SÍÐAN 1961

Valmynd
  • Hvíta
  • Þjónusta
  • Verkefni
    • Arion Banki
  • Um okkur
    • Jafnlaunastefna og jafnlaunakerfi
  • Samstarfsaðilar
  • - Footer: Info
  • FACEBOOK
  • INSTAGRAM
  • YOUTUBE

SÍÐAN 1961

Geysir er brú til betra lífs

topofsitephoto.png

Geysir er brú til betra lífs

Klúbburinn Geysir

Klúbburinn Geysir er félagsskapur sem hefur það að markmiði að fólk með geðsjúkdóma geti átt betra líf. Þeir sem eiga við geðsjúkdóma að stríða geta komið í klúbbinn, fengið aðstoð við að komast í vinnu, nám auk þess að taka þátt í daglegum störfum klúbbsins.

Ef rannsóknir eru skoðaðar þá má sjá að fordómar gagnvart geðsjúkdómum eru töluvert minni á Íslandi og á Norðurlöndum heldur en á meginlandi Evrópu og reyndar sérstaklega í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir minni fordóma hér á landi eru þeir enn til staðar. 

standandi-vidbil.png
rumliggjandi.png

Í verkefni okkar fyrir Klúbbinn Geysi ákváðum við að einbeita okkur að því flestir þeir sem stríða við eða hafa strítt við geðsjúkdóma þekkja og það er hversu ólíkt viðhorf fólks er til þeirra sem eru með geðsjúkdóm og þeirra sem stríða við líkamleg veikindi eða afleiðingar slysa. Yfirskriftin „Geðheilsa er líka heilsa“ kom snemma til sögunnar en setningin „ekki vera fótbrotinn“ skaut snemma upp kollinum og var grundvöllurinn að beinagrind auglýsinganna sem birtust á samfélagsmiðlum og á RÚV.

Flest erum við í eðli okkar almennilegt fólk og því viljum við að fólki í kringum okkur líði vel og viljum hjálpa því til þess að líða betur. Þess vegna eiga margir það til að ráðleggja fólki með kvíða, þunglyndi og fleiri andlega veikleika að fara í sund, hreyfa sig, borða aðra fæðu og þess háttar. Allt er þetta vel meint en geðsjúkdómar læknast ekki við það að fara í gufu, ekki frekar en fótbrot grær í heita pottinum.

 

lastthumb.png

Við fengum til liðs við okkur leikarana Dóru Jóhannsdóttur og Odd Júlíusson sem skrifuðu handrit að þremur myndum og léku í leikstjórn Ágústs Bent. Ólafur Ásgeirsson lék í einni mynd.

Viðbrögðin á samfélagsmiðlum voru ótrúleg og sem dæmi þá fjölgaði þeim sem líkaði við Klúbbinn Geysi á Facebook um 60%. Náttúruleg dreifing var í hæstu hæðum og tölur yfir áhorf og CTR með því hæsta sem við höfum séð.

  • Fyrra verkefni
    starfsmadur_manadirns-1x1.jpg Georgskjör
  • Deila:
    Facebook Twitter Email
  • Næsta verkefni
    si_thumbnail-copy.jpg Gjörið svo vel

Hvíta húsið

  • Brautarholt 8, 105 Reykjavík
  • Iceland
  • +354 562 1177
  • hvitahusid@hvitahusid.is
  • Copyright © Hvíta húsið 2020
  • VR Fyrirtæki ársins 2020 Auglýsingastofa ársins 2019Jafnlaunavottun VRPARTNER: Powering the Digital Reykjavík Global Forum 9–11 November 2020

Aftur upp