Verstu leturgerðirnar

Hönnuður

Emil

Hönnuður

Eins og gengur og gerist með flesta hluti þá njóta leturgerðir mismikillar virðingar ekki síst meðal þeirra sem fást mikið við letur. Þau letur sem njóta þess vafasama heiðurs að teljast meðal þeirra verstu eru þó ekki endilega slæm letur því sum þeirra hafa einfaldlega verið misnotuð eða ofnotuð og þá gjarnan við tækifæri sem hæfa ekki karaktereinkennum letursins. Tíðarandinn breytist líka stöðugt. Það sem eitt sinn þótti meiriháttar smart þykir í dag meiriháttar hallærislegt. Mörg letur hafa síðan einfaldlega komist í slæmudeildina með því að vera svo óheppin að fylgja stýrikerfi tölva og komist þannig í hendur fjölda notenda með misgott auga fyrir smekklegheitum

Letrin átta sem ég nefni hér að neðan eru gjarnan nefnd meðal verstu leturgerða nú á tímum. Hver og einn verður síðan að dæma fyrir sig hvort þau eigi það öll skilið. Mörg önnur letur gætu auðvitað átt heima þarna líka.

Verstuletur

Comic Sans er eiginlega frægasta versta letrið í dag. Það er svo illa liðið að hægt er að fá viðbætur í tölvur sem hreinsa það burt úr tölvunni og til er vefsíða sem heitir ban comic sans. Eins og nafn letursins gefur til kynna er það hugsað til notkunar í gríni hverskonar og þá helst í texta við skrípamyndir. Enginn sem vill láta taka sig alvarlega ætti því að nota þetta letur en því miður hafa margir flaskað á því.

Brush script var teiknað árið 1942. Það hefur talsvert verið notað á allskonar auglýsingaefni í gegnum tíðina en er nú algerlega komið úr móð. Þetta er ágætt dæmi um letur sem alls ekki má nota í hástöfum, ekki frekar en önnur hallandi skriftarletur. Samt sjást oft dæmi um slíka misnotkun.

Hobo hefur sjálfsagt verið elskað á hippaárunum en í dag elska margir að hata þennan font. Sveigðu línurnar eru í anda jugent stílsins frá aldamótunum 1900 en letrið var annars teiknað árið 1910. Hobo er ágætt þegar höfða á til barna og dýra en í öðrum tilfellum ættu menn að hugsa sig tvisvar um.

Marker Felt er helst nothæft þegar markmiðið er að gera eitthvað verulega ódýrt. Við erum því kannski að tala um brunaútsölu.

Zapf Changery er í sjálfu sér ekki slæmt letur í lágstöfum en er auðvitað algerlega bannað í hástöfum öðrum en upphafsstaf. 

Cooper Black er mjög í anda 8. áratugarins en í dag ætti enginn að nota þennan font nema að vera mjög meðvitaður um hvað hann er að gera.

Mistral er mjög óformlegt skriftarletur. Það náði dálitlum vinsældum á 9. áratugnum þegar menn vildu poppa sig aðeins upp.

Arial kemur hér að lokum og er eina steinskriftarletrið í upptalningunni. Það hefur það helst á samviskunni að vera hannað sem skrifstofustaðgengill hins fræga Helvetica leturs án þess að ná elegans fyrirmyndarinnar.

- - - -

Það má hér í lokin minna á þennan frábæra DVD-disk um Bíladaga á Akureyri. Þó ekki væri nema til þess að dást að Mistral letrinu.

Bíladagar

 


 • 17.04.2019

  Góð hugmynda­söfnun

  Við elskum góðar hugmyndir. Þær eru okkar ær og kýr. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að árleg hugmyndasöfnun Reykjavíkurborgar er okkur ákaflega kært og skemmtilegt verkefni.
  Nánar
 • 14.02.2019

  Hvíta húsið heldur út í heim

  Eða svona næstum. Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu. Hvíta húsið er nú aðili að PR og samskiptastofunni FleishmanHillard, sem er með yfir 100 skrifstofur í 30 löndum og getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að ná alþjóðlegum eyrum (og augum).
  Nánar
 • 04.01.2019

  Halldór Guðmundsson

  Í dag kveðjum við í Hvíta húsinu okkar helsta leiðtoga. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn haft eins mikil áhrif á hvernig við hugsum og vinnum og Halldór Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri stofunnar í 35 ár og stjórnarformaður í 12 til viðbótar. Við sendum fjölskyldu Halldórs og vinum hlýja strauma og munum halda áfram að reyna að gera hann stoltan og glaðan með verkum okkar um alla framtíð.
  Nánar
 • 18.12.2018

  Við erum öll í sjávarútvegi

  Sjávarútvegsráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2010 og er einn helsti vettvangur sjávarútvegsfyrirtækja og þeirra sem þjónusta þennan undirstöðuatvinnuveg til að hittast og kynna verk sín og hugmyndir.
  Nánar
 • 10.12.2018

  Myndmerki TERN Systems verðlaunað

  Nýverið hlaut merki sem hannað var hér á Hvíta húsinu verðlaun í WOLDA – Worldwide Logo Design Award.
  Nánar
 • 16.11.2018

  Hvíta húsið tilnefnt til alþjóðlegra auglýsinga­verðlauna

  Auglýsingar Klúbbsins Geysis um geðheilsu hlutu í haust tilnefningu til Global Awards, sem verðlauna framúrskarandi auglýsingar um heilsu og vellíðan. Hvíta húsið var þar í flokki með alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við McCann, Havas og Mullen Lowe.
  Nánar
 • 17.10.2018

  Settu svip á umhverfið

  Bás á ráðstefnu eða vörusýningu – er það ekki svolítið eins og að auglýsa í blaði þar sem eru eintómar auglýsingar? Jú, en samt með þeim fyrirvara að allir (eða flestir) þeir sem sækja slíka viðburði hafa áhuga á því sem verið er að fjalla um. Engu að síður þarf talsvert átak til að fanga athyglina í umhverfi þar sem allir eru að reyna hið sama, jafnvel að tala um sama hlutinn.
  Nánar
 • 10.08.2018

  Er teikning kannski málið?

  Mynd segir meira en þúsund orð. Það eru ekkert margir áratugir síðan „mynd“ þýddi ekki sjálfkrafa „ljósmynd“ í hugum okkar, heldur málverk eða kannski öllu heldur: teikning. Þegar kemur að því að hitta naglann á höfuðið hefur teikningin ennþá oft forskotið sem hún hafði í hellunum þar sem forfeður okkar rissuðu upp myndir af loðfílum og annarri bráð.
  Nánar