Heimsmarkmið Elízu

Heimsmarkmið Elízu

Utanríkisráðuneytið

Þegar við fengum verkefnið að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir ungu fólki á Íslandi fyrir forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið varð fljótlega til sú hugmynd að gera það ekki með hefðbundnum auglýsingum. 

Þess í stað var ákveðið að varpa ljósi á áskoranir heimsmarkmiðanna með því að bera saman lífsskilyrði ungs fólks sem lifir við gerólíkar aðstæður.

eliza.gif
langar-thig.jpg

Svo við auglýstum eftir unglingi til að fara og heimsækja jafnaldra sinn í Uganda og fræðast um hvernig lífið gengur fyrir sig þar.

Fyrir valinu var Elíza Gígja Ómarsdóttir, 15 ára nemandi í Réttarholtsskóla, sem ein af áttatíu umsækjendum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti henni niðurstöðuna á hliðarlínunni á fótboltaleik þar sem Elíza beið eftir að fara inn á völlinn.

Hún flaug ásamt móður sinni til Uganda og hitti þar jafnaldra sína og fleira fólk og kynntist því hvernig Heimsmarkmiðin spila inn í framtíð fólks við ólíkar aðstæður.

Kvikmyndatökuhópur fylgdist með heimsókninni og úr varð þáttaröðin Heimsmarkmið Elízu, sem sýnd var á RÚV haustið 2018. Þættirnir fengu mikið áhorf og sterk viðbrögð sem sköpuðu að okkar mati dýpri meðvitund um Heimsmarkmiðin en venjuleg auglýsingaherferð hefði getað gert sér vonir um.