Blogg

Á síðasta ári setti Bic af stað herferð sem þeir kölluðu „Fight for Your Write“ sem átti að auka vægi skriftar og þá fyrst og fremst með því að koma kúlupennum þeirra í hendur barna og annarra þeirra sem þurfa að skrifa eða ættu að skrifa meira. Í þessari grein í The Atlantic frá síðasta ári lýsir Josh Giesbrecht þeirri skoðun sinni að Bic sé reyndar einn af stóru gerendunum í því að breyta og draga úr handskrift.
Á síðasta ári setti Bic af stað herferð sem þeir kölluðu „Fight for Your Write“  sem átti að auka vægi skriftar og þá fyrst og fremst með því að koma kúlupennum þeirra í hendur barna og annarra þeirra sem þurfa að skrifa eða ættu að skrifa meira. Í þessari grein í The Atlantic frá síðasta ári lýsir Josh Giesbrecht þeirri skoðun sinni að Bic sé reyndar einn af stóru gerendunum í því að breyta og draga úr handskrift.

Greinina er að finna hér.


Á vafri mínu um vefinn rakst ég á myndaseríu á imgur þar sem er að finna 80 kvikmyndaplaköt án texta.
Þú ert drekinn!

Á vafri mínu um vefinn rakst ég á myndaseríu á imgur þar sem er að finna 80 kvikmyndaplaköt án texta. Ég byrjaði að rúlla í gegnum þetta af skyldurækni frekar en áhuga en fljótlega fór ég að sjá þetta alveg í nýju ljósi. Smáatriðin og nostrið í mörgum þessara plakata að ónefndum þeim karakter sem þau skapa og línurnar sem þau leggja fyrir myndirnar sem þær eiga að kynna er algermega magnað. Þannig má jafnvel lesa út meginatriði mynda úr plakatinu, jafnvel þótt það sem á plakatinu er komi aldrei fyrir í myndinni sjálfri. Samsetningar sem raða saman karakterum, hlutum og atburðum með listilegum hætti. En hvað er ég að þvaðra þetta. Sjón er sögu ríkari.


Í öndvegi á stofunni hjá okkur er stórglæsilegt neon-skilti með nýja fallega merkinu okkar. Því fundum við til samkenndar þegar hangsvefurinn Bored Panda safnaði saman nokkrum myndum af biluðum neon-skiltum sem urðu vandræðalega sniðug eða jafnvel átakanlega raunsönn við bilunina.

Í öndvegi á stofunni hjá okkur er stórglæsilegt neon-skilti með nýja fallega merkinu okkar. Neon-skilti eru lýst upp með því að setja eðalgastegund á borð við neon inn í sérstaklega tilsniðin glerrör og láta það ljóma. Rörin eru beygð og mótuð til að mynda merkið og svo er ljómandi gasið látið lýsa það upp til að mynda mynstur, merki og letur. Auðvitað njóta neon-skilti sín best í myrkri, eins og títt er um ljós, en þegar pípurnar gefa sig og merkin lýsa aðeins að hluta verða afleiðingarnar oft hjákátlegar. Hangsvefurinn Bored Panda safnaði saman nokkrum myndum af biluðum neon-skiltum sem urðu vandræðalega sniðug eða jafnvel átakanlega raunsönn við bilunina. Myndaserían þeirra er hér.


 • Fornaletur og Garamond bókaletrið

  Emil færir í letur — Í þeim bókum sem við lesum í dag er nokkuð líklegt að meginmálsletrið sem þar er notað eigi sér fyrirmynd í þeim leturgerðum sem komu fram í frumbernsku prentlistarinnar á 15. og 16. öld.
  Nánar
 • Flottustu plötuumslög allra tíma?

  Sú var tíðin að plötuumslög voru vettvangur listamanna og voru þá oft og iðulega stór þáttur í upplifuninni af plötunni – gesamtkunstswerk.
  Nánar
 • Hið forneskjulega Únsíal letur

  Emil færir í letur — Sú leturgerð sem var allsráðandi í Evrópu á tímabilinu 400-800 hefur verið kölluð Únsíal letur og ber það öll einkenni þess að vera einskonar millistig hástafa og lágstafa.
  Nánar
 • Lesblindir hönnuðir hugsa öðruvísi

  Wired birti nýlega áhugaverða grein um lesblindu meðal hönnuða og þátt lesblindunnar í hæfileikum þeirra til að hugsa öðruvísi en flestir.
  Nánar
 • Gotneskt letur

  Emil færir í letur — Í þessum pistli ræðir Emil um Gotneskt letur, sem var einkennisletur síðmiðalda og lifði áfram í prentverki fram eftir öldum.
  Nánar
 • Stjórnvísi í heimsókn

  Á dögunum kom til okkar hópur frá Stjórnvísi og Elín Helga hélt fyrirlestur um þjónustu- og markaðsstjórnun. Hún fjallaði um hvernig auka mætti skilvirkni í samvinnu auglýsingastofu og viðskiptavina.
  Nánar
 • Handbragð meistarans

  Á Hvíta húsinu starfa nokkrir hönnuðir sem hafa stundað nám í skrautskrift til lengri eða skemmri tíma. Það er fátt sem jafnast á við fallegt handverk nema þá hugsanlega það að fá að verða vitni að því þegar fær listamaður vinnur með höndunum og býr til fallega hluti. Sú er einmitt raunin í þessu myndbandi þar sem Jake Weidmann er kynntur. Eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari.
  Nánar
 • Innri markaðssetning

  Markaðsmál hafa breyst gríðarlega mikið síðustu ár og fyrirtæki vita að það dugar ekki að ætla að ýta skilaboðum að viðskiptavinum þegar þeim hentar, á þann hátt sem þeim hentar, eins og gert var áður fyrr. Í dag vilja viðskiptavinir geta náð í þær upplýsingar sem þá vantar þegar þeir þurfa og fyrirtækin segjast „hlusta á viðskiptavini“ því þau vilji laga sig að þörfum þeirra.
  Nánar