Mörkun IGA

Á síðasta ári stóð Alþjóðlega jarðhitasambandið, International Geothermal Association, fyrir samkeppni um nýja ásýnd í kjölfar stefnumótunarvinnu hjá sambandinu.

Hvíta húsið tók þátt í verkefninu og sendi inn tillögu að nýju myndmerki fyrir samtökin sem vilja ná til jarðhitafyrirtækja um allan heim.

 

 

iga-vinnuskjal-07_web.png
iga-vinnuskjal-14_web.png

Ásamt myndmerkinu lögðum við til letur, liti og framkvæmd á kynningarefni innanhúss og utan og vildum leggja fram heildarásýnd sem myndi skera sig úr fyrirtækjaumhverfi sem og borgarumhverfi um heim allan.

Heildarnálgunin byggist á þeirri grafík og myndheim sem hægt er að greina úr jarðfræðiteikningum, ásamt vísan í lögun og kjarna jarðarinnar. Litir ásýndarinnar voru gripnir úr umhverfi litað af jarðhitavirkni og eldvirkni og lagaðir að notkun og snertiflötum.

Tillagan okkar varð fyrir valinu og við erum ansi spennt að sjá afraksturinn í raunheimum!