ÍMARK tilnefningar Hvíta hússins

Hvíta húsið fékk sex tilnefningar fyrir fimm verkefni í ÍMARK að þessu sinni. Hér er smá upprifjun á þessum skemmtilegu verkefnum sem við erum ákaflega stolt af.

 
Blóðskimun til bjargar – Háskóli Íslands

Rannsókn Sigurðar Yngva Kristinssonar og samstarfsfólks hans á mergæxlum og forstigi þess er stærsta vísindarannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Til að hún nái tilætluðum árangri þurfti a.m.k. 70.000 íslendingar 40 ára og eldri að taka þátt. Það náðist og gott betur, því þegar kynningarherferðinni lauk höfðu 81 þúsund manns, um 55% þeirra sem boðin var þátttaka, gefið samþykki sitt. Þetta er einsdæmi á Íslandi og að öllum líkindum í heiminum. Blóðskimunarherferðin er tilnefnd til Árunnar.

Allir eru Ligeglad – Veitur
Þegar Veitur báðu okkur að hjálpa sér að kynna nýja og einfalda leið til að skila inn álestri af rafmagns- og heitavatnsmælum snerumst við í nokkra hringi áður en við duttum niður á það snjallræði að fá Ligeglad-hópinn í samstarf og fara alla leið undir radarinn með herferðina. Afraksturinn skilaði tilnefningu í flokkum herferða og kvikmyndaðra auglýsinga.
 
Rauðakrossbúðirnar og stjórnarmyndun
Meðan Íslendingar biðu frétta af gangi stjórnarmyndunarviðræðna bjuggum við til efni um Rauðakrossbúðirnar fyrir Facebook Canvas. Þar gat fólk leikið sér að því að para saman fatastíl ólíkra stjórnmálaleiðtoga um leið og við minntum á að allir geta kosið sínar flíkur með góðri samvisku hjá Rauða krossinum, hvað sem fólk kýs í kjörklefanum. Auglýsingin er tilnefnd í flokki vefauglýsinga.
 
Hverfið mitt – Reykjavíkurborg
Hin árlega hverfakosning Reykvíkinga er orðin ágætlega þekkt stærð í dagatalinu og að þessu sinni beindum við athyglinni að ýmsum verkefnum sem kosningin hefur komið í framkvæmd og blasa við í borginni, um leið og við vildum auka þátttöku yngra fólks. Efnið er tilnefnt í flokki almannaheillaauglýsinga.
 
Týnt kort – Arion banki
Ný aðgerð í Arion appinu, að frysta kreditkortið sitt ef það týnist eða hverfur og virkja það svo aftur þegar það finnst. Við létum framleiða kort sem litu tilsýndar út eins og kreditkort, og dreifðum þeim á fjölfarna staði. Á kortunum voru síðan upplýsingar um nýju aðgerðina. Kortin okkar eru tilnefnd í flokki umhverfisauglýsinga og viðburða.

 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar