Settu svip á umhverfið

Egill Viðarsson

Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.

Við básahönnun þarf að leggja áherslu á skýra grunnhugmynd sem fangar auga og ímyndunarafl. Gott er að bjóða gestum að prófa eitthvað, gera eitthvað. Gjarnan eitthvað sem ólíklegt er að þeir hafi prófað áður. Og auðvitað þarf kjarni starfseminnar sem verið er að kynna að vera í forgrunni eða undirbyggja það hvað er sýnt og hvað er sagt.

Hönnun á básum og umhverfisgrafík gefur hönnuðum tækifæri til að sleppa hugarfluginu lausu. Hönnuðirnir okkar elska þessi verkefni og við tökum þeim fagnandi.

Hér má sjá nokkur dæmi um hvernig við höfum leyst þessa þraut í nokkur eftirminnileg skipti.

 

ICELAND GEOTHERMAL CONFERENCE í Hörpu
Orkuveita Reykjavíkur

Gestir gátu „kíkt í kring um sig“ með VR-gleraugum og upplifað hávaðann og kraftinn í borholunni.

Orkuveita Reykjavíkur með bás á Iceland Geothermal Conference í Hörpu

Orkuveita Reykjavíkur með bás á Iceland Geothermal Conference í Hörpu

 


Sjávarútvegssýning í Fífunni
Sjóvá

Athygli gesta fönguð með dramatísku slysi við höfnina.

Sjóvá með bás á sjávarútvegssýningu í Fífunni

Sjóvá með bás á sjávarútvegssýningu í Fífunni

Sjóvá með bás á sjávarútvegssýningu í Fífunni

 


Flugstöðin í Keflavík
ISAVIA

Flugfarþegar minntir á vöruúrval í Fríhöfninni.

Isavia með umhverfismerkingar í flugstöðinni í Keflavík

 

 

Bláfjöll
MS

Skíðafólki boðið upp á heita hressingu.

MS bauð skíðafólki upp á heita hressingu í Bláfjöllum

 


Bílasýning í Fífunni
Sjóvá

Kynning á ólíkum hliðum þjónustu Sjóvár þar sem sami bíllinn sýndi tjónaþjónustu og vegaaðstoð.

Sjóvá með bás á bílasýningu í Fífunni

Sjóvá með bás á bílasýningu í Fífunni

 


Framadagar í Háskóla Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur

Kynning á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, Veitna, ON og Ljósleiðarans. Nemum boðið í 360° ferðalög um fyrirtækin.

Orkuveita Reykjavíkur bauð upp á 360° upplifun á Framadögum HR

Orkuveita Reykjavíkur bauð upp á 360° upplifun á Framadögum HR

 


Strætóskýli
Veitur

Sönn saga af gullfiski sem bjargaðist í fráveituhreinsistöð eftir að hafa verið sturtað niður. Forvitnileg í sjálfu sér og minnir okkur á að henda ekki hverju sem er í klósettið.

Veitur kynnir í strætóskýli sanna sögu af gullfiski sem var sturtað í klósett

 


UT-messa í Hörpu
Pósturinn

Kynning á Póstboxi, sem var nýjung hjá Póstinum. Áhersla lögð á að sýna að að þjónustan er utandyra og því aðgengileg fyrir viðskiptavini allan sólarhringinn.

Pósturinn kynnir Póstboxin á UT-messu í Hörpu

Pósturinn kynnir Póstboxin á UT-messu í Hörpu

Pósturinn kynnir Póstboxin á UT-messu í Hörpu

 


Kvennahlaup
Sjóvá

Átak í söfnun brjóstahaldara og annars nærfatnaðar fyrir konur sem minna mega sín í Afríku.

Sjóvá minnir á söfnun nærfatnaðs fyrir konur sem minna mega sín í Afríku

 


Bílasýning í Fífunni
Askja

Askja með bílasýningu í Fífunni

Askja með bílasýningu í Fífunni

Askja með bílasýningu í Fífunni

 


ATM sýning á Spáni
ISAVIA og Tern Systems

Isavia og Tern Systems með ATM sýningu á Spáni

 


Út um allan bæ
Sjóvá

Hluti af herferðinni „Lífið er ófyrirséð“ þar sem köttur að leika sér með garnhnykil olli margvíslegu tjóni. Með því að koma ketti og hnykli fyrir í almannarými var stutt við skilaboð sjónvarpsauglýsingar.

Sjóvá með umhverfismerkingar um allan bæ sem hluta af „Lífið er ófyrirséð“ herferð


 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar
 • 22.06.2018

  Samgöngustofa: Bara einn er einum of mikið

  Góð vísa er aldrei of oft kveðin, eins og oft er sagt. Það á kannski ekki síst við ,,eftir einn ei aki neinn”, sem ökumenn þessa lands ættu flestir að vera með pikkfast í minni. En það er þetta með vísurnar og sannindin – það þarf að minna reglulega á þau svo mikilvægi boðskapsins gleymist ekki. Þetta árið ákvað Samgöngustofa því að ráðast í vitundarvakningu og rifja þessi ágætu sannindi upp fyrir ökumönnum landsins. Leitað var í minningabankann og gömul herferð, ,,Bara einn er einum of mikið”, rifjuð upp.
  Nánar
 • 21.06.2018

  VR: Kulnun í starfi

  Þegar það var loksins komið að HM kepptust við auglýsendur vitaskuld um að rúlla út meistaraverkum sem mörg hver tóku á fótbolta í einni eða annarri mynd, og er það vel. Fótbolti er almennt skemmtilegur. Við fórum hins vegar aðra leið fyrir VR þetta árið.
  Nánar
 • 16.06.2018

  Veitur: Stóra stundin!

  Sumarið 2016 urðu ákveðin vatnaskil í íslenskri knattspyrnusögu, eins og við vitum. Við það tilefni birtu Veitur þessa mynd sem sýndi svart á hvítu (eða blátt á bláu) hvernig þjóðin háttaði klósettferðum sínum í leik Íslands og Frakklands.
  Nánar
 • 28.03.2018

  Internet of Things

  Sum ykkar gætuð hafa heyrt um Internet of Things eða IoT. Í sífellt nettengdara samfélagi þýðir það að fleiri og fleiri hlutum eru til dæmis gefin stafræn skynfæri sem síðan deila upplýsingum yfir Internetið og geta endað í annaðhvort hlutgerðum eða stafrænum aðgerðum.
  Nánar
 • 14.03.2018

  FÍT tilnefningar Hvíta hússins

  Hvíta húsið fékk fimm tilnefningar í fjórum flokkum í ár.
  Nánar