Alþjóðlegur dagur vatnsins er árlegur viðburður sem Veitur nota sem tilefni til að minna á hversu dýrmæt þessi auðlind okkar er, og benda fólki á að umgangast hana af virðingu og varúð.
Að þessu sinni varð sú staðreynd að einungis 0,007% vatns á jörðinni neysluhæft innblásturinn í þessa myndlíkingu. Stefán Einarsson á heiðurinn af því að tengja kranavatnið okkar við kampavín, tákn fyrir lúxus, forréttindi og hið ljúfa líf. Skál fyrir íslenska vatninu!