Framtíðarreikningur

Framtíðarreikningur

Arion banki

Langflest fermumst við og fáum við góðar gjafir og (mis) nýtilegar. Okkur langaði að sýna bæði fermingarbörnum og ættingjum þeirra sem gefa þeim gjafir hve góður kostur framtíðarreikningur Arion banka er fyrir fermingarbarnið. Fermingargjöf sem dettur ekki úr tísku og úreldist ekki.

fermingar_box2.jpg
box3.jpg

Hugmyndin var að sýna vinsælustu fermingjargjafir seinnihluta síðustu aldar og kynna þær fyrir fermingarbörnum dagsins í dag. Það sýndi rækilega fram á hvað margt af því sem enginn gat verið án á sínum tíma, hefur elst illa. Við gerðum myndbönd með viðbrögðum fermingarbarnanna og deildum á samfélagsmiðlum. 

Myndböndin sem við deildum slógu rækilega í gegn og dreifðust strax mjög víða með „náttúrulegum“ hætti, án þess að þyrfti að greiða sérstaklega fyrir það.