Blogg

Jess við erum jöfn

Guðmundur Bernharð Flosason

Fyrir tæplega ári síðan óskuðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu eftir jafnlaunavottun, þ.e.a.s. við skiluðum inn umsókn til VR um slíka vottun...

Fyrir tæplega ári síðan óskuðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu eftir jafnlaunavottun, þ.e.a.s. við skiluðum inn umsókn til VR um slíka vottun.
Okkur grunaði að það væri afar hollt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu, með starfsmenn á bilinu 37–40 manns, að fara í gegnum það ferli sem þarf til að öðlast vottun af þessu tagi. Einnig vissum við að það yrði mikil áskorun þar sem við erum ekki með skilgreindan mannauðsstjóra.

Lærdómurinn af þessari vegferð kom okkur skemmtilega á óvart og var ávinningurinn af vinnunni mun meiri en við áttum von á. Jákvæðast var þó að fá staðfestingu á því að á okkar vinnustað ríkir jafnrétti, hvort sem það er í formi jafnra launa kynjanna fyrir sambærileg störf, útdeilingu verkefna og ábyrgðar, starfsþróunar eða annarra þátta. Hlutfall kvenna og karla er nákvæmlega 50/50 og í stjórn fyrirtækisins eru tvær konur og þrír karlar. Við erum stolt af þessu og viljum trúa því að jafnrétti sé tvinnað inn í vinnustaðarmenninguna en það er frábært að fá stimpil upp á það líka. Fyrsta konan til að verða formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa tók við því kefli á árinu og hún kemur úr okkar röðum. Við erum líka stolt af henni og þeim árangri sem hún hefur nú þegar náð í því hlutverki.


Það er ekki þrautalaust fyrir skapandi einstaklinga á auglýsingastofu að fara í gegnum þetta ferli. Svo mörg „leiðinleg“ hugtök fylgja svona vinnu: verkferlar og flæðirit, vottun og viðmið og starfaflokkun og því um líkt. Fyrstu hugsanirnar voru „er ekki hægt að breyta nafninu á þessu?“,  „er ekki hægt að gera þetta eitthvað meira „sexí“ svo fyrirtæki hreinlega geti hugsað sér að fara í gegnum þetta?


Niðurstaða okkar eftir þetta allt var að það þyrfti sannarlega að markaðssetja betur til smærri fyrirtækja ávinninginn af því að fara í þessa vinnu því hann er svo langt umfram það að vera bara einhver stimpill á plakat. 


Ávinningurinn er nefnilega margþættur og sjálfsagt hlutfallslega miklu meiri fyrir smærri fyrirtæki en stærri, því þetta er lærdómsferli; þjálfun í jafnréttismiðuðum og stefnumiðuðum mannauðsmálum, innleiðing agaðri vinnubragða og alls þess góða sem fyrirtæki getur fengið út úr því að fókusera á mannauðinn og hvað í honum býr. Við lögðum mikla vinnu í að gera okkur að betra fyrirtæki, setja okkur markmið og staðfesta jafnrétti innan okkar raða. Við sjáum ekki eftir einni einustu sekúndu.

Almenn staða mannauðsmála
Lítli þekking hefur verið á stöðu mannauðsmála innan minni fyrirtækja á Íslandi hingað til. Yfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja af þessari stærðargráðu eru ekki með starfandi mannauðsstjóra. Sú staðreynd bendir til þess að minni líkur séu á að fyrirtæki með undir t.d. 50 starfsmenn hafi skýra mannauðsstefnu, skilgreind markmið í mannauðsmálum, hafi greint hæfni og fræðsluþörf mannaflans, eigi starfsmannahandbók eða formlegt ferli fyrir mótttöku nýliða og svo mætti áfram telja.

Við höfum ekki tíma!
Það væri örugglega svar margra í forsvari fyrir minni fyrirtæki. Og það er sjálfsagt að einhverju leyti rétt og fer að sjálfsögðu eftir rekstrargrundvelli hvers fyrirtækis fyrir sig. En jafnrétti og það að tryggja jafnan hlut kynjanna í launum fyrir sambærileg störf er á ábyrgð allra í forsvari fyrirtækja af öllum stærðargráðum. Það er ábyrgð samfélagsins og fyrst og fremst þess vegna á ekkert fyrirtæki að skorast undan þeirri áskorun að rýna sinn launastrúktúr og velta fyrir sér hvernig hann varð til, af hverju erum við að borga svona laun og fyrir hvað? Hvert er framlagið og hverjar eru kröfurnar? Ef niðurstaðan endurspeglar jafnrétti, frábært, en ef ekki er aðgerða þörf.

Hér er að finna frekari upplýsingar um jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi.

Höfundur greinar er Anna Kristín Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hvíta húsinu.

 


Pétur Húni/peturhuni.jpg/Sköpun og skrif
Pétur Húni/peturhuni.jpg/Sköpun og skrif
Í sumar efndum við Hvítingjar til vinnudags og eitt meginþema dagsins var mannauðurinn sem býr í starfsfólki stofunnar og tryggð starfsfólks við stofuna. Í aðdraganda dagsins var starfsfólk beðið um að taka stuttlega saman yfirlit yfir menntun sína, annars vegar, og hvað þau hefðu getað hugsað sér að gera ef þau hefðu ekki farið þá leið sem þau fóru inn í auglýsinga- og markaðsbransann.

Í sumar efndum við Hvítingjar til vinnudags og eitt meginþema dagsins var mannauðurinn sem býr í starfsfólki stofunnar og tryggð starfsfólks við stofuna. Einfaldur leikur sýndi og sannaði það, þegar allt starfsfólk var beðið að standa upp og meðan stjórnandi leiksins taldi átti hver og einn að setjast þegar nefnd var talan sem svaraði til árafjölda sem viðkomandi hefur unnið á stofunni. Fjöldi fólks stóð langt fram yfir 20 og sá elsti settist ekki fyrr en nefnd var talan 40.

Í aðdraganda dagsins var starfsfólk beðið um að taka stuttlega saman yfirlit yfir menntun sína, annars vegar, og hvað þau hefðu getað hugsað sér að gera ef þau hefðu ekki farið þá leið sem þau fóru inn í auglýsinga- og markaðsbransann.

Búin voru til orðaský úr hvoru tveggja og niðurstöðurnar ræddar og skemmtilegar staðreyndir um menntun og reynslu starfsfólksins dregnar fram.

Menntun starfsfólks tekin saman í orðaský þar sem orðin stækka eftir því sem þau koma oftar fyrir

Auðvitað eru langflestir menntaðir í grafískri hönnun, markaðs- og viðskiptafræðum, en þá er ekki nema hálf sagan sögð – ef þá þá. Hér innanhúss er fólk sem menntað er í hinum aðskiljanlegustu fræðum, með réttindi og reynslu af ótrúlegustu hlutum.

Það sem starfsfólk hefði getað hugsað sér að gera, tekið saman í orðaský þar sem orðin stækka eftir því sem þau koma oftar fyrir

Það er augljóst að mannauðurinn okkar byggir svo sannarlega á breidd og reynslu og áhugasviðin eru úti um allar trissur.


Skafti teiknistofusjóri fór af rælni að blaða í skissu- og minnisbókunum sínum um daginn og rakst þá á nokkrar grófar teikningar sem síðar urðu að auglýsingum.

Þegar auglýsingar verða til fylgir það oftast einhverju ákveðnu ferli. Hugmyndavinna getur verið ákaflega frjótt ferli og oft er það þannig að hugmyndirnar flæða og jafnvel bara ein eða örfáar þeirra hugmynda sem upp koma í ferlinu sem verða hráefni í endanlegu útfærsluna sem kemur fyrir augu almennings.

Skafti teiknistofusjóri fór af rælni að blaða í skissu- og minnisbókunum sínum um daginn og rakst þá á nokkrar grófar teikningar sem síðar urðu að auglýsingum. Allar eiga þessar teikningar það sameiginlegt að vera nokkurskonar minnispunktar í hugmyndavinnu – snöggt riss til þess að muna hugmynd sem kom upp í umræðum og gæti annars týnst þegar hugarflugið heldur áfram.

Það er gaman að skoða hvernig grófa rissið hans Skafta varð á endanum að auglýsingu og hve oft er komin tiltölulega mótuð hugmynd strax á þessu stigi.

Hvíta húsið hefur löngum verið sterkt í því að búa til auglýsingar með því að spila saman hugmyndum og myndum og búa til myndhverfingar og myndskreyta ýkjur og orðaleiki og hefur Skafti verið drjúgur í að gera slíkar auglýsingar.


 • Frá Versölum til villta vestursins

  Emil færir í letur — Þau letur sem algengust eru í dag eiga sér mislanga sögu. Klassísk bókaletur eiga gjarnan sínar fyrirmyndir frá upphafsöldum prentlistarinnar þar sem stíllinn byggist á skrift með breiðpenna og því eru línur misþykkar eftir því hvernig strikunum hallar. Þverendar á endum leggjanna þóttu ómissandi fegurðarauki en notkun þeirra má að minnsta kosti rekja aftur til Rómverska hástafaletursins. Minniháttar stílþróun áttu sér alltaf stað en þegar auglýsingaletrin komu fram á 19. öldinni má segja að allt hafi fari úr böndunum.
  Nánar
 • Herferð Hvíta hússins fyrir Vodafone RED til Úkraínu

  Auglýsingaherferðin „Vodafone RED“ sem Hvíta húsið gerði fyrir Vodafone á Íslandi og kom fyrst fyrir augu Íslendinga í mars árið 2014 hefur verið keypt af Vodafone í Úkraínu til notkunar þar í landi.
  Nánar
 • Metsala á Mercedes-Benz

  Það er gaman að auglýsa gæðavörur. Það er ekki síður gaman að sjá árangur þeirra auglýsinga. Á þessu ári hafa fleiri nýir Benz-bílar ratað til eigenda en nokkru sinni fyrr. Við óskum þeim til hamingju og lítum á þessar fréttir sem áskorun um að gera enn betur fyrir viðskiptavini okkar.
  Nánar
 • Verkfærið sem drap verkefnið sitt

  Á síðasta ári setti Bic af stað herferð sem þeir kölluðu „Fight for Your Write“ sem átti að auka vægi skriftar og þá fyrst og fremst með því að koma kúlupennum þeirra í hendur barna og annarra þeirra sem þurfa að skrifa eða ættu að skrifa meira. Í þessari grein í The Atlantic frá síðasta ári lýsir Josh Giesbrecht þeirri skoðun sinni að Bic sé reyndar einn af stóru gerendunum í því að breyta og draga úr handskrift.
  Nánar
 • Hönnunin hálf eða hrein?

  Á vafri mínu um vefinn rakst ég á myndaseríu á imgur þar sem er að finna 80 kvikmyndaplaköt án texta.
  Nánar
 • Þegar ljósin hætta að ljóma

  Í öndvegi á stofunni hjá okkur er stórglæsilegt neon-skilti með nýja fallega merkinu okkar. Því fundum við til samkenndar þegar hangsvefurinn Bored Panda safnaði saman nokkrum myndum af biluðum neon-skiltum sem urðu vandræðalega sniðug eða jafnvel átakanlega raunsönn við bilunina.
  Nánar
 • Fornaletur og Garamond bókaletrið

  Emil færir í letur — Í þeim bókum sem við lesum í dag er nokkuð líklegt að meginmálsletrið sem þar er notað eigi sér fyrirmynd í þeim leturgerðum sem komu fram í frumbernsku prentlistarinnar á 15. og 16. öld.
  Nánar
 • Flottustu plötuumslög allra tíma?

  Sú var tíðin að plötuumslög voru vettvangur listamanna og voru þá oft og iðulega stór þáttur í upplifuninni af plötunni – gesamtkunstswerk.
  Nánar