Besta bankaappið á Íslandi

Besta bankaappið á Íslandi

Arion banki

Arion banki er framfaradrifinn banki. Þar á bæ er stöðugt verið að vinna að nýjungum sem einfalda og hraða bankaþjónustu og gera hana þægilegri með hjálp stafrænnar tækni, hvort sem er í Arion appinu eða í gegnum vefinn. 

Til að kynna alla þessa möguleika og nýjungar þarf „platform“ – einhverskonar ramma eða samnefnara yfir kynningarefnið.


Þegar við byrjuðum að leita að samnefnaranum fórum við strax að hugsa um framtíðina, og þaðan í vangaveltur úr fortíðinni um það hvernig framtíðin myndi líta út. 

w3.jpg
w2.jpg

Við sáum fyrir okkur persónu sem væri heilluð af skemmtilegum staðreyndum af öllu tagi og þó sérstaklega spádómum, bæði þeim glórulausu og þeim sem hittu beint í mark. Persónu sem væri alltaf til í að deila þessum fróðleiksmolum með samferðafólki sínu, og nýtti alla möguleika appsins og vefsins til að létta sér lífið á meðan.

Vala Kristín Eiríksdóttir var fyrsta leikkonan sem okkur datt í hug til að gefa persónunni líf. Hún kom af krafti inn í hugmyndavinnuna og handritaskrifin ásamt leikstjóranum Reyni Lyngdal. Stundum er fyrsta hugmyndin best.