Bike Pit

Bike Pit

Isavia

Mikil aukning hefur verið á ferðamönnum í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru hjólreiðamenn áberandi, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að þeir þurfa að setja hjólin sín saman fyrir notkun og nýta sér oft flugstöðina ef veður er vont.

isa-hjolagamur_x10.png
isa-hjolagamur_x9.png

Gólfin á flugvellinum hafa verið þétt skipuð hjólreiðamönnum með stangir og dekk á lofti. Stundum hafa skapast erfiðar aðstæður og mikil óhreinindi oft fylgjandi.

Isavia bað okkur um að merkja gám sem var ætlaður fyrir hjólreiðafólk. Til varð BikePit! Með BikePit er verið að leysa úr aðstöðuleysi og jafnframt sýna hjólreiðamönnum að þeir eru hjartanlega velkomnir til landsins. 

 

Skemmtileg og fræðandi skilaboð voru um allt í gámnum og góð aðstaða til að sinna hjólreiðaviðgerðum eða -samsetningum. 

Skilaboðin voru unnin út frá innsæi okkar. Hvað er það sem við myndum hugsa um ef við ættum að fara að hjóla hringinn? Kríur, kindur, vindhviður, snjókoma og einbreiðir vegir. Tillitslausir bílstjórar, síbreytilegt veður og miklir fjallvegir.