Blogg

Þátturinn Fangar er stærsti íslenski þátturinn í sjónvarpinu það sem af er ári. Lokaþátturinn skilaði upp undir 50% áhorfi hjá 12-80 ára og hjá yngri hópnum (12-20 ára), sem almennt er talið að sé hættur að horfa á sjónvarp, var hann með tæp 35% meðaláhorf.

Molar um miðla

Þátturinn Fangar er stærsti íslenski þátturinn í sjónvarpinu það sem af er ári. Lokaþátturinn skilaði upp undir 50% áhorfi hjá 12-80 ára og hjá yngri hópnum (12-20 ára), sem almennt er talið að sé hættur að horfa á sjónvarp, var hann með tæp 35% meðaláhorf. Voice Ísland hækkaði flugið verulega eftir því sem nær dró úrslitum. Meðaláhorf á úrslitaþáttinn, var í kringum 25% hjá 18-59 ára. Á Stöð 2 eru það fréttirnar sem draga að mesta áhorfið, í kringum 20-25%. Steypustöðin sem er nýr íslenskur þáttur framleiddur fyrir Stöð 2 fer vel af stað, með í kringum 12-15%, yngri hópurinn er þarna sterkastur. 

Prentmiðlarnir síga hægt og rólega niður á við en þróunin hér á landi er mun hægari en erlendis. Það er enn einsdæmi að dagblað skuli ná 45% meðallestri á landsvísu. Fréttatíminn bætti við laugardögum í útgáfu sinni og svo síðar fimmtudögum en hefur nú dregið fimmtudagana til baka og kemur út tvisvar í viku. Moggi hefur aftur á móti aukið aldreifingu sína en blaðið er í aldreifingu að meðaltali 2x í mánuði.

Útvarpshlustun hefur lítið breyst, Bylgjan hefur örlítið forskot á Rás 2. Aðrir miðlar töluvert neðar í meðalhlustun. Hlustun hefur haldist nær óbreytt síðustu ár. Netmiðlarnir ruku upp í heimsóknum í vikunni sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Hefðbundin vika á mbl.is og visir.is, sem eru langstærstir, er í kringum 450 þúsund notendur á viku en í vikunni sem Birna hvarf fóru þeir upp í 650 þúsund notendur og úr 10 í tæp 20 milljón flettingar.


Kassalaga letur

Hönnuður

Emil

Hönnuður
Emil/emil.jpg/Hönnuður
Emil/emil.jpg/Hönnuður
Emil færir í letur — Í þessum leturpistli ætla ég að að fjalla um tvær nokkuð vinsælar og töffaralegar leturgerðir sem gjarna eru látnar standa fyrir staðfestu, völd, tækni og peninga, sem allt eru nokkuð karlmannleg gildi. Hér er um að ræða letrin Eurostile og Bank Gothic sem bæði voru teiknuð á síðustu öld.

Emil færir í letur — Í þessum leturpistli ætla ég að að fjalla um tvær nokkuð vinsælar og töffaralegar leturgerðir sem gjarna eru látnar standa fyrir staðfestu, völd, tækni og peninga, sem allt eru nokkuð karlmannleg gildi. Hér er um að ræða letrin Eurostile og Bank Gothic sem bæði voru teiknuð á síðustu öld. Galdurinn á bak við þessi letur er sá að í stað hringlaga forma í stöfum eins og O, G og C eru notuð rúnnuð kassalaga form. Sveigðar línur í stöfum eins og S og R eru einnig þvingaðar í þessa kassalögun þannig að útkoman er letur með sterkum einsleitum einkennum og nútímalegum blæ. Þessi letur eru ekki hugsuð sem lestrarletur í löngum textum en eru hinsvegar mikið notuð uppsláttarletur í kvikmyndaplakötum, bókarkápum, umbúðum, lógóum og þess háttar þar sem menn vilja umfram annað vera kúl en ekki mjög hip.

 

Leturtýpan Bank Gothic og umfjöllun um hana

Bank Gothic er teiknað árið 1930 og er því nokkuð gamalt miðað hvað það er nútímalegt. Upphaflega var það bara teiknað sem hástafaletur en síðar bættust lágstafirnir við - þeir sjást að vísu mjög sjaldan. Tvö smáatriði einkenna þetta letur umfram önnur svipuð: Rúnnuðu hornin eru bara á ytra byrðinu sem þýðir að gatið í O-inu er alveg kassalaga. Lóðréttir strikendar í er skáskornir í stöfum eins og S, J og G, þetta sést betur í bold útgáfunni en í grennri regular gerðinni. 

 

Eurostile er ungt letur og ein af frægustu leturgerðum síðustu aldar


Eurostile er öllu yngra eða frá árinu 1962. Rétt eins og Bank Gothic var það upphaflega hugsað sem hástafaletur en lágstafirnir bættust þó fljótlega við. Þetta er eitt af frægustu leturgerðum sem komu fram á seinni hluta 20. aldar og fellur vel að moderne hönnun. Eurostile fjölskyldan er nokkuð stór því til eru þunnar útgáfur og feitar, togaðar, þjappaðar og hallandi. Notkunarmöguleikarnir eru því miklir.

Það er auðvelt að finna dæmi þar sem þessi letur koma fyrir. Bank Gothic kom reyndar frekar lítið við sögu þar til grafíski geirinn tók það upp á sína arma undir lok 20. aldar. KB-banki / Kaupþing notaði t.d. Bank Gothic og kannski tilviljun að það var einnig notað í hrunmyndinni Maybe I should haveScience fiction geirinn keppist við að nota þessi letur í sínum kvikmyndaplakötum og bókarkápum. Eurostile er vinsælt hjá löggunni víða um heim og er t.d. áberandi á breskum löggubílum. Veðurfréttir Sjónvarpsins státa af Eurostile, sem er reyndar ekki mjög heppilegt því erfitt getur verið að greina á milli tölustafana 6, 8 og 9. Fleira mætti týna til og ekki endilega í sama dúr. Þeir sem eiga smábörn kannast sjálfsagt við Stoðmjólkina frá MS en þar er eingöngu notað Eurostile og Bank Gothic (hugsanlega á bloggarinn sjálfur þar einhvern hlut að máli)

 


Verstu leturgerðirnar

Hönnuður

Emil

Hönnuður
Emil færir í letur — Eins og gengur og gerist með flesta hluti þá njóta leturgerðir mismikillar virðingar ekki síst meðal þeirra sem fást mikið við letur. Þau letur sem njóta þess vafasama heiðurs að teljast meðal þeirra verstu eru þó ekki endilega slæm letur því sum þeirra hafa einfaldlega verið misnotuð eða ofnotuð og þá gjarnan við tækifæri sem hæfa ekki karaktereinkennum letursins.

Eins og gengur og gerist með flesta hluti þá njóta leturgerðir mismikillar virðingar ekki síst meðal þeirra sem fást mikið við letur. Þau letur sem njóta þess vafasama heiðurs að teljast meðal þeirra verstu eru þó ekki endilega slæm letur því sum þeirra hafa einfaldlega verið misnotuð eða ofnotuð og þá gjarnan við tækifæri sem hæfa ekki karaktereinkennum letursins. Tíðarandinn breytist líka stöðugt. Það sem eitt sinn þótti meiriháttar smart þykir í dag meiriháttar hallærislegt. Mörg letur hafa síðan einfaldlega komist í slæmudeildina með því að vera svo óheppin að fylgja stýrikerfi tölva og komist þannig í hendur fjölda notenda með misgott auga fyrir smekklegheitum

Letrin átta sem ég nefni hér að neðan eru gjarnan nefnd meðal verstu leturgerða nú á tímum. Hver og einn verður síðan að dæma fyrir sig hvort þau eigi það öll skilið. Mörg önnur letur gætu auðvitað átt heima þarna líka.

Verstuletur

Comic Sans er eiginlega frægasta versta letrið í dag. Það er svo illa liðið að hægt er að fá viðbætur í tölvur sem hreinsa það burt úr tölvunni og til er vefsíða sem heitir ban comic sans. Eins og nafn letursins gefur til kynna er það hugsað til notkunar í gríni hverskonar og þá helst í texta við skrípamyndir. Enginn sem vill láta taka sig alvarlega ætti því að nota þetta letur en því miður hafa margir flaskað á því.

Brush script var teiknað árið 1942. Það hefur talsvert verið notað á allskonar auglýsingaefni í gegnum tíðina en er nú algerlega komið úr móð. Þetta er ágætt dæmi um letur sem alls ekki má nota í hástöfum, ekki frekar en önnur hallandi skriftarletur. Samt sjást oft dæmi um slíka misnotkun.

Hobo hefur sjálfsagt verið elskað á hippaárunum en í dag elska margir að hata þennan font. Sveigðu línurnar eru í anda jugent stílsins frá aldamótunum 1900 en letrið var annars teiknað árið 1910. Hobo er ágætt þegar höfða á til barna og dýra en í öðrum tilfellum ættu menn að hugsa sig tvisvar um.

Marker Felt er helst nothæft þegar markmiðið er að gera eitthvað verulega ódýrt. Við erum því kannski að tala um brunaútsölu.

Zapf Changery er í sjálfu sér ekki slæmt letur í lágstöfum en er auðvitað algerlega bannað í hástöfum öðrum en upphafsstaf. 

Cooper Black er mjög í anda 8. áratugarins en í dag ætti enginn að nota þennan font nema að vera mjög meðvitaður um hvað hann er að gera.

Mistral er mjög óformlegt skriftarletur. Það náði dálitlum vinsældum á 9. áratugnum þegar menn vildu poppa sig aðeins upp.

Arial kemur hér að lokum og er eina steinskriftarletrið í upptalningunni. Það hefur það helst á samviskunni að vera hannað sem skrifstofustaðgengill hins fræga Helvetica leturs án þess að ná elegans fyrirmyndarinnar.

- - - -

Það má hér í lokin minna á þennan frábæra DVD-disk um Bíladaga á Akureyri. Þó ekki væri nema til þess að dást að Mistral letrinu.

Bíladagar

 


 • Bara Helvetica

  Emil færir í letur — Allar leturgerðir hafa sinn karakter. Sum letur eru flippuð eða flúruð og önnur eru fáguð og virðuleg. Sum letur eru framúrstefnuleg á meðan önnur eru forn eða klassísk. Svo eru til letur sem eru svo hógvær að þau falla í fjöldann án þess að nokkur veiti þeim sérstaka athygli. Eitt þeirra er hið stílhreina letur Helvetica en það er svo venjulegt á að líta, að ósjálfrátt segja menn gjarnan bara Helvetica ef það ber á góma. Þó er það eitt dáðasta og mest notaða steinskriftarletur letur sem komið hefur fram.
  Nánar
 • Steinskriftin kemur til sögunnar

  Emil færir í letur — Það má skipta letri í ýmsa flokka eftir útliti, en þó má segja að þrír meginflokkar séu í boði: fótaletur, steinskrift og skriftarletur. Ef við undanskiljum skriftarletur þá datt fáum í hug fram að 20. öld í hug að sleppa þverendum í letri, það þótti bara ekki nógu fallegt. Fótalaus letur voru þó einstaka sinnum notuð í hástöfum, t.d. þegar letur var höggið í stein og því eru þau t.d. hér á landi kölluð steinskrift. Á 19. öld þegar þörfin jókst fyrir sterk og ákveðin letur í auglýsingaplakötum fór æ oftar að sjást fótalaus letur en þau voru þá oftast notuð í bland við aðrar skrautlegri og klassískari leturgerðir.
  Nánar
 • Jess við erum jöfn

  Fyrir tæplega ári síðan óskuðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu eftir jafnlaunavottun, þ.e.a.s. við skiluðum inn umsókn til VR um slíka vottun...
  Nánar
 • Mannauður, menntun og reynsla

  Í sumar efndum við Hvítingjar til vinnudags og eitt meginþema dagsins var mannauðurinn sem býr í starfsfólki stofunnar og tryggð starfsfólks við stofuna. Í aðdraganda dagsins var starfsfólk beðið um að taka stuttlega saman yfirlit yfir menntun sína, annars vegar, og hvað þau hefðu getað hugsað sér að gera ef þau hefðu ekki farið þá leið sem þau fóru inn í auglýsinga- og markaðsbransann.
  Nánar
 • Skafti gerði skissu

  Skafti teiknistofusjóri fór af rælni að blaða í skissu- og minnisbókunum sínum um daginn og rakst þá á nokkrar grófar teikningar sem síðar urðu að auglýsingum.
  Nánar
 • Frá Versölum til villta vestursins

  Emil færir í letur — Þau letur sem algengust eru í dag eiga sér mislanga sögu. Klassísk bókaletur eiga gjarnan sínar fyrirmyndir frá upphafsöldum prentlistarinnar þar sem stíllinn byggist á skrift með breiðpenna og því eru línur misþykkar eftir því hvernig strikunum hallar. Þverendar á endum leggjanna þóttu ómissandi fegurðarauki en notkun þeirra má að minnsta kosti rekja aftur til Rómverska hástafaletursins. Minniháttar stílþróun áttu sér alltaf stað en þegar auglýsingaletrin komu fram á 19. öldinni má segja að allt hafi fari úr böndunum.
  Nánar
 • Herferð Hvíta hússins fyrir Vodafone RED til Úkraínu

  Auglýsingaherferðin „Vodafone RED“ sem Hvíta húsið gerði fyrir Vodafone á Íslandi og kom fyrst fyrir augu Íslendinga í mars árið 2014 hefur verið keypt af Vodafone í Úkraínu til notkunar þar í landi.
  Nánar
 • Metsala á Mercedes-Benz

  Það er gaman að auglýsa gæðavörur. Það er ekki síður gaman að sjá árangur þeirra auglýsinga. Á þessu ári hafa fleiri nýir Benz-bílar ratað til eigenda en nokkru sinni fyrr. Við óskum þeim til hamingju og lítum á þessar fréttir sem áskorun um að gera enn betur fyrir viðskiptavini okkar.
  Nánar