Valmynd
Það var þetta „aha!“ móment sem við vildum framkalla hjá fólki, en á sama tíma sýna hvað gæti gerst, í ýktum raunveruleika, ef félagsmenn og atvinnurekendur myndu ekki komast að samkomulagi og fólk bara hætta að vinna 9 mínútum fyrr á hverjum degi.
Því gerðum við kvikmyndaða auglýsingu þar sem við sjáum almenna borgara, ferðamenn og jafnvel yfirmenn lenda í stökustu vandræðum því ekki var samið um útfærslu styttingarinnar.
Sjón er vitaskuld sögu ríkari í þessu eins og svo mörgu öðru og því bjóðum við ykkur að halla ykkur aftur í sætunum, grípa kannski popp og fylgjast með óförunum sem við kokkuðum upp fyrir þessa auglýsingu.