Við erum öll í sjávarútvegi

Edda Kentish

Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.

Okkur á Hvíta húsinu finnst þetta frábær samkoma sem ætti allt það besta skilið enda höfum við verið fastagestir á ráðstefnunni allt frá upphafi. Þess vegna ákváðum við að bjóða aðstandendum hennar aðstoð okkar og sérfræðiþekkingu núna í sumar, þegar níunda ráðstefnan stóð fyrir dyrum.  Niðurstaðan var sú að Hvíta húsið gerðist styrktaraðili Sjávarútvegsráðstefnunnar næstu þrjú árin.

Bjarki Lúðvíksson hönnuður tók útlit ráðstefnunnar í gegn, og endurhannaði kynningarefni hennar með miklum glæsibrag eins og sjá mátti í aðdraganda ráðstefnunar, sem að þessu sinni var haldin í Hörpu 15.–16 nóvember sl. Hér má sjá sýnishorn af vinnu Bjarka fyrir ráðstefnuna.

 

sjavarutvegsradstefna1_flogg

 

sjavarutvegsradstefna3_bok

 

radstefna5_bok

 

sjavarutvegsradstefna4

Hvíta húsið hefur langa reynslu af samvinnu við stór og smá sjávarútvegsfyrirtæki, sem og fyrirtæki sem veita þeim þjónustu á öllum sviðum. Þess vegna var ekki úr vegi að við sjálf værum með bás á ráðstefnunni til að hitta nýja og gamla kunningja. Básinn okkar og kynningarefni benti þeim sem vildu vita hvað við höfum upp á að bjóða.

 

radstefna4_bas

 

radstefna_6

 

radstefna8_vidmot

 

radstefna7_harpa

 

hvitahusbas1

 

hvitahusbas2


 • 09.11.2020

  Heimsþing kvenleiðtoga – sjálfsagt samstarf

  Hvíta húsið er stoltur samstarfsaðili Heimsþings kvenleiðtoga, eða Reykjavík Global Forum – Women Leaders.
  Nánar
 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar