Blogg

Hvíta húsið fékk fimm tilnefningar í fjórum flokkum í ár.

 Hvíta húsið fékk fimm FÍT tilnefningar í fjórum flokkum í ár. Fjölbreytt verkefni voru tilnefnd og gaman að sjá hvað dómnefndinni þykir standa upp úr í ár. 

 

Hreyfigrafík

Verkefni: Lake

Hönnuður: Sigrún Hreins

Viðskipta­vin­ur: Renato Diz Trio

 

Tónlistarmyndband fyrir jazzhljómsveitina Renato Diz Trio. Teiknaðar voru upp ýmsar svipmyndir frá mismunandi skálduðum stöðum sem allir áttu það sameiginlegt að vera einmanalegir og yfirgefnir. Ekkert fólk átti að sjást í myndbandinu.

Lake_skjaskot

 

Nem­enda­flokk­ur

Verkefni: Einka­klúbbs­gall­ar

Hönnuður: Rán Ísold Ey­steins­dótt­ir

Viðskipta­vin­ur: Ari­on banki

 

Til þess að vekja áhuga ungs fólks á klúbbnum var hannaður galli merktur „EK, síðan 1992“. 
Tískumótandi áhrifavöldum var boðið að fá gallann og fengu gegn samþykki 
heimsendan galla, sérmerktan með nafni sínu. Þeir birtu mynd af sér í gallanum, 
merkta #EK og #sidan1992. Gallarnir urðu mjög áberandi á samfélagsmiðlum. 
Markmið um niðurhal á EK appinu náðust og gallarnir, sem framleiddir voru
 í takmörkuðu upplagi, urðu vinsælli en framboð leyfði.

 EK_gallar_grar_beige

ek_gallar_ahrifavaldur

 

Op­inn sta­f­rænn flokk­ur

Verkefni: Frystu kortið í Ari­on app­inu

Hönnuðir: Guðmund­ur Dav­id Terrazas og Ágúst Ævar Gunn­ar­son

Viðskipta­vin­ur: Ari­on banki

 

 Fólk getur týnt kortinu sínu á ótrúlegustu stöðum. Í netborðanum var hægt að færa til mynd af einum af þessum stöðum og finna kort sem var týnt. Á meðan kortið var ófundið voru textaskilaboðin „Týnt kort? Frystu það í Arion appinu…“ en þegar kortið fannst breyttust þau í „…og virkjaðu það aftur þegar það finnst.“

 Tynt_kort_bangsar

 

Verkefni: Isa­via — verk­stúd­ía

Hönnuðir: Sigrún Hreins og Sig­hvat­ur Hall­dórs­son

Viðskipta­vin­ur: Isa­via

 

Samantekt á nýrri ásýnd Isavia. Tilgangur myndbandsins er að gefa áhorfandanum innsýn og tilfinningu fyrir heildarútliti fyrirtækisins. Myndbandið er notað í kynningum á fyrirtækinu hér heima og erlendis.

 Isavia_casestudy_mynd

 

Um­hverf­is­grafík

Verkefni: Frystu kortið í Ari­on app­inu

Hönnuðir: Guðmund­ur Dav­id Terrazas og Guðmundur Þór Kárason

Viðskipta­vin­ur: Ari­on banki

 

Tilgangurinn var að vekja athygli á nýrri aðgerð í Arion appinu: að hægt væri að frysta týnd kort í appinu og virkja þau þegar þau finnast.

 Við fylltum holrýmið í strætóskýlunum af tuskudýrum, töskum og fatnaði (kunnuglegir staðir sem kort eiga til að týnast í) og settum raunverulegt kreditkort þar inn á milli.

 tynt_kort_straetoskyli

 tynt_kort_uppsettning_a_skyli


Í boði hússins//
Í boði hússins//
Kynningarherferðin Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hlaut í dag Áruna, verðlaun ÍMARK fyrir árangursríkustu herferð ársins. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Hvíta húsið vinnur Áruna.

Kynningarherferðin Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hlaut í dag Áruna, verðlaun ÍMARK fyrir árangursríkustu herferð ársins. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Hvíta húsið vinnur Áruna. 

Rannsókn Sigurðar Yngva er sú umfangsmesta sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Tilgangur hennar er að leggja mat á hvort fýsilegt sé að skima fyrir frostigi mergæxlis, sem er tegund krabbameins. Forsenda þess að ráðist yrði í rannsóknina var að um 70.000 Íslendinga, 40 ára og eldri, gæfu samþykki fyrir þátttöku. Það var því mikið í húfi að herferðin skilaði árangri. Þegar upp var staðið höfðu ríflega 80.000 manns veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku, eða um 55% markhópsins, sem er einsdæmi á heimsvísu hvað varðar rannsóknir af þessu tagi. 

„Við erum hæstánægð með þetta samstarf og himinlifandi yfir árangrinum,“ segir Sigurður Yngvi. „Samstarfið var mjög þétt og faglegt, og ein ástæða þess að okkur tókst svona vel upp er hvað mikið var lagt í undirbúning herferðarinnar, vel fylgst með hvernig gengi og hvað tókst að bregðast hratt og vel við og stilla herferðina af til að ná til sem flestra.“

Við þökkum Aton, Loftfarinu, Sigurði Inga og teymi hans fyrir frábært samstarf í þessu mikilvæga verkefni.

Skoða verkefni

 


Hvíta húsið fékk sex tilnefningar fyrir fimm verkefni í ÍMARK að þessu sinni. Hér er smá upprifjun á þessum skemmtilegu verkefnum sem við erum ákaflega stolt af.

Hvíta húsið fékk sex tilnefningar fyrir fimm verkefni í ÍMARK að þessu sinni. Hér er smá upprifjun á þessum skemmtilegu verkefnum sem við erum ákaflega stolt af.

 
Blóðskimun til bjargar – Háskóli Íslands

Rannsókn Sigurðar Yngva Kristinssonar og samstarfsfólks hans á mergæxlum og forstigi þess er stærsta vísindarannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Til að hún nái tilætluðum árangri þurfti a.m.k. 70.000 íslendingar 40 ára og eldri að taka þátt. Það náðist og gott betur, því þegar kynningarherferðinni lauk höfðu 81 þúsund manns, um 55% þeirra sem boðin var þátttaka, gefið samþykki sitt. Þetta er einsdæmi á Íslandi og að öllum líkindum í heiminum. Blóðskimunarherferðin er tilnefnd til Árunnar.

Allir eru Ligeglad – Veitur
Þegar Veitur báðu okkur að hjálpa sér að kynna nýja og einfalda leið til að skila inn álestri af rafmagns- og heitavatnsmælum snerumst við í nokkra hringi áður en við duttum niður á það snjallræði að fá Ligeglad-hópinn í samstarf og fara alla leið undir radarinn með herferðina. Afraksturinn skilaði tilnefningu í flokkum herferða og kvikmyndaðra auglýsinga.
 
Rauðakrossbúðirnar og stjórnarmyndun
Meðan Íslendingar biðu frétta af gangi stjórnarmyndunarviðræðna bjuggum við til efni um Rauðakrossbúðirnar fyrir Facebook Canvas. Þar gat fólk leikið sér að því að para saman fatastíl ólíkra stjórnmálaleiðtoga um leið og við minntum á að allir geta kosið sínar flíkur með góðri samvisku hjá Rauða krossinum, hvað sem fólk kýs í kjörklefanum. Auglýsingin er tilnefnd í flokki vefauglýsinga.
 
Hverfið mitt – Reykjavíkurborg
Hin árlega hverfakosning Reykvíkinga er orðin ágætlega þekkt stærð í dagatalinu og að þessu sinni beindum við athyglinni að ýmsum verkefnum sem kosningin hefur komið í framkvæmd og blasa við í borginni, um leið og við vildum auka þátttöku yngra fólks. Efnið er tilnefnt í flokki almannaheillaauglýsinga.
 
Týnt kort – Arion banki
Ný aðgerð í Arion appinu, að frysta kreditkortið sitt ef það týnist eða hverfur og virkja það svo aftur þegar það finnst. Við létum framleiða kort sem litu tilsýndar út eins og kreditkort, og dreifðum þeim á fjölfarna staði. Á kortunum voru síðan upplýsingar um nýju aðgerðina. Kortin okkar eru tilnefnd í flokki umhverfisauglýsinga og viðburða.

 • Elín Helga tilnefnd til stjórnenda­verðlauna

  Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, annar framkvæmdastjóra Hvíta hússins, er tilnefnd til stjórnendaverðlauna Stjórnvísi 2018. Verðlaunin eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem skara framúr á sínu sviði og er ætlað að „vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur."
  Nánar
 • 5 bestu auglýsingar Ofurskálarinnar 2018

  Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins fór fram í fimmtugasta og annað skiptið í gær. Tom Brady mistókst að vinna sinn sjötta meistaratitil þrátt fyrir að hafa mætt klæddur eins og aðalpersónan í hollenskri Terminator-endurgerð og Prins var varpað upp á risavaxið lak meðan Justin Timberlake þóttist spila á píanó. Leikurinn þótti hin besta skemmtun, en við höfðum auðvitað miklu meiri áhuga á því sem gerðist milli þess sem blásið var í flautuna; auglýsingunum!
  Nánar
 • Ofurskálin - dýrustu sekúndur auglýsingaheimsins

  4. febrúar nk. fer fram stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en þá keppa Philadelphia Eagles og New England Patriots til úrslita í NFL deildinni um Ofurskálina eða Super Bowl. Keppnin er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og auglýsingaplássin eftirsótt og nota mörg stóru fyrirtækjanna þarlendis tækifærið til að frumsýna nýjar auglýsingar í þessu plássi.
  Nánar
 • Breytingar á fréttaveitu Facebook

  Facebook er alltaf að breyta og prófa sig áfram. Í dag kom tilkynning frá Mark Zuckerberg að breytingar á fréttaveitunni (e. News feed) væru í vændum. Til stendur að draga úr sýnileika og náttúrulegri dreifingu á efni frá fyrirtækjum og fréttasíðum. Facebook mun líka gera meiri kröfur til þess efnis sem fyrirtæki senda frá sér.
  Nánar
 • Alls konar fyrir alla um jólin

  Það ætti engum að leiðast inniveran í desember. Nú keppast sjónvarpsstöðvarnar við að auglýsa hátíðardagskrána sem er glæsileg að vanda. Það er tilvalið að kasta jóla- og áramótakveðju á landann í sjónvarpi í kringum hátíðirnar. Dagskráin býður upp á eitthvað fyrir alla og nær til hins klassíska markhóps ALLIR.
  Nánar
 • Hönnuðir Hvíta hússins hljóta WOLDA viðurkenningar

  Við erum ótrúlega stolt af því að tveir af hönnuðum okkar, Bjarki Lúðvíksson og Stefán Einarsson, hafi hlotið viðurkenningu frá hinum alþjóðlegu WOLDA (The Worldwide Logo Design Annual) verðlaunum fyrir hönnun á firmamerkjum Isavia og Náttúruminjasafns Íslands. WOLDA gefur árlega út bók með þeim firmamerkjum sem verðlaunuð voru það árið og birtast verk Bjarka og Stefáns í flokknum Outstanding individual achievement (framúrskarandi árangur einstaklings).
  Nánar
 • Facebook Explore Feed

  Facebook er þessa dagana að prófa sig áfram með breytingar á fréttaveitunni sem þeir kalla Explore feed. Þessi mögulega breyting hefur valdið skjálfta hjá markaðsfólki, sérstaklega erlendis, sem telur að hún tákni endalok náttúrulegrar dreifingar (e. organic reach) á efni frá fyrirtækjum.
  Nánar
 • 8 atriði sem hjálpa þér að ná árangri í myndbandsherferðum

  Notkun myndbanda í markaðsherferðum á netinu mun fá miklu meira vægi á komandi árum. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Instagram, Pinerest, Twitter og LinkedIn hafa lagt meiri áherslu á myndbönd á miðlunum sínum. Við förum hér yfir 8 atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að ná árangri í myndbandsherferðum.
  Nánar