Heimsþing kvenleiðtoga – sjálfsagt samstarf

Egill Viðarsson

Hvíta húsið er stoltur samstarfsaðili Heimsþings kvenleiðtoga, eða Reykjavík Global Forum – Women Leaders. Heimsþingið er vettvangur leiðtoga í öllum greinum til þess að deila þekkingu og auka samráð og samstarf og er runnið undan rifjum íslenskra athafnakvenna sem sáu bæði tækifæri og nauðsyn þess að skapa slíkan vettvang.

Viðburður ársins verður á vefnum þann 9-11 nóvember en að auki verða fámennir fundir haldnir í sendiráðum og ræðismannaskrifstofum Íslands um allan heim. Áherslan að þessu sinni er að móta aðgerðir sem snúa að sjálfbærni og geta stuðlað að framþróun og úrbótum um allan heim.

Heimsfaraldurinn hefur glögglega leitt í ljós að þörf er á leiðtogahæfileikum kvenna sem og samvinnu þeirra í ákvarðanatöku. Konur verða fyrir meiri neikvæðum áhrifum af faraldrinum en karlar, en kvenleiðtogar heimsins vinna nú þegar ötullega að áhrifaríkum lausnum og uppbyggingunni sem tekur við. Hvíta húsið er meðvitað um nauðsyn þess að koma umbótum í verk og útfæra raunhæfar aðgerðir sem styðja við framgang og jöfn tækifæri stúlkna og kvenna, bæði á stóra sviðinu og hér heima. Jafnrétti er ekki að fullu náð og heimurinn hefur ekki efni á að láta það reka á reiðanum lengur.

Það er okkur því í senn mikilvægt og skylt að leggja okkar af mörkum, bæði í orði og á borði.

Hvíta húsið hefur starfað eftir virkri jafnréttisáætlun frá árinu 2016. Síðan þá höfum við markvisst unnið að því að auka vægi kvenna í öllum deildum stofunnar, ekki síst í kjölfar könnunar sem gerð var á meðal aðila að Sambandi íslenskra auglýsingastofa árið 2016, en þar var staðfest sem öllum var ljóst – að verulega hallaði á hlut kvenna. Stjórn Hvíta hússins er því skipuð bæði konum og körlum í samræmi við lög, stjórnendur eru til jafns konur og karlar, og einnig lykilstarfsmenn. Við erum því framarlega í okkar geira hvað jafnrétti varðar, en mikilvægt er að enginn sofni á verðinum og að jafnréttismálum verði fylgt vel úr hlaði, einkum þegar sú ógn sem við nú búum við hefur meiri og verri áhrif á konur.

Við getum því með sanni sagt að þátttaka okkar í Heimsþingi kvenleiðtoga skipti okkur máli.


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar