GSM tilkynningaþjónusta Veitna
GSM tilkynningaþjónusta Veitna
Veitur veita þjónustu sem við viljum alls ekki vera án. Þegar slökknar á rafmagninu og vatnið hættir að flæða fer allt í steik. Það var innsæið sem við gripum til þegar Veitur báðu okkur að hjálpa þeim að kynna nýja þjónustu: að skrá símanúmer til að fá tilkynningar um yfirvofandi lokanir.
Þannig má koma upplýsingum um þjónustubrest eins og rafmagnsleysi eða vatnsskort vegna viðhalds til þeirra. Eins og gefur að skilja geta Veitur vekki alltaf látið vita með fyrirvara um skyndilegar bilanir sem óneitanlega verða í rekstrinum en þetta er tilraun til að bæta úr því.