Um stafabil og lígatúra

Hönnuður

Emil

Hönnuður

Emil færir í letur — Í texta, sem verður til við innslátt í tölvu er búið að huga að því að misbreiðir stafir þurfa mismikið pláss. Í lógóum, stórum fyrirsögnum, plakötum og fleiru þarf hið vökula auga þó oft að koma við sögu enda ekki sjálfgefið að öll stafabil séu sjálfkrafa eins og best verður á kosið. Sumum stöfum hentar ver en öðrum að lenda saman og á það einkum við um nokkra hástafi. Eitt slíkt dæmi er nærtækt okkur því að í nafninu ÍSLAND lenda saman stafirnir L og A þannig að á milli þeirra myndast heill flói sem nánast klýfur orðið í tvennt: ÍSL og AND. Þetta er reyndar mismikið vandamál eftir því hvaða leturgerð er valin. Ef við tökum hið algenga steinskriftarletur Helveticu þá er útkoman beint af skepnunni eins og þessi lengst til vinstri.
Ísland bil
Við þessu má bregðast með því að minnka bilið á milli L og A en einnig má stytta lárétta strikið í ellinu eða hreinlega að steypa stöfunum saman. Önnur leið er sú að auka bilið á milli annarra stafa til mótvægis eða slá á milli eins og það er kallað og mikið stundað þegar kemur að hástafaletri.

2011 bil

Ártalið 2011 er líka frekar slæmt en af einhverjum ástæðum er talan 1 óþarflega plássfrek í mörgum leturgerðum, eins og sést á þessum samanburði hér að ofan sem sýnir ártalið fyrir og eftir lagfæringu.

Lígatúrar
Það er eldgömul hefð úr ritlistinni að slá saman stöfum þegar það þykir fallegra. Bókstafurinn Æ hefur þannig orðið til en svona samsteypur (eða samlímingar) eru yfirleitt kallaðar Ligatures í vestrænum málum. Í prentverki erum við Íslendingar í seinni tíð farnir að sjá meira af svona samsteypum en áður, sérstaklega þegar lágstafa f er fyrir framan bókstafina ijl og t. Reyndar eru bókstafirnir f og tmjög samsteypanlegir við aðra stafi og sjálfa sig einnig (ff tt ft fi fj fl). Hér að neðan má sjá fræga staðhæfingu færða í letur með og án lígatúra:

flatus lifir

Ástæða þess að við hér á landi höfum farið á mis við áðurnefndar letursamsteypur er sú að úrval tákna í hverju letri hefur lengst af ráðist af takmörkum lyklaborðsins. Íslenska stafrófið er í lengra taginu og inniheldur séríslensku stafina: ð og þ. Þegar keyptar voru íslenskar útgáfur af letrum fyrir tölvusetningu var því hreinlega ekkert pláss fyrir algengustu lígatúrana: fi og fl

Á seinni árum hefur komið fram ný gerð af letrum sem innihalda öll sérviskuleg letur vesturlanda og eru þ og ð auðvitað þar á meðal, en í hverju slíku letri er pláss fyrir um 256 tákn. Þessi letur heita OpenType letur og í staðin fyrir að kaupa sérútgáfu fyrir hvert tungumál dugar ein útgáfa fyrir öll lönd og ekkert vesen. Þarna er síðan pláss fyrir ýmsar samsteypur og krúsidúllur að auki. Í nýlegri hönnunarforritum er hægt að ráða hvort þessir lígatúrar koma sjálfkrafa fram eða ekki. Sumum finnst þeir vera framandi og vilja helst ekkert vita af þeim en almennt er hönnuðir hæstánægðir.

Dæmi um lígatíra í letrinu Dolly frá underware.nl

Dæmi um lígatúra í letrinu Dolly frá underware.nl

 

- - - - -

Hafi einhver áhuga í framhaldi af þessu að fá innsýn í störf grafískra hönnuða þá er hér einfaldur leikur sem snýst um stafabil: http://type.method.ac/


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar