Valmynd
Við höfum notið aðstoðar grínistanna Steineyjar Skúladóttur, Guðmundar Felixsonar og Vilhelms Neto við að búa til athyglivekjandi grínsketsa til að birta á samfélagsmiðlum, sem sýna bæði hugmyndavinnu og afrakstur hennar í skoplegu ljósi. Að auki hefur verið keyrt á áminningar þegar skilafrestur nálgast og kosningu er að ljúka.
Meðvitund um þetta árlega verkefni hefur farið vaxandi jafnt og þétt. Þátttaka hefur aukist, bæði mælt í innsendum hugmyndum og kosningaþátttöku.