Jess við erum jöfn

Guðmundur Bernharð Flosason

Fyrir tæplega ári síðan óskuðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu eftir jafnlaunavottun, þ.e.a.s. við skiluðum inn umsókn til VR um slíka vottun.
Okkur grunaði að það væri afar hollt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu, með starfsmenn á bilinu 37–40 manns, að fara í gegnum það ferli sem þarf til að öðlast vottun af þessu tagi. Einnig vissum við að það yrði mikil áskorun þar sem við erum ekki með skilgreindan mannauðsstjóra.

Lærdómurinn af þessari vegferð kom okkur skemmtilega á óvart og var ávinningurinn af vinnunni mun meiri en við áttum von á. Jákvæðast var þó að fá staðfestingu á því að á okkar vinnustað ríkir jafnrétti, hvort sem það er í formi jafnra launa kynjanna fyrir sambærileg störf, útdeilingu verkefna og ábyrgðar, starfsþróunar eða annarra þátta. Hlutfall kvenna og karla er nákvæmlega 50/50 og í stjórn fyrirtækisins eru tvær konur og þrír karlar. Við erum stolt af þessu og viljum trúa því að jafnrétti sé tvinnað inn í vinnustaðarmenninguna en það er frábært að fá stimpil upp á það líka. Fyrsta konan til að verða formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa tók við því kefli á árinu og hún kemur úr okkar röðum. Við erum líka stolt af henni og þeim árangri sem hún hefur nú þegar náð í því hlutverki.


Það er ekki þrautalaust fyrir skapandi einstaklinga á auglýsingastofu að fara í gegnum þetta ferli. Svo mörg „leiðinleg“ hugtök fylgja svona vinnu: verkferlar og flæðirit, vottun og viðmið og starfaflokkun og því um líkt. Fyrstu hugsanirnar voru „er ekki hægt að breyta nafninu á þessu?“,  „er ekki hægt að gera þetta eitthvað meira „sexí“ svo fyrirtæki hreinlega geti hugsað sér að fara í gegnum þetta?


Niðurstaða okkar eftir þetta allt var að það þyrfti sannarlega að markaðssetja betur til smærri fyrirtækja ávinninginn af því að fara í þessa vinnu því hann er svo langt umfram það að vera bara einhver stimpill á plakat. 


Ávinningurinn er nefnilega margþættur og sjálfsagt hlutfallslega miklu meiri fyrir smærri fyrirtæki en stærri, því þetta er lærdómsferli; þjálfun í jafnréttismiðuðum og stefnumiðuðum mannauðsmálum, innleiðing agaðri vinnubragða og alls þess góða sem fyrirtæki getur fengið út úr því að fókusera á mannauðinn og hvað í honum býr. Við lögðum mikla vinnu í að gera okkur að betra fyrirtæki, setja okkur markmið og staðfesta jafnrétti innan okkar raða. Við sjáum ekki eftir einni einustu sekúndu.

Almenn staða mannauðsmála
Lítli þekking hefur verið á stöðu mannauðsmála innan minni fyrirtækja á Íslandi hingað til. Yfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja af þessari stærðargráðu eru ekki með starfandi mannauðsstjóra. Sú staðreynd bendir til þess að minni líkur séu á að fyrirtæki með undir t.d. 50 starfsmenn hafi skýra mannauðsstefnu, skilgreind markmið í mannauðsmálum, hafi greint hæfni og fræðsluþörf mannaflans, eigi starfsmannahandbók eða formlegt ferli fyrir mótttöku nýliða og svo mætti áfram telja.

Við höfum ekki tíma!
Það væri örugglega svar margra í forsvari fyrir minni fyrirtæki. Og það er sjálfsagt að einhverju leyti rétt og fer að sjálfsögðu eftir rekstrargrundvelli hvers fyrirtækis fyrir sig. En jafnrétti og það að tryggja jafnan hlut kynjanna í launum fyrir sambærileg störf er á ábyrgð allra í forsvari fyrirtækja af öllum stærðargráðum. Það er ábyrgð samfélagsins og fyrst og fremst þess vegna á ekkert fyrirtæki að skorast undan þeirri áskorun að rýna sinn launastrúktúr og velta fyrir sér hvernig hann varð til, af hverju erum við að borga svona laun og fyrir hvað? Hvert er framlagið og hverjar eru kröfurnar? Ef niðurstaðan endurspeglar jafnrétti, frábært, en ef ekki er aðgerða þörf.

Hér er að finna frekari upplýsingar um jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi.

Höfundur greinar er Anna Kristín Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hvíta húsinu.

 


 • 23.05.2017

  Hvíta húsið er eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins

  Fyrirmyndarfyrirtæki VR ársins 2017 voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu á dögunum, og það veitir okkur ómælda ánægju að Hvíta húsið sé þar á meðal annað árið í röð.
  Nánar
 • 18.05.2017

  Eiríkur og Hrafn til Hvíta hússins

  Hvíta húsið hefur ráðið til sín Eirík Má Guðleifsson viðskiptastjóra og Hrafn Jónsson hugmynda- og textahönnuð
  Nánar
 • 03.05.2017

  Skipulagsbreytingar og stefnumótun

  Miklar breytingar hafa verið síðustu 18 mánuði hjá Hvíta húsinu. Húsnæði og útlit fyrirtækisins tók stakkaskiptum í kjölfar stefnumótunarvinnu, við fengum jafnlaunavottun VR og breytingar voru gerðar á stjórnskipulagi stofunnar.
  Nánar
 • 01.05.2017

  Meðvitaðar skekkjur í letri

  Emil færir í letur — Það getur stundum verið dálítill munur á því sem sýnist vera rétt og því sem er alveg rétt. Hlutir geta virst ójafnir í lögun af því að þeir eru jafnir og til að leiðrétta þá meintu ójöfnu eru þeir viljandi hafðir ójafnir.
  Nánar
 • 24.04.2017

  Hreyfimyndagerð og 12 reglur hennar

  Hreyfimyndagerð nýtur sívaxandi vinsælda innan auglýsingageirans, enda frábær leið til að koma skilaboðum til neytandans á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt.
  Nánar
 • 03.04.2017

  ... og auglýsingamiðill ársins er?

  Hlutdeild netbirtinga á heimsvísu mun aukast um 13% árið 2017 og þar með fara fram úr hlutdeild sjónvarpsbirtinga í fyrsta sinn, skv. Zenith.
  Nánar
 • 01.04.2017

  Um stafabil og lígatúra

  Emil færir í letur — Í texta, sem verður til við innslátt í tölvu er búið að huga að því að misbreiðir stafir þurfa mismikið pláss. Í lógóum, stórum fyrirsögnum, plakötum og fleiru þarf hið vökula auga þó oft að koma við sögu enda ekki sjálfgefið að öll stafabil séu sjálfkrafa eins og best verður á kosið.
  Nánar
 • 03.03.2017

  Gló herferðin er einlæg og áræðin

  Við lögðum á borðið djarfa og framsækna hugmynd fyrir mögulegan kúnna fyrir einhverju síðan. Þessi hugmynd er nú orðin að auglýsingaherferð og mögulegi kúnninn er orðinn að raunverulegum.
  Nánar