Laugardagsrúnturinn

Laugardagsrúnturinn

Arion banki

Mörgum finnst gaman að kaupa bíla. Að leita, skoða og prófa. Spá og spekúlera. En þegar ákvörðun hefur verið tekin kemur leiðinlegi parturinn. Að sækja um lán, skrifa undir pappíra, sækja þá og senda. Ekki lengur.

Arion banki er alltaf að þróa nýjar rafrænar þjónustuleiðir sem gera bankaþjónustu þægilegri og hraðvirkari. Ein nýjungin felst í bílafjármögnun sem er 100% rafræn og eftir því hraðvirk. Stóru fréttirnar voru samt að nú er hægt að ganga frá bílakaupum utan opnunartíma bankans.

1x1-bilafjarmognun-mynd4.png
1x1-bilafjarmognun-skissur.png

Hvað þýðir það? Þegar Dagný Lilja Snorradóttir og Davíð Terrazas fóru að spá í kynningarleiðir fyrir þessa nýjung stöldruðu þau við bílasölurúntinn. Fjölskyldubílferðir milli bílasala til að skoða hvaða ökutæki verður fyrir valinu næst. Þessar ferðir fara gjarnan fram á laugardögum, en þá hefur ekki verið hægt að klára málið. Fyrr en nú.

 bill    bill2 

mokk

Laugardagsrúnturinn kallar fram nostalgíu hjá mörgum, en líka smá tilfinningu fyrir því að þetta hefði nú alveg mátt ganga aðeins hraðar fyrir sig. Nokkuð sem rafræn bílalán gera mögulegt.