Tryggingafélagið Vörður fór í sumar í þriðja sinn í gang með Regluvörðinn, netleik þar sem kylfingar geta spreytt sig á golfreglunum. Leikurinn er gerður til að hjálpa til að viðhalda kunnáttu á golfreglunum meðal kylfinga og þar með að bæta leikinn hér á landi.
Til að kynna Regluvörðinn til sögunnar í sumar var farin sú leið að búa til tvær persónur – þá Magnús og Kára. Kári er rólegur herramaður en vinur hans Magnús er það bara alls ekki. Magnús svindlar og sveigir reglurnar – bæði þær skrifuðu og þær óskrifuðu. Hann hefur hátt og virðir ekki meðspilara sinn. Magnús er and-hetja sem sýnir hvernig skal ekki láta á vellinum. Í lok auglýsingana koma skilaboð Varðar sem lausn á vandanum: Við tryggjum ekki að allar reglur séu virtar á golfvellinum en við tryggjum að allir geti lært þær.
Einnig var farið í að kynna Golfvernd Varðar. Innifalið í Golfverndinni er trygging fyrir holu í höggi. Það tíðkast nefnilega í golfheiminum að ef einhver kylfingur fer holu í höggi þarf sá hinn sami að bjóða hollinu sínu eitthvað – oftar en ekki umferð eða tvær á barnum, eða bara hamborgara í klúbbhúsinu. Vörður tryggir að það sé alltaf gaman að ná holu í höggi og að hollið gangi sátt frá borði. Til að undirstrika þennan lið tryggingarinnar var lokaorðum auglýingarinnar breytt í:
Við tryggjum ekki að þú farir holu í hoggi en við tryggjum að þú getir fagnað því vel með hollinu þínu þegar það gerist.