Blogg

Nýtt merki Hvíta hússins
Nýtt merki Hvíta hússins
Hvíta húsið opinberaði nýtt merki í síðustu viku. Nýja merkið er hluti af stærri endurmörkun sem helst í hendur við endurnýjun á húsnæði stofunnar í Brautarholtinu, þannig að það er ljóst að ásýnd þessarar elstu auglýsingastofu landsins mun taka miklum breytingum á skömmum tíma.

Hvíta húsið opinberaði nýtt merki í síðustu viku. Nýja merkið er hluti af stærri endurmörkun sem helst í hendur við endurnýjun á húsnæði stofunnar í Brautarholtinu, þannig að það er ljóst að ásýnd þessarar elstu auglýsingastofu landsins mun taka miklum breytingum á skömmum tíma.

Hönnuður nýja merkisins er Gunnar Þór Arnarson, hönnunarstjóri Hvíta hússins. Gunni hefur teiknað fjöldamörg merki í gegnum tíðina og eru þau eins fjölbreytt og þau eru mörg. Nýtt merki Hvíta hússins sker sig þó nokkuð úr því það er handunnið með bleki á pappír og hefur á sér yfirbragð skrautskriftar (calligraphy). Gunni lærði skrautskrift hjá Torfa Jónssyni, en Torfi er meðal virtustu skrautskrifara heims, auk þess sem Gunni nefnir teiknikennarann sinn úr grunnskóla sem innblástur.

Gunni segir að sig hafi langað til þess að nýta skrautskriftartækni þannig að merkið endurspegli ryþmann sem þarf að liggja til grundvallar þegar skrautskrifað er. Þannig er letrið allt tengt saman í eina óslitna heild með góðu innra jafnvægi. Eggið, sem hefur verið í aðalhlutverki í merkjum Hvíta hússins í gegnum tíðina, er enn í öndvegi, í þetta sinn sem hluti af hinni óslitnu línu sem myndar merkið allt.

Þrátt fyrir að ásýndin sé breytt má segja að nýja merkið og margt fleira í endurmörkuninni, sé nokkurskonar afturhvarf til fortíðar.


Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í húsnæði Hvíta hússins í Brautarholti.

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í húsnæði Hvíta hússins í Brautarholti. Starfsfólkið flutti allt út og niður um eina hæð á vetrarsólhvörfum í vetur og hírðist í bráðabirgðahúsnæði allt þar til á vorjafndægrum að flutt var upp aftur. Á meðan á þessu stóð vann her iðnaðarmanna hörðum höndum við að rífa allt innan úr húsnæðinu og byggja upp á nýtt. Núna í byrjun sumars opnum við nýjan vef og opinberum formlega nýja ásýnd.

Nýtt merki

Nýja merkið okkar hefur verið að koma í ljós smátt og smátt á samskiptamiðlum og hefur vakið talsverða lukku. Hönnuður nýja merkisins er Gunnar Þór Arnarson, hönnunarstjóri Hvíta hússins. Gunni hefur teiknað fjöldamörg merki í gegnum tíðina og eru þau eins fjölbreytt og þau eru mörg. Nýtt merki Hvíta hússins sker sig þó nokkuð úr því það er handunnið með bleki á pappír og hefur á sér yfirbragð skrautskriftar (calligraphy). Fjallað er nánar um merkið hér.

„Nýtt“ húsnæði

Nú er að ljúka endurinnréttingu húsnæðis Hvíta hússins í Brautarholti. Húsnæðið hafði verið óbreytt um nokkuð langt skeið og við vorum flest orðin dálítið þreytt á því eins og það var. Því var fréttum af breytingum tekið fagnandi og allir voru tilbúnir að láta það yfir sig ganga að fara í bráðabirgðahúsnæði meðan á breytingum stóð.

Eftir breytingar er teiknistofan okkar bjartari en áður og með nýju skipulagi og húsgögnum rúmumst við betur. Eldhúsið okkar fékk stórfenglega yfirhalningu og skrifstofur og fundaherbergi eru opnari og bjartari en fyrr. Sumsé: Bjart framundan.

Nú eru 55 ár síðan stofunni var komið á fót og var talsvert mið tekið af því í endurmörkuninni og endurinnréttingu húsnæðisins. Litið var um öxl og efnisval og innréttingar látnar vísa til fortíðar þó útfærslan og frágangurinn sé nokkuð tímalaus.


Elín Helga Sveinbjörnsdóttir markaðsráðgjafi á Hvíta húsinu og Birna Rún Gísladóttir frá Arion banka…
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir markaðsráðgjafi á Hvíta húsinu og Birna Rún Gísladóttir frá Arion banka taka við ÁRUNNI.
Auglýsingaherferð Arion banka „Ari­on hraðþjón­usta“, sem unnin var af Hvíta húsinu, hlaut ÁRUNA á ÍMARK deginum 4. mars s.l.

Auglýsingaherferð Arion banka „Ari­on hraðþjón­usta“ hlaut ÁRUNA eða Árang­urs­rík­ustu aug­lýs­inga­her­ferðina, á ÍMARK deginum 4. mars s.l. 

Herferðin, sem Arion banki vann með Hvíta húsinu, snýst um hraðþjónustuleiðir bankans, og var hún unnin snemma árs 2015 og skilaði árangri langt umfram væntingar. Það er gaman að vinna með svona frábæru fyrirtæki, enn skemmtilegra þegar það sem við gerum virkar og allra best að fá klapp á bakið fyrir árangurinn.

 

 


  • Bleiknefjar og blámenn

    Hversvegna er talað um bleiknefja og bleikiklór? Og hvað með Harald blátönn og alla blámennina sem Örvar-Oddur fór að brytja suður í löndum? Litir og nöfn þeirra hafa auðvitað þróast í tímans rás en það vita kannski ekki allir að slík þróun er mjög lík, og jafnvel eins, milli tungumála og því má finna sambærileg dæmi um ruglandi notkun litanafna í öðrum tungumálum. Til dæmis kalla Japanir græna karlinn í gangbrautarljósum bláan.
    Nánar
  • TRAJAN leturgerðin

    Emil færir í letur — Emil Hannes Valgeirsson er gamalreyndur hönnuður sem hefur ýmsa fjöruna sopið í hönnunarmálum. Hann er þeirrar skoðunar að FreeHand sé besta forrit í heimi, en lætur sig þó hafa það að nota önnur forrit ef þörf krefur. Hann skrifar hér um letur og letursögu og munu pisltar hans birtast hér á næstunni.
    Nánar