Blogg

Í boði hússins//
Í boði hússins//
Facebook er þessa dagana að prófa sig áfram með breytingar á fréttaveitunni sem þeir kalla Explore feed. Þessi mögulega breyting hefur valdið skjálfta hjá markaðsfólki, sérstaklega erlendis, sem telur að hún tákni endalok náttúrulegrar dreifingar (e. organic reach) á efni frá fyrirtækjum.

Facebook er þessa dagana að prófa sig áfram með breytingar á fréttaveitunni sem þeir kalla Explore feed. Tilraunin er bundin við sex lönd: Sri Lanka, Bólivíu, Slóvakíu, Serbíu, Gvatemala, and Kambódíu.

Þessi mögulega breyting hefur valdið skjálfta hjá markaðsfólki, sérstaklega erlendis, sem telur að hún tákni endalok náttúrulegrar dreifingar (e. organic reach) á efni frá fyrirtækjum.

Explore feed mun birtast í Skoða dálkinum (e. Explore) hjá notendum. Markmið breytingarinnar er að hjálpa fólki að uppgötva efni sem er ekki í fréttaveitunni þeirra (e. Newsfeed) og er val á efni miðað út frá notandanum. Megnið af efninu eru vinsælar greinar, myndbönd og ljósmyndir.

Tilrauninni er ætlað að sjá hvort notendum líki að að hafa einn stað til þess að skoða pósta frá vinum og fjölskyldu og annan stað til að skoða pósta frá fyrirtækjasíðum (e. pages).

Í síðustu viku gaf Facebook svo út að þeir hefðu ekki í hyggju að bæta fleiri löndum við prófunarhópinn og þessu yrði ekki rúllað út á heimsvísu eins og staðan er í dag.

Tilkynningin gaf þó til kynna að þeir myndu taka saman niðurstöður úr tilrauninni og mögulega gera breytingar á fréttaveitunni út frá þeim. Á meðan verðum við bara að bíða og sjá hvers konar breytingar verða og hvaða áhrif þær hafa á markaðsstarf fyrirtækja. 


8 atriði sem hjálpa þér að ná árangri í myndbandsherferðum
8 atriði sem hjálpa þér að ná árangri í myndbandsherferðum
Notkun myndbanda í markaðsherferðum á netinu mun fá miklu meira vægi á komandi árum. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Instagram, Pinerest, Twitter og LinkedIn hafa lagt meiri áherslu á myndbönd á miðlunum sínum. Við förum hér yfir 8 atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að ná árangri í myndbandsherferðum.

Notkun myndbanda í markaðsherferðum á netinu mun fá miklu meira vægi á komandi árum. Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, sagði nýverið að fyrir árslok 2019 verði efnið á Facebook mestmegnis myndbönd. Þetta virðist ekki vera fjarri lagi þar sem YouTube er með meira en 1,5 milljarð virka notendur mánaðarlega og áhorf á myndböndum á miðlum eins og Instagram, Pinterest og Twitter er að aukast. Það er ekki langt síðan Instagram leyfði myndbönd á miðlinum sínum og bætti við Insta Stories (líkt og Snapchat kynnti fyrst til sögunnar). Þá hefur Snapchat náð óumdeilanlegum vinsældum hér á landi en miðillinn er annar vinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi. LinkedIn hefur einnig leyft notendum að setja inn og horfa á myndbönd á miðlinum sínum. 

Hér má sjá lista yfir vinsælustu samfélagsmiðlana hér á landi: 

Samfélagsmiðlar

*Gögn fengin úr Neyslukönnun Gallup fyrir árið 2016

Til þess að ná árangri í myndbandsherferðum er gott að hafa eftirfarandi 8 atriði í huga: 

Atriði 1

Atriði 2

Atriði 3

Atriði 4

Atriði 5

Atriði 6

Atriði 7

Atriði 8


Fyrirmyndarfyrirtæki VR ársins 2017 voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu á dögunum, og það veitir okkur ómælda ánægju að Hvíta húsið sé þar á meðal annað árið í röð.

Fyrirmyndarfyrirtæki VR ársins 2017 voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu á dögunum, og það veitir okkur ómælda ánægju að Hvíta húsið sé þar á meðal annað árið í röð. 

 

 

 

Fyrirtæki ársins eru valin í könnun á meðal þúsunda starfsfólks hjá fjölbreyttum hóp fyrirtækja á almennum vinnumarkaði, og er það því mannauðurinn sem ræður niðurstöðunni.

Hugmyndin með Fyrirmyndarfyrirtæki ársins er að árangur fyrirtækja spretti innan frá; fyrirtæki sem rækta mannauð sinn vel skila af sér hamingjusömu starfsfólki sem svo vinnur framúrskarandi verk. Niðurstaða rannsóknarinnar endurspeglar því hvaða augum starfsfólk lítur starf sitt, starfsaðstöðu, stefnu og stjórnun fyrirtækisins.

Við erum stolt af því að fá að starfa í umhverfi sem virkjar sköpunarkraft, uppátækjasemi og gleði á hverjum einasta degi og það er frábært að fá svona staðfestingu á því.  

 VR fyrirmyndarfyrirtæki

 

 


 • Eiríkur og Hrafn til Hvíta hússins

  Hvíta húsið hefur ráðið til sín Eirík Má Guðleifsson viðskiptastjóra og Hrafn Jónsson hugmynda- og textahönnuð
  Nánar
 • Skipulagsbreytingar og stefnumótun

  Miklar breytingar hafa verið síðustu 18 mánuði hjá Hvíta húsinu. Húsnæði og útlit fyrirtækisins tók stakkaskiptum í kjölfar stefnumótunarvinnu, við fengum jafnlaunavottun VR og breytingar voru gerðar á stjórnskipulagi stofunnar.
  Nánar
 • Meðvitaðar skekkjur í letri

  Emil færir í letur — Það getur stundum verið dálítill munur á því sem sýnist vera rétt og því sem er alveg rétt. Hlutir geta virst ójafnir í lögun af því að þeir eru jafnir og til að leiðrétta þá meintu ójöfnu eru þeir viljandi hafðir ójafnir.
  Nánar
 • Hreyfimyndagerð og 12 reglur hennar

  Hreyfimyndagerð nýtur sívaxandi vinsælda innan auglýsingageirans, enda frábær leið til að koma skilaboðum til neytandans á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt.
  Nánar
 • ... og auglýsingamiðill ársins er?

  Hlutdeild netbirtinga á heimsvísu mun aukast um 13% árið 2017 og þar með fara fram úr hlutdeild sjónvarpsbirtinga í fyrsta sinn, skv. Zenith.
  Nánar
 • Um stafabil og lígatúra

  Emil færir í letur — Í texta, sem verður til við innslátt í tölvu er búið að huga að því að misbreiðir stafir þurfa mismikið pláss. Í lógóum, stórum fyrirsögnum, plakötum og fleiru þarf hið vökula auga þó oft að koma við sögu enda ekki sjálfgefið að öll stafabil séu sjálfkrafa eins og best verður á kosið.
  Nánar
 • Gló herferðin er einlæg og áræðin

  Við lögðum á borðið djarfa og framsækna hugmynd fyrir mögulegan kúnna fyrir einhverju síðan. Þessi hugmynd er nú orðin að auglýsingaherferð og mögulegi kúnninn er orðinn að raunverulegum.
  Nánar
 • Árangur auglýsingaherferða, miðlanotkun og IPA verðlaunin

  IPA verðlaunin voru afhent í nóvember 2016 og eru svipuð og ÁRA-n á Íslandi. Innsendingar voru í sögulegu hámarki og fengu 39 herferðir tilnefningu.
  Nánar