Jafnlaunastefna og jafnlaunakerfi

Tilgangur jafnlaunakerfis

Tilgangur jafnlaunakerfis auglýsingastofunnar Hvíta hússins er að staðfesta markviss og fagleg vinnubrögð við ákvörðun launa hjá öllum starfsmönnum. Á fundi stjórnar Hvíta hússins í september 2016 var samþykkt jafnréttisstefna / mannauðsstefna fyrir fyrirtækið. Einn meginþáttur hennar er jafnlaunastefna, að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og skulu almennt njóta sömu starfskjara og réttinda. Jafnlaunastefna er órjúfanlegur þáttur af launastefnu Hvíta hússins og á Jafnlaunakerfi Hvíta hússins að tryggja virka rýni og stöðugar umbætur á framkvæmd jafnlaunastefnunnar. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Hvita hússins.

Vinnan við innleiðinguna hefur staðið frá því í desember 2015.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna er einn af hornsteinum launastefnu Hvíta hússins og órfjúfanlegur hluti hennar. Með því er átt við þá stefnu að greiða starfsmönnum, konum og körlum sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Hjá Hvíta hússinu er jafnréttis gætt milli kvenna og karla. Hver starfsmaður er metinn á eigin forsendum óháð kynferði. Öll mismunun er óheimil innan stofunnar í hvaða formi sem hún birtist.

 

Hvíta húsið skuldbindur sig til að innleiða og viðhalda jafnlaunastefnunni, tryggja stöðugar umbætur, reglulegt eftirlit með stefnunni og að öll frábrigði séu skoðuð og brugðist við.  

Hvíta húsið skuldbindur sig til þess að stuðla að jafnrétti kynjanna í samræmi við lög nr. 10/2008, þar með talið að að greidd skulu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá stofunni. Einnig er jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hafður til afstemmningar. Mikilvægt er að hæfasta starfsfólkið í hverju fagi veljist til starfa, það uni hag sínum vel og hafi metnað til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem fengist er við.

 

Hvíta húsið hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær utan um markmið, verklag, áætlanir og aðgerðir sem snúa að jafnlaunastefnu. Sett hafa verið starfaviðmið samkvæmt starfaflokkunarstaðli, þau eru notuð sem grunnur við mat á störfum og verðmæti starfa. Stjórn og framkvæmdastjórn yfirfara umgjörðina reglulega, setja fram jafnlaunamarkmið og endurmeta og rýna niðurstöður launagreininga.

 

Jafnlaunakerfið innifelur að jafnlaunastefnan og öll gögn henni tengd eru skjalfest samkvæmt fyrirfram skilgreindu skipulagi, öll gögn eru til á rafrænu og útprentuðu formi, og eldri gögnum og/eða útgáfum haldið til haga. Tryggt er aðgengi að nýjustu útgáfum gagna hverju sinni. Innleiðing kerfisins er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra.

 

Jafnlaunastefna nær yfir alla starfsmenn Hvíta hússins, hún hefur verið kynnt fyrir öllum starfsmönnum á opnum starfsmannafundi og markmið sett um eftirfylgni og viðhald.