Hvíta húsið tekur stakkaskiptum

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í húsnæði Hvíta hússins í Brautarholti. Starfsfólkið flutti allt út og niður um eina hæð á vetrarsólhvörfum í vetur og hírðist í bráðabirgðahúsnæði allt þar til á vorjafndægrum að flutt var upp aftur. Á meðan á þessu stóð vann her iðnaðarmanna hörðum höndum við að rífa allt innan úr húsnæðinu og byggja upp á nýtt. Núna í byrjun sumars opnum við nýjan vef og opinberum formlega nýja ásýnd.

Nýtt merki

Nýja merkið okkar hefur verið að koma í ljós smátt og smátt á samskiptamiðlum og hefur vakið talsverða lukku. Hönnuður nýja merkisins er Gunnar Þór Arnarson, hönnunarstjóri Hvíta hússins. Gunni hefur teiknað fjöldamörg merki í gegnum tíðina og eru þau eins fjölbreytt og þau eru mörg. Nýtt merki Hvíta hússins sker sig þó nokkuð úr því það er handunnið með bleki á pappír og hefur á sér yfirbragð skrautskriftar (calligraphy). Fjallað er nánar um merkið hér.

„Nýtt“ húsnæði

Nú er að ljúka endurinnréttingu húsnæðis Hvíta hússins í Brautarholti. Húsnæðið hafði verið óbreytt um nokkuð langt skeið og við vorum flest orðin dálítið þreytt á því eins og það var. Því var fréttum af breytingum tekið fagnandi og allir voru tilbúnir að láta það yfir sig ganga að fara í bráðabirgðahúsnæði meðan á breytingum stóð.

Eftir breytingar er teiknistofan okkar bjartari en áður og með nýju skipulagi og húsgögnum rúmumst við betur. Eldhúsið okkar fékk stórfenglega yfirhalningu og skrifstofur og fundaherbergi eru opnari og bjartari en fyrr. Sumsé: Bjart framundan.

Nú eru 55 ár síðan stofunni var komið á fót og var talsvert mið tekið af því í endurmörkuninni og endurinnréttingu húsnæðisins. Litið var um öxl og efnisval og innréttingar látnar vísa til fortíðar þó útfærslan og frágangurinn sé nokkuð tímalaus.


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar