Blogg

Að undanförnu hafa eflaust margir veitt athygli nýju merki og ásýnd Veitna. Ný heimasíða Veitna hefur jafnframt verið opnuð. Síðan er hönnuð með það að markmiði að viðskiptavinir geti á sem auðveldastan hátt átt rafræn samskipti við Veitur og sótt sér upplýsingar tengdar viðskiptum sínum.

Að undanförnu hafa eflaust margir veitt athygli nýju merki og ásýnd Veitna.

Ný heimasíða Veitna hefur jafnframt verið opnuð. Síðan er hönnuð með það að markmiði að viðskiptavinir geti á sem auðveldastan hátt átt rafræn samskipti við Veitur og sótt sér upplýsingar tengdar viðskiptum sínum.


Er línuleg dagskrá búin að vera?

Sérfræðingur

Elín Lára

Sérfræðingur
Elín Lára Jónsdóttir sérfræðingur á samskiptasviði
Elín Lára Jónsdóttir sérfræðingur á samskiptasviði
„Fólk er steinhætt að horfa á sjónvarp!“ Þessi alhæfing er mjög algeng hjá markaðsfólki en staðreyndin er sú að línuleg dagskrá blómstrar sem aldrei fyrr.

„Fólk er steinhætt að horfa á sjónvarp!“ Þessi alhæfing er mjög algeng hjá markaðsfólki en staðreyndin er sú að línuleg dagskrá blómstrar sem aldrei fyrr. Hver vill vera útundan á kaffistofunni þegar vinnufélagarnir skiptast á skoðunum um síðasta þátt Ófærðar, segja sína skoðun á Eurovison laginu, dásama dómarana í Ísland Got Talent eða velta fyrir sér árangri keppenda í Biggest Loser Ísland?

Hvergi í heiminum þekkist það sjónvarpsþáttur fái yfir 80% áhorf eins og Áramótaskaupið. Sjónvarpsáhorf hefur þó breyst, þú horfir á þinn þátt þegar þér hentar en þetta á síður við um stóra viðburði eða íslenskt efni, það vinnur á í línulegri dagskrá, úr verður fjölskyldustund, popp og kók og þú tekur fullan þátt í umræðunum daginn eftir.

Þegar okkar fólki gengur vel á íþróttamótum sameinast auðvitað allir fyrir framan sjónvarpið, enda vill enginn missa af því að sjá hlutina gerast. Strákarnir okkar hafa brotið blað í hverjum leik sínum á EM í knattspyrnu í Frakklandi og við fylgjumst með í ofvæni — í beinni útsendingu.


Nýtt merki Hvíta hússins
Nýtt merki Hvíta hússins
Hvíta húsið opinberaði nýtt merki í síðustu viku. Nýja merkið er hluti af stærri endurmörkun sem helst í hendur við endurnýjun á húsnæði stofunnar í Brautarholtinu, þannig að það er ljóst að ásýnd þessarar elstu auglýsingastofu landsins mun taka miklum breytingum á skömmum tíma.

Hvíta húsið opinberaði nýtt merki í síðustu viku. Nýja merkið er hluti af stærri endurmörkun sem helst í hendur við endurnýjun á húsnæði stofunnar í Brautarholtinu, þannig að það er ljóst að ásýnd þessarar elstu auglýsingastofu landsins mun taka miklum breytingum á skömmum tíma.

Hönnuður nýja merkisins er Gunnar Þór Arnarson, hönnunarstjóri Hvíta hússins. Gunni hefur teiknað fjöldamörg merki í gegnum tíðina og eru þau eins fjölbreytt og þau eru mörg. Nýtt merki Hvíta hússins sker sig þó nokkuð úr því það er handunnið með bleki á pappír og hefur á sér yfirbragð skrautskriftar (calligraphy). Gunni lærði skrautskrift hjá Torfa Jónssyni, en Torfi er meðal virtustu skrautskrifara heims, auk þess sem Gunni nefnir teiknikennarann sinn úr grunnskóla sem innblástur.

Gunni segir að sig hafi langað til þess að nýta skrautskriftartækni þannig að merkið endurspegli ryþmann sem þarf að liggja til grundvallar þegar skrautskrifað er. Þannig er letrið allt tengt saman í eina óslitna heild með góðu innra jafnvægi. Eggið, sem hefur verið í aðalhlutverki í merkjum Hvíta hússins í gegnum tíðina, er enn í öndvegi, í þetta sinn sem hluti af hinni óslitnu línu sem myndar merkið allt.

Þrátt fyrir að ásýndin sé breytt má segja að nýja merkið og margt fleira í endurmörkuninni, sé nokkurskonar afturhvarf til fortíðar.


  • Hvíta húsið tekur stakkaskiptum

    Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í húsnæði Hvíta hússins í Brautarholti.
    Nánar
  • Arion banki fékk ÁRUNA

    Auglýsingaherferð Arion banka „Ari­on hraðþjón­usta“, sem unnin var af Hvíta húsinu, hlaut ÁRUNA á ÍMARK deginum 4. mars s.l.
    Nánar
  • Bleiknefjar og blámenn

    Hversvegna er talað um bleiknefja og bleikiklór? Og hvað með Harald blátönn og alla blámennina sem Örvar-Oddur fór að brytja suður í löndum? Litir og nöfn þeirra hafa auðvitað þróast í tímans rás en það vita kannski ekki allir að slík þróun er mjög lík, og jafnvel eins, milli tungumála og því má finna sambærileg dæmi um ruglandi notkun litanafna í öðrum tungumálum. Til dæmis kalla Japanir græna karlinn í gangbrautarljósum bláan.
    Nánar
  • TRAJAN leturgerðin

    Emil færir í letur — Emil Hannes Valgeirsson er gamalreyndur hönnuður sem hefur ýmsa fjöruna sopið í hönnunarmálum. Hann er þeirrar skoðunar að FreeHand sé besta forrit í heimi, en lætur sig þó hafa það að nota önnur forrit ef þörf krefur. Hann skrifar hér um letur og letursögu og munu pisltar hans birtast hér á næstunni.
    Nánar