Hvíta húsið heldur út í heim

Hvíta húsið heldur út í heim

Hvíta húsið

Á dögunum gerðum við samstarfssamninga við þrjár stofur til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn breiðari þjónustu.

Fyrst ber að nefna FleishmanHillard, sem er PR og samskiptastofa með skrifstofur í yfir 100 borgum í 30 löndum, í sex heimsálfum. Já, sex heimsálfum. Þetta þýðir að með einu símtali getum við komist í samband við sérfræðinga í svo til öllum greinum og um allan hnöttinn sem vinna að því að koma áhugaverðu efni þangað sem það þarf að heyrast.

pablo.png
fleismanhillard.png

Einnig gerðum við samstarfssamning við tvær minni stofur í London. Við vitum vitaskuld að bestu hlutirnir finnast í minnstu pökkunum og þess vegna heyrðum við í gömlum vinum okkar sem vinna núna hjá The Value Engineers. Þar er unnið að því að kryfja, skilgreina og betrumbæta byggingarefni vörumerkja. Þessir vinir komu okkur svo í samband við Pablo, sem hefur verið ein eftirstóttasta auglýsingastofan í London undanfarin ár. Pablo eru skapandi stofa sem setur góðar hugmyndir ofar öllu og það verður hressandi að vinna með hugmyndafólki á öðru tungumáli fyrir íslensk fyrirtæki

Þessar þrjár stofur, FleishmanHillard, The Value Engineers og Pablo, deila allar ákveðinni hugsjón með Hvíta húsinu. Sú hugsjón er áhuginn á fólki og getan til að gera allt spennanndi. Við vitum nefnilega að það er hægt að fá góða hugmynd fyrir hvað sem er.

Heyrðu í okkur til þess að heyra hvert við getum farið með þínar hugmyndir.