Mjúk lending með fullfermi

Mjúk lending með fullfermi

Isavia

Hönnuðir Hvíta hússins fengu verðugt verkefni í hendur: Að koma til skila á áhugaverðan hátt margslungnu efni fyrir árs- og samfélagsskýrslu Isavia fyrir árið 2016.

isavia_arsogsam16-3.jpg
isavia_arsogsam16-4.jpg

Isavia birtir nú í fyrsta sinn árs- og samfélagsskýrslu samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) en það er enn eitt skref Isavia í átt að aukinni samfélagsábyrgð.

Árskýrslur geta verið snúnar í framsetningu og í þetta sinn reynist það jafnvel enn snúnara en vanalega þegar hönnuðir Hvíta hússins fengu að kjást við þau skilyrði sem GRI setur um framsetningu og frágang gagna í skýrslum á borð við þessa. Tékklisti GRI er langur og margþættur og spannar 10 síður af efni og skýringum – efnisyfirlit á sterum!

Hönnuðirnir brettu upp ermar og fundu lausnir á því krefjandi en skemmtilega verkefni að bregðast við öllum þessum kröfum, en það tókst mjög vel og verkefnið var leyst farsællega.