Valmynd
Í ljósi aðstæðna þetta árið varð afar vinsælt að ferðast innanlands í sumar.
Air Iceland Connect vildi hvetja fólk til þess að heimsækja og styrkja íslenskt menningar- og atvinnulíf um land allt — staði og fólk sem við getum verið stolt af sem þjóð. Þetta gildir auðvitað jafnt um höfuðborg sem landsbyggð — svo okkur datt í hug að það gæti verið kominn tími til þess að landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið endurnýjuðu kynni sín.