Georgskjör

Georgskjör

VR

Síðastliðið haust var nokkuð ljóst að harður kjaravetur væri framundan. Til þess að koma kröfugerð sinni á framfæri sem og vekja athygli félagsmanna á réttindum þeirra vildi VR nýta það samband sem hvað flestir félagsmenn þess þekkja – samband starfsmanns á plani við yfirmann sinn. 

 

gerog_samfelagsmidlar.jpg
starfsmadur_manadirns-1x1.jpg

Til þess að búa til umgjörð um málefnið fékk Hvíta húsið þá Jón Gnarr og Ragnar Bragason til liðs við sig og var fyrrum andstæðingur auðvaldsins, sjálfur Georg Bjarnfreðarson, endurvakinn sem eigandi lítillar verslunar.  

 

Það er skemmst frá því að segja að Georg er genginn gróðaöflunum á hönd og leitar skapandi leiða til þess að auka tekjur verslunarinnar Georgskjara. Þessar leiðir bitna þó oftast á starfsfólkinu sem hann hefur í vinnu. 

Skilaboðin eru einföld. Stöndum saman um sanngjarnar kröfur.

Og leyfum Georg ekki að komast upp með neina vitleysu.