Einkaklúbbsgallinn

Einkaklúbbsgallinn

Arion banki

Einkaklúbburinn hefur í 25 ár verið einn öflugasti afsláttar- og fríðindaklúbburinn á Íslandi. Í tilefni af þeim áfanga fengum við hönnuðinn Rán Ísold Eysteinsdóttur, nema við Listaháskóla Íslands og starfsmann Hvíta hússins, til að hanna einstakan Einkaklúbbsgalla.

3jpg.jpg
2jpg.jpg

Tískumótandi áhrifavöldum var boðið að fá gallann og fengu gegn samþykki heimsendan galla, sérmerktan með nafni sínu. Þau sem fengu gallann að gjöf áttu það öll sameiginlegt að vera ung, þekkt andlit og áhrifavaldar á Instagram með marga fylgjendur. Þetta eru „trendsetterar“ sem hafa bæði áhrif á tísku og umræðu.

Þeir birtu mynd af sér í gallanum, merkta #EK og #sidan1992. Gallarnir urðu mjög áberandi á samfélagsmiðlum. Markmið um niðurhal á EK appinu náðust og gallarnir, sem framleiddir voru í takmörkuðu upplagi, urðu vinsælli en framboð leyfði.

Sú staðreynd að gallarnir hafi orðið svona eftirsóttir og kallað fram þessi viðbrögð var algjör bónus. Mikilvægast var að þessi ungi markhópur, 16 – 25 ára, varð loksins meðvitaður um appið.

 

Á sama tíma var farið í samstarf með Áttunni þar sem markmiðið var að auka niðurhöl á Einkaklúbbs appinu. Samstarfið heppnaðist mjög vel; appið fór á toppinn í App Store og jukust nýskráningar um 1600% daginn sem herferðin var í gangi.