Vodafone RED

Vodafone RED

Vodafone

Hvíta húsið gerði herferðina „Vodafone RED“ fyrir Vodafone á Íslandi árið 2013. Herferðin var mjög glæsileg og hlaut hún í kjölfarið viðurkenningu Vodafone Global fyrir framúrskarandi markaðsherferð og innleiðingu á RED vörulínunni. 

Vodafone Red x4
Vodafone Red x3

Af þessu tilefni sagði Gunnar Þór Arnarson framkvæmdastjóri hönnunarsvið Hvíta hússsins viðurkenninguna mikinn heiður. „Samstarfsaðilar aðildarfyrirtækja Vodafone eru stærstu auglýsingarstofur í heimi og því er það mikill heiður fyrir Hvíta húsið að fá þessa viðurkenningu“ sagði hann. „RED Ísland er gott dæmi um markaðssetningu þar sem vara og markaðsefni haldast í hendur með afbragðs árangri. Við erum mjög stolt af þessari herferð og ekki síður þeim árangri sem hún hefur skilað, enda er eitt helsta hlutverk okkar sem auglýsingastofa að skila árangri“ bætti Gunnar Þór við.

Auglýsingin var framleidd af SagaFilm og leikstýrt af Guðjóni Jónssyni. Ljómyndir voru teknar af Ara Magg.