Settu svip á umhverfið

Egill Viðarsson

Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.

Við básahönnun þarf að leggja áherslu á skýra grunnhugmynd sem fangar auga og ímyndunarafl. Gott er að bjóða gestum að prófa eitthvað, gera eitthvað. Gjarnan eitthvað sem ólíklegt er að þeir hafi prófað áður. Og auðvitað þarf kjarni starfseminnar sem verið er að kynna að vera í forgrunni eða undirbyggja það hvað er sýnt og hvað er sagt.

Hönnun á básum og umhverfisgrafík gefur hönnuðum tækifæri til að sleppa hugarfluginu lausu. Hönnuðirnir okkar elska þessi verkefni og við tökum þeim fagnandi.

Hér má sjá nokkur dæmi um hvernig við höfum leyst þessa þraut í nokkur eftirminnileg skipti.

 

ICELAND GEOTHERMAL CONFERENCE í Hörpu
Orkuveita Reykjavíkur

Gestir gátu „kíkt í kring um sig“ með VR-gleraugum og upplifað hávaðann og kraftinn í borholunni.

Orkuveita Reykjavíkur með bás á Iceland Geothermal Conference í Hörpu

Orkuveita Reykjavíkur með bás á Iceland Geothermal Conference í Hörpu

 


Sjávarútvegssýning í Fífunni
Sjóvá

Athygli gesta fönguð með dramatísku slysi við höfnina.

Sjóvá með bás á sjávarútvegssýningu í Fífunni

Sjóvá með bás á sjávarútvegssýningu í Fífunni

Sjóvá með bás á sjávarútvegssýningu í Fífunni

 


Flugstöðin í Keflavík
ISAVIA

Flugfarþegar minntir á vöruúrval í Fríhöfninni.

Isavia með umhverfismerkingar í flugstöðinni í Keflavík

 

 

Bláfjöll
MS

Skíðafólki boðið upp á heita hressingu.

MS bauð skíðafólki upp á heita hressingu í Bláfjöllum

 


Bílasýning í Fífunni
Sjóvá

Kynning á ólíkum hliðum þjónustu Sjóvár þar sem sami bíllinn sýndi tjónaþjónustu og vegaaðstoð.

Sjóvá með bás á bílasýningu í Fífunni

Sjóvá með bás á bílasýningu í Fífunni

 


Framadagar í Háskóla Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur

Kynning á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, Veitna, ON og Ljósleiðarans. Nemum boðið í 360° ferðalög um fyrirtækin.

Orkuveita Reykjavíkur bauð upp á 360° upplifun á Framadögum HR

Orkuveita Reykjavíkur bauð upp á 360° upplifun á Framadögum HR

 


Strætóskýli
Veitur

Sönn saga af gullfiski sem bjargaðist í fráveituhreinsistöð eftir að hafa verið sturtað niður. Forvitnileg í sjálfu sér og minnir okkur á að henda ekki hverju sem er í klósettið.

Veitur kynnir í strætóskýli sanna sögu af gullfiski sem var sturtað í klósett

 


UT-messa í Hörpu
Pósturinn

Kynning á Póstboxi, sem var nýjung hjá Póstinum. Áhersla lögð á að sýna að að þjónustan er utandyra og því aðgengileg fyrir viðskiptavini allan sólarhringinn.

Pósturinn kynnir Póstboxin á UT-messu í Hörpu

Pósturinn kynnir Póstboxin á UT-messu í Hörpu

Pósturinn kynnir Póstboxin á UT-messu í Hörpu

 


Kvennahlaup
Sjóvá

Átak í söfnun brjóstahaldara og annars nærfatnaðar fyrir konur sem minna mega sín í Afríku.

Sjóvá minnir á söfnun nærfatnaðs fyrir konur sem minna mega sín í Afríku

 


Bílasýning í Fífunni
Askja

Askja með bílasýningu í Fífunni

Askja með bílasýningu í Fífunni

Askja með bílasýningu í Fífunni

 


ATM sýning á Spáni
ISAVIA og Tern Systems

Isavia og Tern Systems með ATM sýningu á Spáni

 


Út um allan bæ
Sjóvá

Hluti af herferðinni „Lífið er ófyrirséð“ þar sem köttur að leika sér með garnhnykil olli margvíslegu tjóni. Með því að koma ketti og hnykli fyrir í almannarými var stutt við skilaboð sjónvarpsauglýsingar.

Sjóvá með umhverfismerkingar um allan bæ sem hluta af „Lífið er ófyrirséð“ herferð


 • 09.11.2020

  Heimsþing kvenleiðtoga – sjálfsagt samstarf

  Hvíta húsið er stoltur samstarfsaðili Heimsþings kvenleiðtoga, eða Reykjavík Global Forum – Women Leaders.
  Nánar
 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar