Kransæðabókin

Kransæðabókin

Actavis

Það er ekki á hverjum degi sem auglýsingastofa fær það verkefni að hanna bók. Hvað þá vísindarit. Við tókum þeim Guðmundi Þorgeirssyni og Tómasi Guðbjartssyni því tveimur höndum þegar þeir leituðu til okkar um að hanna útlit Kransæðabókarinnar. 

mockup1_2560x1707.jpg
hjartaframan.jpg

Kransæðabókin er algert grundvallarrit um kransæðasjúkdóm; orsakir, meðhöndlun og forvarnir, ætlað lækna- og hjúkrunarnemum og öllum sem áhuga hafa á þessu mikilvæga málefni. Bókarkápu og millisíður prýða loftljósmyndir þeirra Einar Guðmanns og Gyðu Hermannsdóttur af jökulám sem kvíslast um landið og þjóna náttúrunni sem lífæðar, líkt og æðakerfi líkamans. Sú nálgun gefur bókinni víðari skírskotanir en svo vill til að báðir ritstjórar og aðalhöfundar bókarinnar eru ástríðufullir göngu- og útivistarmenn.

 

Fjöldi annarra ljósmynda og skýringamynda eru í bókinni. Þar á meðal læknisfræðilegar teikningar Hjördísar Bjartmars sem er eini sérmenntaði teiknari landsins á því sviði.

Það var Emil H. Valgeirsson sem sá um hönnun og uppsetningu og hlaut Kransæðabókin viðurkenningu í flokki bókarkápa í hönnunarkeppni Félags íslenskra teiknara, FÍT.