Auglýsingastofa ársins 2019

Auglýsingastofa ársins 2019

Hvíta húsið

Að sá og uppskera. Við vitum að daglega störfum við á bestu auglýsingastofunni en að vera valin sem slík af fagfólki og viðskiptalífinu skiptir okkur gríðarlegu máli. Við erum í hamingjukasti. Takk fyrir takk. 

2arionvalaverdlauntilbuin.jpg
3-88986115_499183914095140_5372056084934557696_n.jpg

Einnig fengum við Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins 2019 en kynningarherferð okkar fyrir app Arion banka skilaði framúrskarandi árangi og er það ekki síst vegna okkar góða samstarfs við bankann. Traust, gleði og samvinna einkennir okkar vegferð sem hefur sannarlega skilað góðum árangri.

 

Fyrir digital endurmörkun Já.is fengum við Lúður. Nútímalegri litir voru kynntir til sögunnar og tónn fyrirtækisins talar við þá liti; gleði, léttleiki og flæði. Stutt og skýr skilaboð á glaðlegum flötum. Litapallettan var sérhugsuð fyrir skjái og með það í huga að ná athygli. Nánar um verkefnið er að finna hér

 

Prentauglýsing fyrir Veitur um alþjóðlegan dag vatsins

Vatn er verðmætt fyrir Veitur ohf. fékk Lúður í flokki prentauglýsinga. En auglýsingin var í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins þar sem vakin var athygli á þessum forréttindum sem við hér á Íslandi tökum sem sjálfsögðum hlut en eru sannarlega ómetanleg lífsgæði. Nánar um verkefnið er að finna hér

 

Prentauglýsingar fyrir Umhverfisstofnun um saman gegn sóun

Herferðin Saman gegn sóun fyrir Umhverfisstofnun fékk Lúður í opnum flokki almannaheilla. Plast eyðist seint í umhverfi og hefur því mikil neikvæð áhrif á umhverfi og lífríki. Myndmálið endurspeglar það. Nánar um verkefnið er að finna hér

 

Herferðin um Arion appið er árangursríkasta auglýsingaherferð síðasta árs og hér má sjá lykiltölur.