Valmynd
Að skapa Isavia heildarásýnd var spennandi áskorun fyrir hönnuði og aðra sem að verkinu komu fyrir hönd Hvíta hússins. Um er að ræða stórt fyrirtæki sem snertir mikinn fjölda fólks, Íslendinga og erlenda ferðalanga. Í ásýnd fyrirtækisins er mikilvægt að það minni á rætur sínar og vísi í starfsemi sína.
Yfirburðahæfni í siglingafræði og „navigation“ er hluti af arfleifð víkingaaldar og landnáms Íslands. Nýtt merki Isavia vísar í stefni á víkingaskipi og stél á flugvél, samgöngumáta fortíðar og nútíma. Í því má líka sjá tengipunkt þriggja flugleiða sem vísar í stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins sem miðstöð flugs fyrir þrjár heimsálfur. Í tákninu má einnig finna þær lagskiptu flugleiðir sem flugumferð byggist á.