Valmynd
Merkið byggir á hringformi sem vísar til jarðarinnar. Hringurinn er ekki lokaður, heldur opinn ferill sem skapar hreyfingu og getur táknað sólarganginn og hringrás efnisins. Einnig er hægt að sjá í merkinu spírað fræ, tákn sjálfbærni og endurnýjunar til framtíðar.
Starfsemi Terra er víðtæk og því þurftu ótal hlutir að fá nýtt útlit dagana fyrir opinberun nýju ásýndarinnar. Hús, bílar, gámar og ílát, auk vefsíðu og annars kynningarefnis. Með góðu skipulagi gengu umskiptin snurðulaust fyrir sig.