Bakaðar ostakökur

Bakaðar ostakökur

Mjólkursamsalan

Verkefnið var að hanna umbúðir fyrir ostakökur í Eftirréttalínu Mjólkursamsölunnar og jafnframt gefa til kynna að um sælkeravöru væri að ræða.

marmaramynd-1200x1200.jpg
vanillumynd-1200x1200.jpg

Markhópurinn er 25-45 ára útivinnandi konur sem vilja bjóða upp á bragðgóða og vandaða köku sem gæti litið út fyrir að vera heimabökuð, en skortir tímann til að gera hana frá grunni.

Samspil teiknaðra mynda í kaffibollastílnum og ljósmyndir af kökunni mynda skemmtilega heild og skapa notaleg hugrenningartengsl. Stíllinn færir okkur aftur um áratugi og við sjáum fyrir okkur fallega matarstellið hennar ömmu og finnum næstum því ilminn af nýbökuðu sætmeti og heitu súkkulaði.