ÍMARK tilnefningar Hvíta hússins

Hvíta húsið fékk sex tilnefningar fyrir fimm verkefni í ÍMARK að þessu sinni. Hér er smá upprifjun á þessum skemmtilegu verkefnum sem við erum ákaflega stolt af.

 
Blóðskimun til bjargar – Háskóli Íslands

Rannsókn Sigurðar Yngva Kristinssonar og samstarfsfólks hans á mergæxlum og forstigi þess er stærsta vísindarannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Til að hún nái tilætluðum árangri þurfti a.m.k. 70.000 íslendingar 40 ára og eldri að taka þátt. Það náðist og gott betur, því þegar kynningarherferðinni lauk höfðu 81 þúsund manns, um 55% þeirra sem boðin var þátttaka, gefið samþykki sitt. Þetta er einsdæmi á Íslandi og að öllum líkindum í heiminum. Blóðskimunarherferðin er tilnefnd til Árunnar.

Allir eru Ligeglad – Veitur
Þegar Veitur báðu okkur að hjálpa sér að kynna nýja og einfalda leið til að skila inn álestri af rafmagns- og heitavatnsmælum snerumst við í nokkra hringi áður en við duttum niður á það snjallræði að fá Ligeglad-hópinn í samstarf og fara alla leið undir radarinn með herferðina. Afraksturinn skilaði tilnefningu í flokkum herferða og kvikmyndaðra auglýsinga.
 
Rauðakrossbúðirnar og stjórnarmyndun
Meðan Íslendingar biðu frétta af gangi stjórnarmyndunarviðræðna bjuggum við til efni um Rauðakrossbúðirnar fyrir Facebook Canvas. Þar gat fólk leikið sér að því að para saman fatastíl ólíkra stjórnmálaleiðtoga um leið og við minntum á að allir geta kosið sínar flíkur með góðri samvisku hjá Rauða krossinum, hvað sem fólk kýs í kjörklefanum. Auglýsingin er tilnefnd í flokki vefauglýsinga.
 
Hverfið mitt – Reykjavíkurborg
Hin árlega hverfakosning Reykvíkinga er orðin ágætlega þekkt stærð í dagatalinu og að þessu sinni beindum við athyglinni að ýmsum verkefnum sem kosningin hefur komið í framkvæmd og blasa við í borginni, um leið og við vildum auka þátttöku yngra fólks. Efnið er tilnefnt í flokki almannaheillaauglýsinga.
 
Týnt kort – Arion banki
Ný aðgerð í Arion appinu, að frysta kreditkortið sitt ef það týnist eða hverfur og virkja það svo aftur þegar það finnst. Við létum framleiða kort sem litu tilsýndar út eins og kreditkort, og dreifðum þeim á fjölfarna staði. Á kortunum voru síðan upplýsingar um nýju aðgerðina. Kortin okkar eru tilnefnd í flokki umhverfisauglýsinga og viðburða.

 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar
 • 22.06.2018

  Samgöngustofa: Bara einn er einum of mikið

  Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni. En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.
  Nánar
 • 21.06.2018

  VR: Kulnun í starfi

  Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur. Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið.
  Nánar
 • 16.06.2018

  Veitur: Stóra stundin!

  Sumarið 2016 urðu ákveðin vatnaskil í íslenskri knattspyrnusögu, eins og við vitum. Við það tilefni birtu Veitur þessa mynd sem sýndi svart á hvítu (eða blátt á bláu) hvernig þjóðin háttaði klósettferðum sínum í leik Íslands og Frakklands.
  Nánar
 • 28.03.2018

  Internet of Things

  Sum ykkar gætuð hafa heyrt um Internet of Things eða IoT. Í sífellt nettengdara samfélagi þýðir það að fleiri og fleiri hlutum eru til dæmis gefin stafræn skynfæri sem síðan deila upplýsingum yfir Internetið og geta endað í annaðhvort hlutgerðum eða stafrænum aðgerðum.
  Nánar