 • 11.12.2017

  Alls konar fyrir alla um jólin

  Það ætti engum að leiðast inniveran í desember. Nú keppast sjónvarpsstöðvarnar við að auglýsa hátíðardagskrána sem er glæsileg að vanda. Það er tilvalið að kasta jóla- og áramótakveðju á landann í sjónvarpi í kringum hátíðirnar. Dagskráin býður upp á eitthvað fyrir alla og nær til hins klassíska markhóps ALLIR.
  Nánar