Blogg

Í öndvegi á stofunni hjá okkur er stórglæsilegt neon-skilti með nýja fallega merkinu okkar. Því fundum við til samkenndar þegar hangsvefurinn Bored Panda safnaði saman nokkrum myndum af biluðum neon-skiltum sem urðu vandræðalega sniðug eða jafnvel átakanlega raunsönn við bilunina.

Í öndvegi á stofunni hjá okkur er stórglæsilegt neon-skilti með nýja fallega merkinu okkar. Neon-skilti eru lýst upp með því að setja eðalgastegund á borð við neon inn í sérstaklega tilsniðin glerrör og láta það ljóma. Rörin eru beygð og mótuð til að mynda merkið og svo er ljómandi gasið látið lýsa það upp til að mynda mynstur, merki og letur. Auðvitað njóta neon-skilti sín best í myrkri, eins og títt er um ljós, en þegar pípurnar gefa sig og merkin lýsa aðeins að hluta verða afleiðingarnar oft hjákátlegar. Hangsvefurinn Bored Panda safnaði saman nokkrum myndum af biluðum neon-skiltum sem urðu vandræðalega sniðug eða jafnvel átakanlega raunsönn við bilunina. Myndaserían þeirra er hér.


Fornaletur og Garamond bókaletrið

Hönnuður

Emil

Hönnuður
Emil færir í letur — Í þeim bókum sem við lesum í dag er nokkuð líklegt að meginmálsletrið sem þar er notað eigi sér fyrirmynd í þeim leturgerðum sem komu fram í frumbernsku prentlistarinnar á 15. og 16. öld.

Áfram skal haldið með letursögu. Í þeim bókum sem við lesum í dag er nokkuð líklegt að meginmálsletrið sem þar er notað eigi sér fyrirmynd í þeim leturgerðum sem komu fram í frumbernsku prentlistarinnar á 15. og 16. öld. Með prenttækninni var hver stafur handskorinn og steyptur í blý sem aftur þýddi að ásýnd leturs í bókum var ekki lengur háð takmörkunum rithandarinnar og fjaðurpennans.

Eitt af fínustu og algengustu bókaletrum nútímans eru Garamond letrin sem eiga ættir að rekja til franska leturgerðarmeistarans Claude Garamond sem uppi var ca. 1480-1561 og er meðal dáðustu listamönnum á sínu sviði. Hann átti stóran þátt í að þróa áfram og fínisera hið svokallaða fornaletur (Littera antiqua) sem er heiti á því bókaletri sem að lokum varð ofaná í hinum vestræna heimi. 

Fornaletur er annars helst notað til aðgreiningar frá gotneskum leturgerðum sem komu fram á síðmiðöldum og héldu víða velli langt fram eftir öldum. Fornaletur er eignað ítölskum húmanistum á 15. öld sem vildu endurvekja klassíska fagurfræði og menntir að hætti endurreisnarinnar. Fyrirmyndin af skriftarletri ítalskra handrita þess tíma var karlungaletrið frá því um 800 sem er eldra en gotneska letrið en hástafirnir voru af Rómverskri fyrirmynd. Þegar prentlistin barst til Ítalíu fóru þeir svo strax í að þróa þessar leturgerðir áfram og steypa í blý og útkoman voru leturgerðir sem mjög líkjast því bókaletri sem við notum enn í dag.  

Leturgerðir
Þegar hugsunarháttur í anda endurreisnar breiddist út um Evrópu jukust að sama skapi vinsældir fornaleturs og ýmsir leturgerðarmeistarar komu fram sem þróuðu fornaletrið áfram. Þá er ég aftur kominn að franska leturgrafaranum Claude Garamond. Fyrstu letur hans komu fram um 1530 og urðu fljótlega mjög útbreidd. Garamond letrin þykja vera fáguð og hafa yfir sér létt yfirbragð. Meðal nýjunga sem hann kom með voru skáletursútgáfur af hástöfum sem full þörf var á en fram að þessu hafði ekki tíðkast að blanda saman skáletri og beinu letrið í samfelldum texta.

Fótaletur
Algengt íslenskt heiti á fornaletri er annars fótaletur (serif fonts) og fjölmargar gerðir af þeim áttu eftir að koma fram t.d. Palatino og Times sem bæði eru mjög algeng í dag. Með nýjum leturgerðum fór Garamond letrið smám saman úr tísku þar til það var enduruppgötvað eiginlega fyrir misskilning. Árið 1825 fannst letursett sem ranglega var eignað Claude Garamond og var það fyrirmyndin af ýmsum seinni tíma Garamondum sem urðu vinsæl. Það var svo ekki fyrr en 100 árum síðar sem það uppgötvaðist að fyrirmyndin var 17. aldar verk leturgrafarans Jean Jannons. Sú útgáfa Garamondleturs sem mest er notað í dag var teiknuð árið 1989, það kallast Adobe Garamond og á að sjálfsögðu sína fyrirmynd frá meistaranum sjálfum.

 
Bókartexti

Dæmi um Garamond letur úr bókinni ÍSLANDSFÖRIN eftir Guðmund Andra Thorsson.


Sú var tíðin að plötuumslög voru vettvangur listamanna og voru þá oft og iðulega stór þáttur í upplifuninni af plötunni – gesamtkunstswerk.

Sú var tíðin að plötuumslög voru vettvangur listamanna og voru þá oft og iðulega stór þáttur í upplifuninni af plötunni. Við sem komin erum til vits og ára munum það mörg að hafa hlustað á plötu með umslagið í höndunum og upplifað tónlistina um leið og við virtum fyrir okkur myndskreytinguna á umslaginu – gesamtkunstswerk. Eftir að geisladiskarnir ruddu sér til rúms hnignaði umslagahönnun nokkuð, enda ólíku saman að jafna að hanna á flöt sem er 12x12 tommur eins og LP plötuumslag er, eða 12x12 cm, eins og geisladiskahulstur er. Þess þá heldur þegar plötuumslagið var tvöfalt og skreytt á öllum hliðum.

Nú þegar vínylplötur eru að ná fótfestu á ný er vonandi að umslagahönnun verði aftur lyft til vegs og virðingar.

Guardian birti úttekt nokkurra umslagahönnuða á því hvað þeim finnst vera bestu plötuumslög allra tíma. Skemmtileg pæling og áhugavert að rifja upp umslögin, og jafnvel tónlistina um leið. Úttektina er að finna hér.


 • Hið forneskjulega Únsíal letur

  Emil færir í letur — Sú leturgerð sem var allsráðandi í Evrópu á tímabilinu 400-800 hefur verið kölluð Únsíal letur og ber það öll einkenni þess að vera einskonar millistig hástafa og lágstafa.
  Nánar
 • Lesblindir hönnuðir hugsa öðruvísi

  Wired birti nýlega áhugaverða grein um lesblindu meðal hönnuða og þátt lesblindunnar í hæfileikum þeirra til að hugsa öðruvísi en flestir.
  Nánar
 • Gotneskt letur

  Emil færir í letur — Í þessum pistli ræðir Emil um Gotneskt letur, sem var einkennisletur síðmiðalda og lifði áfram í prentverki fram eftir öldum.
  Nánar
 • Stjórnvísi í heimsókn

  Á dögunum kom til okkar hópur frá Stjórnvísi og Elín Helga hélt fyrirlestur um þjónustu- og markaðsstjórnun. Hún fjallaði um hvernig auka mætti skilvirkni í samvinnu auglýsingastofu og viðskiptavina.
  Nánar
 • Handbragð meistarans

  Á Hvíta húsinu starfa nokkrir hönnuðir sem hafa stundað nám í skrautskrift til lengri eða skemmri tíma. Það er fátt sem jafnast á við fallegt handverk nema þá hugsanlega það að fá að verða vitni að því þegar fær listamaður vinnur með höndunum og býr til fallega hluti. Sú er einmitt raunin í þessu myndbandi þar sem Jake Weidmann er kynntur. Eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari.
  Nánar
 • Innri markaðssetning

  Markaðsmál hafa breyst gríðarlega mikið síðustu ár og fyrirtæki vita að það dugar ekki að ætla að ýta skilaboðum að viðskiptavinum þegar þeim hentar, á þann hátt sem þeim hentar, eins og gert var áður fyrr. Í dag vilja viðskiptavinir geta náð í þær upplýsingar sem þá vantar þegar þeir þurfa og fyrirtækin segjast „hlusta á viðskiptavini“ því þau vilji laga sig að þörfum þeirra.
  Nánar
 • Nýtt merki og ný heimasíða Veitna

  Að undanförnu hafa eflaust margir veitt athygli nýju merki og ásýnd Veitna. Ný heimasíða Veitna hefur jafnframt verið opnuð. Síðan er hönnuð með það að markmiði að viðskiptavinir geti á sem auðveldastan hátt átt rafræn samskipti við Veitur og sótt sér upplýsingar tengdar viðskiptum sínum.
  Nánar
 • Er línuleg dagskrá búin að vera?

  „Fólk er steinhætt að horfa á sjónvarp!“ Þessi alhæfing er mjög algeng hjá markaðsfólki en staðreyndin er sú að línuleg dagskrá blómstrar sem aldrei fyrr.
  Nánar