Kassalaga letur

Hönnuður

Emil

Hönnuður

Emil færir í letur — Í þessum leturpistli ætla ég að að fjalla um tvær nokkuð vinsælar og töffaralegar leturgerðir sem gjarna eru látnar standa fyrir staðfestu, völd, tækni og peninga, sem allt eru nokkuð karlmannleg gildi. Hér er um að ræða letrin Eurostile og Bank Gothic sem bæði voru teiknuð á síðustu öld. Galdurinn á bak við þessi letur er sá að í stað hringlaga forma í stöfum eins og O, G og C eru notuð rúnnuð kassalaga form. Sveigðar línur í stöfum eins og S og R eru einnig þvingaðar í þessa kassalögun þannig að útkoman er letur með sterkum einsleitum einkennum og nútímalegum blæ. Þessi letur eru ekki hugsuð sem lestrarletur í löngum textum en eru hinsvegar mikið notuð uppsláttarletur í kvikmyndaplakötum, bókarkápum, umbúðum, lógóum og þess háttar þar sem menn vilja umfram annað vera kúl en ekki mjög hip.

 

Leturtýpan Bank Gothic og umfjöllun um hana

Bank Gothic er teiknað árið 1930 og er því nokkuð gamalt miðað hvað það er nútímalegt. Upphaflega var það bara teiknað sem hástafaletur en síðar bættust lágstafirnir við - þeir sjást að vísu mjög sjaldan. Tvö smáatriði einkenna þetta letur umfram önnur svipuð: Rúnnuðu hornin eru bara á ytra byrðinu sem þýðir að gatið í O-inu er alveg kassalaga. Lóðréttir strikendar í er skáskornir í stöfum eins og S, J og G, þetta sést betur í bold útgáfunni en í grennri regular gerðinni. 

 

Eurostile er ungt letur og ein af frægustu leturgerðum síðustu aldar


Eurostile er öllu yngra eða frá árinu 1962. Rétt eins og Bank Gothic var það upphaflega hugsað sem hástafaletur en lágstafirnir bættust þó fljótlega við. Þetta er eitt af frægustu leturgerðum sem komu fram á seinni hluta 20. aldar og fellur vel að moderne hönnun. Eurostile fjölskyldan er nokkuð stór því til eru þunnar útgáfur og feitar, togaðar, þjappaðar og hallandi. Notkunarmöguleikarnir eru því miklir.

Það er auðvelt að finna dæmi þar sem þessi letur koma fyrir. Bank Gothic kom reyndar frekar lítið við sögu þar til grafíski geirinn tók það upp á sína arma undir lok 20. aldar. KB-banki / Kaupþing notaði t.d. Bank Gothic og kannski tilviljun að það var einnig notað í hrunmyndinni Maybe I should haveScience fiction geirinn keppist við að nota þessi letur í sínum kvikmyndaplakötum og bókarkápum. Eurostile er vinsælt hjá löggunni víða um heim og er t.d. áberandi á breskum löggubílum. Veðurfréttir Sjónvarpsins státa af Eurostile, sem er reyndar ekki mjög heppilegt því erfitt getur verið að greina á milli tölustafana 6, 8 og 9. Fleira mætti týna til og ekki endilega í sama dúr. Þeir sem eiga smábörn kannast sjálfsagt við Stoðmjólkina frá MS en þar er eingöngu notað Eurostile og Bank Gothic (hugsanlega á bloggarinn sjálfur þar einhvern hlut að máli)

 


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar