Blogg

Í boði hússins//
Í boði hússins//
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, annar framkvæmdastjóra Hvíta hússins, er tilnefnd til stjórnendaverðlauna Stjórnvísi 2018. Verðlaunin eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem skara framúr á sínu sviði og er ætlað að „vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur."
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, annar framkvæmdastjóra Hvíta hússins, er tilnefnd til stjórnendaverðlauna Stjórnvísi 2018. Verðlaunin eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem skara framúr á sínu sviði og er ætlað að „vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur.“ 
 
Tilkynnt verður um verðlaunahafa 28. febrúar og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenda þremur sigurvegurum verðlaunin á Grand hótel.
 
Við á Hvíta húsinu erum ákaflega stolt af þessari verðskulduðu tilnefningu Elínar Helgu og óskum henni hjartanlega til hamingju.

 


Hrafn Jónsson//Hugmynda- og textasmiður
Hrafn Jónsson//Hugmynda- og textasmiður
Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins fór fram í fimmtugasta og annað skiptið í gær. Tom Brady mistókst að vinna sinn sjötta meistaratitil þrátt fyrir að hafa mætt klæddur eins og aðalpersónan í hollenskri Terminator-endurgerð og Prins var varpað upp á risavaxið lak meðan Justin Timberlake þóttist spila á píanó. Leikurinn þótti hin besta skemmtun, en við höfðum auðvitað miklu meiri áhuga á því sem gerðist milli þess sem blásið var í flautuna; auglýsingunum!
Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins fór fram í fimmtugasta og annað skiptið í gær. Tom Brady mistókst að vinna sinn sjötta meistaratitil þrátt fyrir að hafa mætt klæddur eins og aðalpersónan í hollenskri Terminator-endurgerð og Prins var varpað upp á risavaxið lak meðan Justin Timberlake þóttist spila á píanó. Leikurinn þótti hin besta skemmtun, en við höfðum auðvitað miklu meiri áhuga á því sem gerðist milli þess sem blásið var í flautuna; auglýsingunum!
 
Það er löngu orðin hefð fyrir því að birta stærstu og flottustu sjónvarpsauglýsingar ársins í auglýsingahléum Skálarinnar. Eftirvæntingin og eftirspurnin er það mikil að sumir auglýsendur eru meira að segja byrjaðir að birta stuttar stiklur fyrir stóru auglýsingarnar í aðdragandanum. Það er áætlað að yfir 110 milljón manns hafi horft á leikinn í ár, um þriðjungur bandarísku þjóðarinnar, og því kannski ekki skrítið að hvert 30 sekúndna auglýsingahólf hafi kostað yfir 500 milljónir eins og við sögðum frá fyrir stuttu.

 

Hér eru nokkrar af þeim auglýsingum sem okkur fannst standa upp úr í ár.

1. Tide

Þvottaefnisrisinn Tide gerði auglýsingar um auglýsingar. Mjög, mjög margar auglýsingar um auglýsingar. Hugmyndin var að allar auglýsingar sem birtust væru í raun Tide auglýsingar því að allir sem birtust í auglýsingum væru í hreinum fötum. Ótrúlegt en satt þá virkaði þetta.

2. Ástralski ferðamannaiðnaðurinn

Síðustu vikur hefur verið orðrómur uppi um að það væri ný Crocodile Dundee mynd á leiðinni þar sem grínistinn Danny McBride mundi leika son þessarar áströlsku goðsagnar ásamt Chris Hemsworth, Hugh Jackman, Margot Robbie, Russell Crowe, Isla Fisher, Ruby Rose, Liam Hemsworth og fleirum. Það kom á daginn að þetta voru bara frekar klókar auglýsingar fyrir ástralska ferðamannaiðnaðinn.

3. Doritos og Mountain Dew

Peter Dinkalage og Morgan Freeman lyp-synca gamla smelli frá Busta Rhymes og Missy Elliott. Hljómar ekkert sérstaklega vel, en frábær framkvæmd getur styrkt frekar slaka hugmynd.

4. Toyota

Frá því fyrsti hellisbúinn veiddi fyrsta mammútinn hafa hetjusögur verið okkur innblástur. Það er nákvæmlega ekkert frumlegt við að tengja Toyotur við fatlaða afreksíþróttakonu. Svo það stendur allt og fellur með útfærslunni. Og stendur.

5. Amazon

Brilljant áramótaskaupsskets. Það er nú aldeilis viðeigandi á svona tímamótum. 
 
Go Eagles!

4. febrúar nk. fer fram stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en þá keppa Philadelphia Eagles og New England Patriots til úrslita í NFL deildinni um Ofurskálina eða Super Bowl. Keppnin er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og auglýsingaplássin eftirsótt og nota mörg stóru fyrirtækjanna þarlendis tækifærið til að frumsýna nýjar auglýsingar í þessu plássi.

4. febrúar nk. fer fram stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en þá keppa Philadelphia Eagles og New England Patriots til úrslita í NFL deildinni um Ofurskálina eða Super Bowl.  Keppnin er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna og auglýsingaplássin eftirsótt og nota mörg stóru fyrirtækjanna þarlendis tækifærið til að frumsýna nýjar auglýsingar í þessu plássi. Fyrirtækin geta verið nokkuð viss um að einhverjir sjái auglýsingarnar þeirra því í fyrra voru um 172 milljónir manna sem horfðu á keppnina.

Það er síður en svo gefið að auglýsa í þessum stórviðburði en til að koma á framfæri einni 30 sek auglýsingu þarftu að punga út litlum 516 milljónum íslenskra króna. Einhverjir myndu þó segja að þetta væri gjöf en ekki gjald þar sem snertiverðið* er rétt um 3 krónur en til samanburðar þá er snertiverðið fyrir Ármótaskaupið, sem er með svipað áhorf á íslenskum mælikvarða, um 2,5 krónur. Keppnin er þ.a.l. ekki einungis áhugaverð fyrir aðdáendur amerísks fótbolta heldur einnig fyrir auglýsinga- og markaðsfólk sem heldur niður í sér andanum af spennu yfir auglýsingunum.  

Time tók í fyrra saman 25 áhrifamestu Super Bowl auglýsingar allra tíma, að þeirra mati sem má finna hér:

http://time.com/4653281/super-bowl-ads-commercials-most-influential-time/

 

*Snertiverð - hvað það kostar í krónum að ná í einn einstakling í markhópnum


 • Breytingar á fréttaveitu Facebook

  Facebook er alltaf að breyta og prófa sig áfram. Í dag kom tilkynning frá Mark Zuckerberg að breytingar á fréttaveitunni (e. News feed) væru í vændum. Til stendur að draga úr sýnileika og náttúrulegri dreifingu á efni frá fyrirtækjum og fréttasíðum. Facebook mun líka gera meiri kröfur til þess efnis sem fyrirtæki senda frá sér.
  Nánar
 • Alls konar fyrir alla um jólin

  Það ætti engum að leiðast inniveran í desember. Nú keppast sjónvarpsstöðvarnar við að auglýsa hátíðardagskrána sem er glæsileg að vanda. Það er tilvalið að kasta jóla- og áramótakveðju á landann í sjónvarpi í kringum hátíðirnar. Dagskráin býður upp á eitthvað fyrir alla og nær til hins klassíska markhóps ALLIR.
  Nánar
 • Hönnuðir Hvíta hússins hljóta WOLDA viðurkenningar

  Við erum ótrúlega stolt af því að tveir af hönnuðum okkar, Bjarki Lúðvíksson og Stefán Einarsson, hafi hlotið viðurkenningu frá hinum alþjóðlegu WOLDA (The Worldwide Logo Design Annual) verðlaunum fyrir hönnun á firmamerkjum Isavia og Náttúruminjasafns Íslands. WOLDA gefur árlega út bók með þeim firmamerkjum sem verðlaunuð voru það árið og birtast verk Bjarka og Stefáns í flokknum Outstanding individual achievement (framúrskarandi árangur einstaklings).
  Nánar
 • Facebook Explore Feed

  Facebook er þessa dagana að prófa sig áfram með breytingar á fréttaveitunni sem þeir kalla Explore feed. Þessi mögulega breyting hefur valdið skjálfta hjá markaðsfólki, sérstaklega erlendis, sem telur að hún tákni endalok náttúrulegrar dreifingar (e. organic reach) á efni frá fyrirtækjum.
  Nánar
 • 8 atriði sem hjálpa þér að ná árangri í myndbandsherferðum

  Notkun myndbanda í markaðsherferðum á netinu mun fá miklu meira vægi á komandi árum. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Instagram, Pinerest, Twitter og LinkedIn hafa lagt meiri áherslu á myndbönd á miðlunum sínum. Við förum hér yfir 8 atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að ná árangri í myndbandsherferðum.
  Nánar
 • Hvíta húsið er eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins

  Fyrirmyndarfyrirtæki VR ársins 2017 voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu á dögunum, og það veitir okkur ómælda ánægju að Hvíta húsið sé þar á meðal annað árið í röð.
  Nánar
 • Eiríkur og Hrafn til Hvíta hússins

  Hvíta húsið hefur ráðið til sín Eirík Má Guðleifsson viðskiptastjóra og Hrafn Jónsson hugmynda- og textahönnuð
  Nánar
 • Skipulagsbreytingar og stefnumótun

  Miklar breytingar hafa verið síðustu 18 mánuði hjá Hvíta húsinu. Húsnæði og útlit fyrirtækisins tók stakkaskiptum í kjölfar stefnumótunarvinnu, við fengum jafnlaunavottun VR og breytingar voru gerðar á stjórnskipulagi stofunnar.
  Nánar