Innri markaðssetning

Markaðsráðgjafi

Elín Helga

Markaðsráðgjafi

Markaðsmál hafa breyst gríðarlega mikið síðustu ár og fyrirtæki vita að það dugar ekki að ætla að ýta skilaboðum að viðskiptavinum þegar þeim hentar, á þann hátt sem þeim hentar, eins og gert var áður fyrr. Í dag vilja viðskiptavinir geta náð í þær upplýsingar sem þá vantar þegar þeir þurfa og fyrirtækin segjast „hlusta á viðskiptavini“ því þau vilji laga sig að þörfum þeirra. Þessi breyting á samskiptum fyrirtækja og viðskiptavina er kölluð breytingin frá push yfir í pull markaðssetningu. Hefur sams konar breyting átt sér stað í innri markaðssetningu? Gefa fyrirtæki sér tíma til þess að leyfa starfsmönnum að vera virkir þátttakendur í því markaðsstarfi sem á sér stað hjá fyrirtækinu? Eru starfsmenn/framlínan álitnir hluti af markaðsaðgerðum sem beint er að viðskiptavinum? Það hefur sýnt sig að þegar mannauðs- og markaðsdeildir gefa sér tíma og vinna saman að því að virkja starfsmenn – kynna þeim markmið markaðsstarfsins, hvernig þau fallað að markmiðum fyrirtæksins og hjálpa starfsmönnum að finna hvernig þeir geta átt hlutdeild í árangri – skilar það betri heildarárangri í sölu- og markaðsstarfi, því starfsmenn verða talsmenn vörunnar/vörumerksisns útávið. Í þessu ferli er mikilvægt að mælikvarðar séu öllum ljósir og starfsmönnum sé reglulega sýnt hverju aðgerðirnar eru að skila.

Innra markaðsstarf er langtímaverkefni sem stundum er ekki beintengt ytri markaðsaðgerðum. Það á við þegar um stefnuinnleiðingu er að ræða, þegar ákveðinnar hugsunar og hegðunar er krafist af starfsmönnum og stjórnendur vilja sjá menningarbreytingu í fyrirtækinu vegna nýrra gilda og framtíðarsýnar. Í þessum tilvikum er verið að krefjast þess að starfsmenn gangi í takt hvað varðar vinnuaðferðir og framkomu við viðskiptavini. Að skrifa stefnu fyrirtækja er einfalt verkefni miðað við innleiðingu stefnunnar og sem getur tekið marga mánuði jafnvel nokkur ár. Og þó flestir starfmenn geti þulið upp gildin þýðir það ekki að innleiðingin hafi tekist. Starfsmenn þurfa að finni að stefnan snúist um þá, þeir finni hlutverk sitt í stefnubreytingunni og það sé stöðugt verið að fylgjast með árangursmælikvörðum og þeim ljóst hvernig gengur. Það þarf líka að hafa í huga, að ef starfsmaður er ekki að haga sér samkvæmt stefnunni, þá sé fyrst skoðað hvort aðferðirnar við innleiðingu séu að virka, hvort millistjórnendur séu nægilega vel þjálfaðir til þess að virkja sína undirmenn áður en spjótunum er beint að starfsmanninum sjálfum. 


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar