Agnes Hlíf Andrésdóttir
Viðskiptastjóri
Það var árið 1961 sem við fengum okkar fyrstu hugmynd. Síðan þá hafa óteljandi hugmyndir kviknað. Við höfum skapað vörumerki, mótað ímynd og gert auglýsingar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Nafn stofunnar er dregið af eggi, tákni frjósemi og sköpunar, sem jafnframt er grunnurinn að merki fyrirtækisins.
Oft er sagt að góð hugmynd sé það sem mestu máli skiptir. Það er að vissu leyti rétt en efnið sem framleitt er þarf að skila árangri og því þarf að gera hlutina í réttri röð. Við vitum að með vel ígrundaðri hugmynd verður til áhugavert efni sem ratar á rétta staði með skipulögðum hætti, og það skilar árangri. Þessi nálgun hefur skilað Hvíta húsinu ánægðum viðskiptavinum og fleiri verðlaunum og viðurkenningum en nokkurri annarri íslenskri auglýsingastofu, bæði hérlendis og erlendis.
Hlutverk Hvíta hússins er að nota reynsluna, innsæið og sköpunarkraftinn til að búa til áhugaverðar sögur sem skila viðskiptavinum okkar árangri.
Við tengjum saman vörumerki og neytendur með innihaldsríkri hönnun og tilgangi. Við sköpum sögu sem vekur áhuga, myndar tengsl og skapar minningar.
Einn mikilvægasti þátturinn í árangursríku markaðsstarfi er góður undirbúningur og skýr stefnumörkun. Hvíta húsið hefur mikla reynslu í því að undirbúa jarðveginn vel þannig að markaðsstarf haldist í hendur við stefnumótun og lykilmarkmið viðskiptavina. Skilningur á ferlum, stefnmótunarráðgjöf og innihaldsrík forvinna tryggir áhugaverða, skilvirka og faglega útkomu.